Tölvumál - 01.06.1988, Side 35
Þorbjörn Broddason:
FJölskyldan í upplýsingasamfélaginu
Fjölskyldufestið er jafngamalt mannlegu sam-
félagi og raunar eldra því óhætt er að fullyrða að
fjölskyldan sé forrnennskt fyrirbæri. Um árþús-
undir var fjölskyldan (og heimilið) meginvett-
vangur tilverunnar í öllum þjóðfélögum heims.
Hún var grunneining efnahagslífsins og þar fór
nánast öll verðmætasköpun fram. Þessi sann-
indi endurspegluðust í stjórnarfari og trúar-
brögðum og menningararfinum að öðru leyti,
m.a. í ríkri ættarhyggju. Safnarar, veiðimenn,
hirðingjar, bændur: Alls staðar var fjölskyldan
miðdepill starfsins og tilverunnar allrar.
Þannig gekk þetta fyrir sig árþúsundum sam-
an þar til iðnbyltingin skapaði skyndilega kring-
umstæður sem næstum urðu fjölskyldunni
ofviða. Iðnbyltingin hafði í för með sér nýja teg-
und verkaskiptingar og, sem mestu máli skiptir
í þessu sambandi, hún leiddi til þess að heimilið
hætti að vera vettvangur framleiðslunnar og
var þá brostin meginforsenda þess að þar væri
áfram miðstöð tilverunnar. Fjölskyldan, sem
hafði staðið af sér allar fyrri sviptingar sögunn-
ar, var nú ekki lengur samgróin efnahagslífi og
menningu en varð að hálfgerðum vandræðagrip
sem engin leið var þó að vera án.
Viðbrögðin við þessari þróun hafa að vonum
verið dálítið fálmkennd á köflum. Einn norrænn
vandamálasérfræðingur hefur t.d. komist að
þeirri meitluðu niðurstöðu að sundrungin sé hið
eðlilega ástand fjölskyldunnar. Þessi speki felur
að mínu mati í sér þversögn sem væri brosleg í
fáránleika sínum ef ekki væri á ferðinni stór-
alvarlegt mál.
Runnið hefur upp Ijós fyrir stjórnmálamönn-
um, bæði til vinstri og hægri, um kreppu fjöl-
skyldunnar. Þeir hafa hins vegar verið sein-
heppnir í lausnum sínum, hvorir á sinn hátt, því
að í báðum fylkingum hafa menn lent í gíslingu
sögulegra kringumstæðna. Þegar öll kurl eru
komin til grafar reynast stjórnmálamennirnir
oftar vera leiksoppar sögunnar en hreyfiafl
hennar. Með grófri einföldun má segja að hinir
hægrisinnuðu eigi í erfiðleikum með að horfast í
augu við að fjölskyldan og heimilið í hefðbundn-
Þorbjörn Broddason er prófessor við félagsvísinda-
deild Háskóla íslands. Hann hefur í ræðum og ritum
fjallað um áhrif tölvutækninnar á þjóðlífíð og sérstak-
lega á heimilin og hlutverk þess í framtíðinni. Hafa
kenningar Þorbjörns vakið athygli m. a. á Norðurlönd-
um.
um skilningi sé orðið að innantómri skurn í iðn-
ríkjum okkar daga. Með því að ríghalda í úrelta
fjölskylduímynd í einhvers konar nostalgískri
blindu stofna þeir framtíð fjölskyldunnar beinlín-
is í voða. Með jafnmikilli einföldun má segja að
vinstrimenn séu á góðri leið með að útrýma fjöl-
skyldunni í ákafa sínum við að létta af henni sem
flestum verkefnum; þeir átta sig ekki á því að
velferðin svokallaða ber í sér frækorn and-
hverfu sinnar.
Nú er önnur bylting dunin yfir, að margra mati
engu ómerkari en iðnbyltingin: Upplýsingabylt-
ingin; ég er þeirrar skoðunar að hún verði ekki
síður afdrifarík fyrir fjölskyldufestið og þar með
alla tilveru okkar en iðnbyltingin; rétt eins og
eftirköst hennar skóku undirstöður fjölskyld-
unnar mun fjöiskyldan og heimilið á ný leidd til
öndvegis á upplýsinga- og boðskiptaöld. Heimil-
ið verður á ný miðstöð tilverunnar.
TÚL VUMÚL//////////// 35