Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 11
Apríl 1995
Upplýsingakerfi fyrir sjófarendur
Eftir Steingrím Gunnarsson
Inngangur
Árið 1993 hófst samstarf milli
Vita- og hafnamálastofnunar og
Hugrúnar hf. um þróun á mæli- og
samskiptabúnaði sem yrði hluti af
upplýsingakerfi fyrir sjófarendur.
Kerfið byggir á tölvubúnaði í
höfnum sem safnar saman upplýs-
ingum frá mælistöðvum og öldu-
duflum. Fyrstu stöðvarnar voru
settar upp í byrjun árs 1994, síðan
hafa verið settar upp stöðvar í
nokkrum höfnum landsins. Einnig
hafa sjálfVirkar veðurstöðvar verið
settar upp í nokkrum vitum á
annesjum, í tengslum við verk-
efnið.
Það má segja að tilgangurinn
með verkefninu sé eftirfarandi:
- Að sjófarendur og hafnsögu-
menn fái sem gleggsta mynd af
veðri og sjólagi á hverjum stað.
- Að þróa og setja upp búnað
vegna undirstöðurannsókna
sem Vita- og hafnamálastofnun
stundar í þeim tilgangi að
tæknilegar forsendur mann-
virkjagerðar verði sem bestar.
I því sambandi eru gerðar mæl-
ingar á sjólagi, veðri, afstöðu
láðs og lagar svo og líkana-
tilraunir.
Ætlunin með kerfinu er einnig
að upplýsingar verði aðgengilegar
öðrum notendum, eins og Veður-
stofuimi og nýtist þeim sem best.
Hafnastöðvar
Grunneiningar í upplýsinga-
kerfmu eru hafnastöðvar sem sam-
anstanda af mælistöðvum, safn-
tölvu og aukabúnaði, eins og öldu-
duflsmóttakara og sjálívirkum sím-
svara með talgervli. Uppsetning á
mælibúnaði er nokkuð mismunandi
eftir aðstæðum á hverjum stað.
Mælistöðvarnar eru t.d festar á
ljósamastur á bryggju. Þær eru í
vatnsþéttum skáp sem í er íjölrása
mæli- og söfnunartæki ásamt
samskiptabúnaði. Stöðvarnar hafa
vararafgeymi þannig að þær geta
mælt og safnað gögnum þó að það
verði rafmagnslaust. Þar sem
rafmagns nýtur ekki við, t.d. á
annesjum, eru notaðar sólarsellur
og litlar vindrafstöðvar.
Mælistöðvarnar mæla á sek.
fresti, en 10 mín. meðaltöl eru
skráð í eigið gagnaminni. Gögnin
haldast í gagnaminni mæli-
stöðvanna í nokkrar vikur, en oftast
er lesið af þeim frá safntölvu á 10
mín. fresti. Milli mælistöðva og
safntölvu eru notaðar fastar síma-
línur, upphringilínur og í einstaka
tilfellum farsímar.
Við hönnun mælistöðvanna var
þess gætt að þær uppfylltu staðla
Veðurstofunnar varðandi val á
veðumemum, skráningaraðferðum
og uppsetningu á nemum. Helstu
mæliþættir eru flóðhæð og öldu-
hæð innan og utan hafnar, vind-
hraði og vindátt, lofthiti og loft-
þrýstingur ásamt sjávarhita og
seltu. I sumum stöðvum er einnig
Frh. á nœstu síðu.
Frh. af fyrri síðu.
setningu og reikna út aflaverðmæti.
PLC tölvur eru notaðar í sívax-
andi mæli til stýringar á hinum
ýmsu ferlum og erum við með þær
í eftirtöldum búnaði:
- rafalastýringu/vörn
- keyrslu frystikerfis
- keyrslu tog- og hjálparspila
- sjálfvirkni í frystitækjum
- rækjusuðupottum
- böðunarkörum fyrir rækju
- snyrti- og samvalslínu
- háþrýstiþvottatæki
- stýrisvél og skilvindum.
Af framansögðu má sjá að
tölvunotkun um borð í einu skipi
er talsverð og hefur mikið breyst í
þeim efnum síðan ég lauk námi í
Vélskólanum 1984. Þá var ejna
tölvufræðslan fólgin í því að við
máttum fikta í nokkrum Apple
tölvum sem skólinn hafði nýverið
eignast. Ekki held ég að kennarinn
hafi verið mikið betur að sér en
nemendurnir í þeim fræðum og
útkoman var eftir því. Þetta hefur
nú breyst mikið til batnaðar hin
seinni ár skilst mér og er það vel.
Víðir Ólafsson er vél-
stjóri á Guðbjörgu IS.
Tölvumál - 11