Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Side 31

Tölvumál - 01.06.1988, Side 31
SigríðurR. Rsgrímsdóttir: Konur og tækni Ekki verður annað sagt en að fulit jafnrétti ríki á íslandi milli kynja, konur og karlar hafa jafnan lagalegan rétt, kosningarétt og kjörgengi, eignarétt og málfrelsi, ferðafrelsi og athafna- frelsi og frelsi til þess að velja sér nám og störf, velja sér maka og hafa forræði barna. Hvernig stendur þá á því að efni eins og konur og tækni skuli vera til umfjöllunar á ráðstefnu fremur en karlar og tækni? Þetta sýnir á skýran hátt að við lítum öðrum augum á hlutverk kvenna en karla í samfélaginu. Kynin búi við ójöfn viðhorf þrátt fyrir jafnan rétt. Þátttaka kvenna í tækni- störfum hefur fram til þessa verið afar lítil hvort sem átt er við tæknistörf sem krefjast iðnrétt- inda eða menntunar á háskólastigi. Svar við þeirri spurningu hvers vegna konur velji siður tæknistörf en karlar er að finna hjá konunum sjálfum. Við nánari athugum kem ég ekki auga á nokkur gild rök fyrir því að konur velji önnur störf en karlar eða breyti á annan hátt í lífinu en karlar nema eigin óskir þeirra, vilji og hæfileikar bjóði þeim það. Konur í tæknigreinum hér á landi hafa flestar komið til starfa síðustu tíu árin eða svo og hafa bæst í hópinn ein og ein á ári í hverri grein. Á ráðstefnunni Konur og tækni var greint frá skoðanakönnun meðal kvenna í verk- og tæknifræðingastétt. Flestar telja sig ánægðar í starfi og fást oft við áhugaverð verkefni en voru síður ánægðar með stjórnunarhætti, óvistlegt umhverfi og það að vera eina konan í samstarfs- hópnum. Aðeins B°/o félaga í verkfræðinga- félaginu nú eru konur en um 14% skráðra nemenda í verkfræðigreinum við Hl nú eru konur. Á næstu fjórum árum mun konum, verk- fræðingum á íslandi, fjölga um 50%. Ætla má að eftir 25 ár verði 14% íslenskra verkfræðinga konur en hlutfallslega mun fleiri í yngri árgöngunum. Nokkuð örari fjölgun kvenna mun væntanlega verða á meðal kerfis- og hugbúnaðarsérfræð- inga og mun hlutfallstalan verða mun hærri fyrir konur í þeim greinum þar sem um yngri starf- stéttir er að ræða. í Skýrslutæknifélagi íslands eru nú aðeins um 10% félagsmanna konur. I Sigríður Á. Ásgrímsdóttir er verkfræðingur. Hún er önnur konan sem lauk verkfræðinámi á íslandi. Sigríð- ur rekur fyrirtækið TÖLVULAUSN HF., en var áður forstöðumaður tölvudeildar RARIK. Sigríður var með- al framsögumanna á nýlegri ráðstefnu, sem bar sama heiti og eríndi hennar. námi í tölvunarfræði við HÍ eru konur nú 20% og í Tölvuskóla VÍ eru þær 54% nemenda. Allt bendir því til þess að á næstu árum verði nokkur hundruð konur komnar með sérfræðikunnáttu á sviði upplýsingatækni. Sú félagslega einangr- un sem konur í tæknigreinum hafa búið við verð- ur því úr sögunni og mun ekki valda því að konur fælist frá tæknistörfum af félagslegum ástæð- um. Til þess að reyna að svara því hvort sérfræði- störf á sviði upplýsingatækni muni geta fallið konum vel í geð er vert að gera grein fyrir því hvers eðlis þau störf eru sem unnin verða á sviði upplýsingatækninnar í framtíðinni? Ég hef flokk- ar störfin niður í átta aðalflokka: 1. Fumrannsóknir. 2. Hönnun og frumþróun. TÚL VUMÚL//////////// 31

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.