Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Síða 37

Tölvumál - 01.06.1988, Síða 37
Stefán Ingólfsson: „Ég á mérdraum" „Ég á mér draum." I þessari setningu endur- speglast óskir um bjartari framtíð þó að engin vissa sé fyrir því að næstu ár beri í skauti sér „betri tíð með blóm í haga." Hún á því vel við þeg- ar fjallað er um opinberar upplýsingar og hinn almenna borgara í landinu. Ég á mér draum um opið upplýsingaþjóðfélag. Að opinberir aðilar noti nútíma upplýsingatækni í þágu almennings í þessu landi. Tölvukerf i ríkisins eru í dag einkum notuð til að leggja á opinber gjöld og innheimta þau. Tölvu- kerfin miðast fyrst og fremst við þarfir stjórn- kerfisins sjálfs en veita almenningi lágmarks- þjónustu. Þrátt fyrir aukna tölvuvæðingu hafa snúningar okkar við að útvega vottorð og kvitt- anir til að skila á opinberar skrifstofur ekki minnkað. Ég á mér þann draum að upplýsingakerfum hins opinbera verði breytt: Að upplýsingar sem fólk þarf að skila á vottorðum eða öðrum skjöl- um verði teknar af samtengdum tölvuskrám: Vottorð um fjölskylduhagi, lífeyrissjóðsréttindi, opinber möt og veðbókarvottorð má fella niður og spara þúsund klukkustunda bið í afgreiðslu- sölum. Að stjórnkerfi ríkisins verði breytt og almenningur geti sótt mál sín í færri afgreiðslu- sali. Upplýsingar um hinn almenna borgara er víða að finna í opinberum tölvuskrám. Þær eru þó ekki dregnar saman og sendar honum til þess að hann geti sannreynt þær. Fólk á ekki kost á því að fá afhent afrit af upplýsingum sem um það eru skráðar í opinbera kerfinu. Ég á mér þann draum að opinber tölvukerfi verði hönnuð með það fyrir augum að hinn almenni borgari eigi greiðan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem um hann eru skráðar. Opinber upplýsingasöfn eru að óverulegu leiti tengd saman. Sömu upplýsingar er að finna í mörgum tölvuskrám. ( opinbera kerfinu er ekki tvíverknaður. UPPLÝSINGAR SEM SKIPTA MÁLI ERU OFTAST SKRÁÐAR Á FJÓRUM STÖÐUM. Hin opinberu skráningarkerfi fast- eigna eru dæmi um það. í landinu eru tvö óháð matskerfi sem reikna út svipaðar upplýsingar. Stefán Ingólfsson er verkfræðingur og ritstjóri TÖLVUMÁLA. Hann hefur fjallað um upplýsinga- vinnslu hins opinbera og hvatt til umræðu um hana. Stefán hefur ritað fjölda greina í TÖLVUMÁL og dag- blöð um tölvuvæðingu og upplýsingamál almennt. Hann hefur verið formaður DECUS og er í stjórn Skýrslutæknifélagsins. Fjórir aðilar halda fasteignaskrár. Til þess að sjá til þess að rétt sé skráð þarf að fara á marga staði með sömu upplýsingar. Ég á mér þann draum að tölvuvædd upplýs- ingatækni verði notuð til að einfalda opinbera skráningu og úrvinnslu upplýsinga. Að upplýs- ingum verði miðlað frá einni tölvuskrá til annarr- ar. Almenningur geti gengið að því vísu að þegar upplýsingar eru rétt skráðar á einum stað gildi það sama annars staðar. Að margvinnsla upp- lýsinga verði aflögð. Á þann hátt verði sparaðar hundruð milljóna af almannafé á ári. Opinbera stjórnkerfið er óhemju flókið. Mikil- vægir málaflokkar falla ósjaldan undir tvo eða fleiri aðila í kerfinu. Samræming þeirra strandar oft á togstreitu innan kerfisins. Með notkun tölvuvæddrar upplýsingatækni má einfalda boð- leiðir og skera upp kerfið. Undanfarin ár hefur miðstýring aukist í stjórnun, starfsmannahaldi, TÖL VUMfiL//////////// 37

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.