Tölvumál - 01.06.1988, Side 15
Sigurjón Pétursson:
Framtíðin er biört
Hvers vegna er framtíðin björt? Jú, framtíðin er
björt vegna þess að við búum í besta landi í heimi
og erum svo heppin að starfa á besta sviði sem
til er í íslensku atvinnulífi, nefnilega upplýsinga-
tæknisviðinu.
Ég fullyrði að við búum í besta landi í heimi.
Kemur þar geysilega margt til. í fáum orðum
sagt eigum við hér gott mannlíf, fallegt land,
gjöfular auðlindir og hreint loft.
Við sem störfum á sviði upplýsingatækninnar
störfum á besta sviði sem til er í íslensku
atvinnulífi. Geysilegir möguleikar eru fyrir hvern
og einn til að ná langt á sviði upplýsingatækninn-
ar. Það einkennir t.d. þetta svið að menntun er
alls ekki forsenda til að ná langt. Menn geta orð-
ið sérfræðingar og ráðið yfir þekkingu sem aðrir
hafa ekki á sviði upplýsingatækninnar með því
að kynna sér þætti sem aðrir hafa ekki kynnt
sér. Vegna hinnar öru þróunar á upplýsinga-
tæknisviðinu opnast möguieikar sem þessir
nánast daglega. Líkja má þessu ástandi við land-
nám Norður-Ameríku. Þar voru möguleikar
miklir, allir áttu tækifæri.
Breytingar- og byltingartímar eru tímar tæki-
færanna. Þá opnast nýjar leiðir, öll viðhorf
breytast og það sem var heilagt í fortíðinni er
það ekki lengur. Við lifum á tímum geysilegra
breytinga og tækni- og töivubyltingin er í
algleymingi. Sagt hefur verið að við eigum eftir
að upplifa jafnmiklar breytingar á næstu 20
árum eins og á síðustu 80 árum. Þetta eru stór
orð. Félagið okkar er 20 ára og á þeimtíma hefur
átt sér stað byiting á sviði upplýsingavinnslu á
íslandi. Það sem er merkilegt við þessa byltingu
er hversu hljóðlát hún hefur verið. Við höfum átt
því láni að fagna að eiga mikinn mannauð. Við
(slendingar erum mjög vel menntuð þjóð borið
saman við aðrar þjóðir og þess vegna hefur
íslensku vinnuafli gengið mjög vel að tileinka sér
hina nýju tækni. Viðhorf okkar (slendinga
almennt svo og afstaða verkalýðshreyfingar-
innar hafa einnig verið mjög jákvæð. Tölvan er
ekki aðeins orðin sjálfsagður hlutur inn á hverju
heimili heldur situr hún þar í hásæti. I þættinum
19:19 á annan í páskum sáum við í löngu viðtali
við forsetann okkar einmitt þetta tvennt. Það
Sigurjón Pétursson er aðstoðarframkvæmdarstjóri
SJÓVÁ HF. og jafnframt yfirmaður tölvudeildar fyrir-
tækisins. Hann var formaður Skýrslutækniféiagsins
1983—1987. Hann hefur íræðu og riti fjallað um notkun
tölva frá sjónarhóli notenda.
var verið að sýna húsakynni á Bessastöðum
eftir hinar miklu og smekklegu breytingar sem
framkvæmdar hafa verið þar og í merkilegasta
herberginu, Thomsenstofu sat Machintosh-
tölva forsetans í hásæti. Þar sem Grímur
Thomsen, Jónas Hallgrímsson, Fjölnismenn og
fleiri störfuðu hér áður, starfar nú Vigdís Finn-
bogadóttir við tölvuna sína og talar með sömu
reisn, hlýju og virðingu um hana eins og allt ann-
að á Bessastöðum.
Ég sagði áðan að við ættum eftir að sjá jafn
miklar breytingar á næstu 20 árum og á síðustu
80 árum. Ég trúi því að hin nýja öld sé rétt að
hefjast. Að við höfum aðeins rétt snert yfirborð
möguleika hinnar nýju tækni og framfara.
Við íslendingar erum að mörgu leiti mjög vel
búnir undir framtíðina. En til að standast öðrum
þjóðum snúning í samkeppni, verður við að
ieggja fram mikla vinnu og vera tilbúin að aðlaga
okkur að ótal breytingum.
Skýrslutæknifélagið hefur átt drjúgan þátt í
því að búa okkur undir þá framtíð sem bíður
okkar. Það voru framsýnir menn sem komu
saman fyrir 20 árum og stofnuðu félagið okkar
og við eigum þeim mikið að þakka.
TÚL VUMRL////////////15