Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 13
fívarp menntamálaráðherra
á spástefnu 5kýrslutæknifélags íslands
að Borgartúni 6, miðvikudaginn 6. apríl 1988.
Góðir ráðstefnugestir,
Þessi ráðstefna — eða spástefna eins og hún er
nefnd — er, eins og þegar hefur fram komið,
haldin í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá
stofnun Skýrslutæknifélags íslands. Félags-
menn voru eitt hundrað að tölu í upphafi, en eru
nú — að mér er sagt — tíu sinnum fleiri, eða nær
eitt þúsund. Þessi fjölgun félagsmanna er ein
birtingarmynd þeirra miklu — og mér liggur við að
segja ævintýralegu — breytinga sem orðið hafa á
sviði upplýsingatækni á undanförnum árum.
Önnur vísbending um breytta tíma er kannski
heiti þessa félagsskapar, Skýrslutæknifélag
íslands, langt nafn og ákaflega virðulegt, en
vekur einhvern veginn hugboð um annan tíma —
önnur vinnubrögð og aðra tækni en við búum nú
við.
Á örfáum árum hefur tölvutæknin valdið mikl-
um umskiptum í atvinnu— og viðskiptalífi okkar
og nú er svo komið að naumast er nokkurt þjón-
ustufyrirtæki eða skrifstofa starfandi, þar sem
ekki er tölva af einni eða annarri gerð. Því hefur
verið haldið fram að við íslendingar höfum tölvu-
væðst með svo skjótum hætti að við stöndum
mörgum nágrannaþjóðanna framar að þessu
leyti. Það er vissulega ánægjulegt og uppörv-
andi, ef rétt reynist. Tölvur auðvelda að sönnu
verk og flýta og geta komið í stað vinnuafls
fjölda fólks. Einhvern tíma hefðu menn sjálfsagt
harmað slíka tæknivæðingu, en víst er að Islend-
ingar gera það ekki, því einn höfuðvandi okkar
um þessar mundir og væntanlega einnig í nán-
ustu framtíð er skortur á vinnuafli. Við erum of
fámenn þjóð til að rísa undir öllu því sem nútíma-
þjóðfélag krefst. Þess vegna er tölvuvæðingin
sem himnasending fyrir okkur.
Ég hygg að því verði naumast mótmælt að
tölvuþróunina á íslandi er fyrst og framst að
rekja til framtaks og hugvits einstaklinga. Hér
hefur ríkisvaldið ekki haft forystu. Á vegum
ríkisins starfar að sjálfsögðu fjöldi skynsamra
manna sem fyrir löngu áttaði sig á því hvert þró-
unin stefndi á þessu sviði, en það virðist liggja
beinlínis í eðli ríkiskerfisins að eiga erfitt með að
Birgir ísieifur Gunnarsson, menntamálaráðherra.
taka frumkvæði og hafa forystu um nýjungar.
Það er tilraunastarfsemin sem sífellt er í gangi á
hinum frjálsa markaði sem er aflvaki framfar-
anna. Það er sérlega áhugavert að fylgjast með
áhuga og hugmyndaauðgi þeirra manna sem
stofnað hafa gróskumikil tölvufyrirtæki hér á
landi og farnir eru að gera sölu á hugbúnaði og
jafnvel vélbúnaði tölva að arðbærri útflutnings-
grein. Á sviði tölvufræðslu hafa einstaklingar og
fyrirtæki einnig átt frumkvæðið hér á landi, en
ekki má þó horfa fram hjá lofsverðu framtaki
ýmissa aðila í ríkisskólakerfinu. Nú eru loksins
að verða tímamót í tölvuvæðingu grunnskóla og
framhaldsskóla, og menntamálaráðuneytið
sjálft hefur nú tölvuvæðst. Á skrifstofu mína í
ráðuneytinu er komin tölva, sem getur komið
mér í samband við starfsfólk ráðuneytisins,
Skýrsluvélar ríkis og borgar, þjóðskrána og með
svolitlum aukabúnaði við gagna- eða upplýs-
ingabanka um víða veröld. Einhvern veginn er
það svo að tæki af þessu tagi vekur hjá manni
nokkra eftirvæntingu. Það er spennandi að sjá
hvernig tölvan leysir viðfangsefnin og það kem-
ur mér ekki á óvart, þótt margir verði beinlínis
TÚLVUMÖL////////////13