Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Side 39

Tölvumál - 01.06.1988, Side 39
Heiðursfélagar Frá afhendingu heiðursskjala á 20 ára afmælishátíð Skýrslutæknifélagsins 6. apríl 1988. F. v. Páll Jensson, for- maður Skýrslutæknifélagsins, Bjarni P. Jónasson, Gunnlaugur G. Björnson, Klemens Tryggvason og Ottó A. Michelsen. Á tuttugu ára afmæli Skýrslutæknifélagsins voru eftirtaldir menn gerðir að heiðursfélögum, fyrir brautryðjendastörf í þágu félagsins og upp- lýsingatækni á íslandi. Páll Jensson, formaður Skýrslutæknifélagsins afhenti heiðurskjölin við hátíðlega athöfn á afmælishátíð félagsins, 6. apríl s.l. Bjarni P. Jónasson er fæddur árið 1920. Hann lauk verslunarskólaprófi árið 1938. Á stríðsár- unum stundaði Bjarni ýmis störf, en 1947 varð hann aðalbókari Olíufélagsins og 1952 skrif- stofustjóri bókhaldsdeildar SÍS. Árið 1960 varð hann fyrsti forstjóri SKÝRR og gegndi því starfi til ársins 1976, er hann tók við núverandi starfi, sem ráðgjafi stjórnar SKÝRR. I forstjóratíð Bjarna tóku SKÝRR stakka- skiptum frá því að vera 7 manna fyrirtæki með gagnavinnsluvélar, yfir í nútímalega tölvumið- stöð með meira en tífalt fleiri starfsmönnum. Bjarni var aðal hvatamaður þess að fá fyrstu tölvu SKÝRR árið 1964, ÍBM 1401 en hún hafði 4 kb vinnsluminni. Byggja þurfti sérstaklega útbúið húsnæði fyrir hana, fyrsta vélasalinn hér á landi. Hver ný kynslóð tölva rak aðra, IBM 360 og 370 og þegar Bjarni hætti sem forstjóri, ráku SKÝRR tölvu með 200-falt stærra vinnsluminni en þegar hann byrjaði. Bjarni hefur setið í svo- kallaðri Tölvunefnd frá upphafi, og á ýmsan ann- an hátt, en hér hefur verið nefnt, komið við sögu upplýsingatækninnar hér á landi. Hann er skák- maður góður. Hann varð skákmeistari Taflfé- TÚLVUMéL//////////// 39

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.