Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Qupperneq 8

Tölvumál - 01.04.1991, Qupperneq 8
Apríl 1991 Vinnureglur f forritun Stefán Hrafnkelsson, tölvuverkfræðingur Inngangur Undanfarin ár hafa gluggakerfi rutt sér inn á hinn hefðbundna markað einkatölvunnar. Glugga- kerfi byggjast öll upp á stöðluðum notendaskilum (gluggum og fellivalmyndum), sem náð er með því að útvega forriturum öflugt þróunarumhverfi sem saman- stendur af miklum flölda undir- forrita auk annarra hjálparforrita til að einfalda og staðla slíka hluti. Gluggakerfi hafa haft það orð á sér að vera flókin og erfið, og algengt er að tal a um sex mán- aða aðlögunartíma fyrir nýja forritara. Þessi langi aðlögunar- tfmi stafar fyrst og fremst af þrennu. í fyrsta lagi krefst glugga- forritun breyttrar hugsunar vegna breyttrar högunar. í öðru lagi tekur það tfma að átta sig á öllu þvf sem gluggakerfi hafa upp á að bjóða fram yfir hefðbundin kerfi, og í þriðja lagi tekur tíma að temja sér notkun á öllum þeim undirforritum sem kerfið býður upp á. Breytt hugsun vegna breyttrar högunar er lfklega sá þáttur sem ræður mestu um langan aðlög- unartlma. Upplýsingar flæða milli forritaeininga á formi skilaboða, í stað hefðbund inna und irforrita- kalla. Þegar tillit er tekið til þess að þarna er um grundvallar- breytingar f forritun að ræða, hlýtur sú spuming að vakna hvort hin hefðbundna aðferðaffæði sem notuð hefur verið við hugbúnaðar- gerð uppfylli þær kröfur sem forritun f gluggakerfi krefst. Lfta má á tvær megin lfnur sem notaðar hafa verið við hugbúnað- argerð. Mótaða greiningu og hönnun annars vegar og frumsmíð hins vegar. Mótuð greining og hönnun byggja á öguðum vinnubrögðum, sem staðla aðferðafræði greiningar og hönnunar. Greiningarfasinn endar með greiningarskýrslu, sem lýsir fyrirhuguðu hugbúnaðar- kerfi óháð vélbúnaði. Hönnunar- Sumir telja að umstang og kostnaður sem fylgir mótaðri greiningu og hönnun beri kostina ofurliði fasinn endar með hönnunar- skýrslu, sem lýsir niðurbroti verksins í einingar, og lýsingu á hverri einingu. Kostir þessarar aðferðar eru ótvíræðir. Stöðluð- um aðferðum er beitt, og útkom- an er vel skilgreint kerfi áður en forritunhefst. Minnahefurverið rætt um ókosti aðferðarinnar, en frá sjónarhóli forritara eru þeir margir. í fyrsta lagi er verið að búa til skýrslur, sem verður að halda við alveg eins og forritum ef þær eiga að geraþað gagn sem þeim er ætlað. Staðreyndin er sú, vegna rangra vinnubragða, að þessu viðhaldi er ábótavant, og nýtast þessar skýrslur þvf ekki sem skyldi. í öðru lagi byggir þessi aðferð á því að kerfi sé greint og hannað frá grunni áður en forritun byrjar, en frumsmíð er í mörgum tilfellum heppileg til að geta sýnt væntanlegum not- endum uppbyggingu kerfisins snemma á þróunarferlinum. í þriðja lagi staðlar þessi aðferð ekki aðferðafræði í forrituninni sjálfri, en raunin er samt sú að forritin sjálf er sá hluti hugbún- aðargerðar sem viðhald mæðir mest á, og því mjög mikilvægt að staðla þann þátt. Frumsmfð, má kalla þá aðferð þegar minni áhersla er lögð á greiningu og hönnun, en þess í stað lögð áhersla á frumsmíð. Hún er mikið notuð í Bandarfkjun- um. Forsenda fyrir þessari aðferð er að hvert verkefni sé unnið af hópi forritara, sem fylgja verkinu meðan það lifir, sem er sjaldnast lengur en þrjú til fimm ár. For- svarsmenn þessarar aðferðar telja að umstang og kostnaður, sem fylgir mótaðri greiningu og hönn- un og viðhaldi á skýrslum tengd- um þessum aðferðum beri kostina ofurliði. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur þessi aðferð borið mikinn árangur við gerð pakkahugbún- aðar (dbasell, MS-Word). Ókostimir eru þó augljósir. Mikil Gluggakerfi hafa haft það orð á sér að vera flókin og erfið hætta er á að verkefni fari úr böndum og seinki mikið (MS- Windows, dBaselV). Erfitt er að hafa yfirsýn yfir verkið, viðhald er annmörkum háð og erfitt að losna við villur í kerfinu. Nær ómögulegt er að koma nýju fólki í verkið nema með mikilli fyrir- höfn. 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.