Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 40
lags Reykjavíkur 1944. Bjarni var einn af stofn-
endum Skýrslutæknifélagsins og formaður
orðanefndar fyrstu 10 árin. Til gamans má
nefna, að í fundargerð frá aðalfundi 1969 kemur
fram, að þegar Bjarni gerði grein fyrir fyrsta
ársverki nefndarinnar og lagði fram fyrsta
tölvuorðalistann, þá „taldi hann starfinu ekki
lokið og lagði til að nefndin héidi áfram störfum."
Gunnlaugur G. Björnson er fæddur árið 1912.
Hann varð stúdent frá MR 1931 og nam stærð-
fræði við háskólann í Berlín 1931—34. Gunnlaug-
ur vann fyrst hjá Landsbanka Islands 1935 —'42,
en réðst þá til Útvegsbankans og gegndi þar
m.a. stöðu deildarstjóra og skipulagsstjóra.
Árið 1981, þegar Gunnlaugur fór á eftirlaun
hjá Útvegsbankanum réðst hann til Reiknistofu
bankanna, til starfa við forritun og kerfissetn-
ingu.. Sennilega er það einsdæmi að sjötugur
maður ráðist í vinnu sem kerfisfræðingur og for-
ritari. Reyndar hafði Gunnlaugur þá lengi unnið
við forritun, allt frá því að hann skipulagði gang
gagnavinnsluvéla með þeirri tækni að klippa
tinda af sérstökum hjólum með naglaskærum.
Gunnlaugur er kunnur fyrir það hve fljótt og
auðveidlega hann hefur tileinkað sér nýja tækni
með sjálfnámi. Þessi hæfileiki virðist ekki hafa
minnkað við aldurinn. Fyrir 2—3 árum var hann
enn að vinna tæknileg afrek. Hann útbjó þá
lyklaborð og leturgerðir fyrir Macintosh-tölvur
og þýddi ýmis þekkt forrit, m.a. LOGO, Macw-
rite, Macpaint o.fl. Hann lét sér ekki nægja að
útbúa venjulegar leturgerðir fyrir makkann,
heldur bætti þar við rúnum, höfðaletri og
Hrappseyjarletri, sem mun vera fyrsta íslenska
prentletrið.
Gunnlaugur hefur gegnt fjölmörgum trúnað-
arstörfum. Hann hefur m.a. verið formaður
Sambands ísl. bankamanna, fyrsti formaður
samstarfsnefndar um Reiknistofu bankanna og
um skeið var hann formaður Verðlagsráðs sjá-
varútvegsins.
Gunnlaugur var einn af stofnfélögum Skýrslu-
tæknifélagsins og fyrsti endurskoðandi félags-
ins.
Klemens Tryggvason erfæddur árið 191 1. Hann
lauk hagfræðiprófi frá Hafnarháskóla árið 1940.
Klemens var forstöðumaður hagfræðideildar
Landsbanka íslands 1942—'51, er hann tók við
starfi hagstofustjóra, sem hann gegndi í 33 ár
eða til ársins 1984.
'40/I//I/IIHIITÚL VUMÓL
Á fyrstu árum sínum sem hagstofustjóri mót-
aði Klemens mikilvægustu skrá landsins,
þjóðskrána, og stjórnaði véltöku hennar. Ef
hægt er að tala um höfund skráar, þá er Kle-
mens höfundur þjóðskrár. Hann lét sér ávallt
annt um hana og var m.a. mjög gætinn hvað
varðaði aðgang að skránni. Klemens stjórnaði
einnig vélvæðingu ýmissa hagskýrslna, en þess
má geta hér að verslunarskýrslur Hagstofunn-
ar voru fyrsta verkefnið, sem unnið var í gagna-
vinnsluvélum hér á landi árið 1949.
Klemens var formaður stjórnar SKÝRR frá
stofnun þeirra 1952 til 1971 og gegndi þess
vegna mikilvægu hlutverki þegar tölvutæknin
hóf innreið sína hér á landi um miðjan sjöunda
áratuginn.
Klemens var einn af stofnendum Sl og fundar-
stjóri var hann á öllum aðalfundum félagsins
fyrstu 18 árin í sögu þess.
Ottó A. Michelsen er fæddur árið 1920. Hann
lærði viðgerðir á skrifstofuvélum í Þýskalandi og
Danmörku og útskrifaðist sem skrifvélavirki
árið 1946. Við heimkomu frá námi það ár stofn-
aði hann fyrirtækið Skrifstofuvélar. Árið 1950
tók hann að sér umboð fyrir IBM hérlendis. Þeg-
ar IBM á Islandi var stofnað árið 1967 varð Ottó
fyrsti forstjóri þess, og gegndi hann því starfi til
ársins 1982.
Brautryðjendastörf Ottós í þágu skrifstofu-
tækni og tölvuvæðingar hér á landi munu flest-
um kunn. Hann átti m.a. frumkvæði að því að fá
hingað til kynningar fyrstu tölvuna, IBM 1620,
árið 1963, en ári síðar var slík vél keypt fyrir
Háskólann. Hér verður ekki að fjölyrt frekar um
störf Ottós, en látin fljóta með stutt saga, sem
er dæmigerð um viðhorf Ottós til vinnu sinnar og
þá áherslu sem hann hefur ávallt lagt á góða
þjónustu:
Þegar Skrifstofuvélar voru til húsa á Lauga-
vegi 11 kom eitt sinn upp eldur. Ottó og starfs-
menn hans breiddu þegar segl yfir vélar og tæki
tii að hlífa þeim fyrir vatni og reyk. Þá hringir
síminn. Ottó skreið strax undir seglið og svar-
aði. Þar var stúlka hjá Útvegsbankanum að
biðja um viðgerðarmann. Ottó svarar: „Því mið-
ur stendur svolítið illa á hjá okkur í augnablikinu,
það er að brenna, en við komum strax og við
getum." Og viti menn: Viðgerðarmaður birtist í
Útvegsbankanum síðar um daginn.
Ottó hefur verið félagi í Skýrslutæknifélaginu
frá upphafi og hefur alla tíð verið velunnari
félagsins og sýnt því mikinn áhuga og tryggð.