Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Síða 38

Tölvumál - 01.06.1988, Síða 38
áætlunargerð, ákvörðunartöku og fjármálum ríkisins. Tölvuvæðingin hefur gert þetta kleift. Ég á mér draum um einfaldara og skilvirkara opinbert stjómkerfi sem noti nýjustu upplýs- ingatækni og byggist á valddreifingu. í mikilvægum málaflokkum hafa verið teknar rangar ákvarðanir vegna skorts á upplýsingum og vöntunar á þekkingu. Á sumum málum höf- um við minni þekkingu í dag en fyrir fjórum ára- tugum. Ég á mér þann draum að þekkingu verði safn- að í tölvuvædda upplýsingabanka og úr þeim unnin þekking til að auðvelda ráðamönnum að taka réttar ákvarðanir í mikilvægum málum eins og efnahagsmálum og húsnæðismálum. Ráðamenn þessa lands hafa ósjaldan stungið undir stól upplýsingum eða hindrað birtingu þeirra. Embættismenn kerfisins hafa verið bundnir þagnarheiti með þekkingu sem varðar almannaheill ef það hefur hentað ráðamönnum. Sem dæmi má taka umræður um húsnæðismál á liðnu ári. Ég á mér draum um opið upplýsingaþjóðfélag undir stjórn framsýnna stjórnmálamanna sem ekki hræðast opinberar umræður. Að enginn embættismaður þurfi að leggja stöðu sína að veði til að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri. — Jafnvel þó þær séu ekki ráðamönn- um hagstæðar. 38//////////// TÚL VUMfiL

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.