Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 22
Apríl 1995 sér síðan hugbúnaðurinn sjálfur um að vinna úr þeim gögnum sem berast á hinum ólíku stigum fram- leiðslunnar. Framleiðslustýring og framlegðarspár Við framleiðslu í vinnslustöð verða til ákveðin gögn í Útvegs- bankanum sem sýna m.a. afköst og nýtingu í hverri vinnsluleið. Þessar rauntölur má styðjast við þegar vinnsluleið er valin hverju sinni. Þannig getur framleiðslustjóri séð hvaða vinnsluleiðir skila mestum arði miðað við tiltækt hráefni og mannskap. Þetta er gert með því að láta Útvegsbankann spá um framlegð, nýtingu og afköst í hverri vinnsluleið í hverju því hráefni sem er tiltækt eða áformað er að kaupa. Þetta skýrist best með dæmi: Setjum svo að verið sé að vinna afurðir úr þorski. Þá má kalla fram allar vinnsluleiðir í því hráefni upp á skjáinn. Útvegsbankinn sýnir á augabragði hvaða vinnsluleiðir skila mestum hagnaði, hvar best nýting verður og hvar afköst starfs- manna reynast mest. Allar þessar tölur byggja á raunhreyfingum í framleiðslu hússins. Framleiðslustjórinn getur jafn- framt skoðað hvernig framlegð gæti aukist með því að slá inn hækkun á nýtingartölum eða með því að hnika til afköstum. Auk framlegðarspárinnar er hægt að gera áætlanir um hráefnis- kaup þar sem gengið er út frá mis- munandi verði og rauntölum í framleiðslu. Ef vinnslustöð hyggst þannig kaupa hráefni til að nýta tiltækan mannafla og vélar má slá inn hugsanlegt hráefnisverð til að kanna hversu langt megi ganga í tilboðum á markaði þannig að framleiðslan skili arði. Útvegsbankinn nýtir þá inn- sláttinn og eigin gögn til að gefa upplýsingar um hvaða hráefnis- verð vinnslan þolir til að skila hagnaði og hvaða framleiðsluleið er líklegust til að bera árangur. Helstu notendur kerfísins eru Þormóður rammi, Sigurður Agústsson hf., Fiskverkun Soff- aníasar Cecilssonar, Sæfang hf., Gná hf, Ósvör hf., Frosti hf. og Hraðfrystihús Eskiijarðar. Öruggur rekjanleiki í Útvegsbankanum má rekja alla þætti framleiðslunnar til upp- runans eftir að vara er komin frá húsi á markað. Þetta er gert með strikamerkjum sem geta birt upp- lýsingar um aflann frá því hann berst á land þar til hann fer á mark- að sem afurð. Þetta ferli má skýra með dæmi: Þegar fiskiskip heldur á veiðar fær veiðiferðin ákveðið númer. Númer veiðiferðarinnar fylgir hrá- efninu til framleiðslunnar. Þegar afli berst á land er hitastig hans lesið sjálfkrafa inn í Útvegsbank- ann. Síðan er aflanum ráðstafað á hi'áefnislager. Hitastig þar er lesið jafnframt því sem fylgst er með geymslutíma. í framhaldinu er hrá- efninu ráðstafað til framleiðslu og má ráða í allt framleiðsluferlið af strikamerkjum á umbúðum þegar afurðin er komin í pakkningar. Ef eitthvað reynist athugavert við framleiðsluna þegar hún er komin á markað er hægt að rekja ferlið til baka. Þannig má sjá frá hvaða vinnsluhúsi fiskurinn kemur, hvert hitastigið var í fiskinum þegar hann barst á land, hversu langt var liðið frá því að fiskurinn var veiddur þar til hann var unninn, af hvaða skipi fiskurinn var veidd- ur, með hvaða veiðarfærum og jafnvel á hvaða miðum. Gæðamál í öndvegi Mikil bylting hefur orðið í gæðamálum íslenskra fiskverkenda á undanfömum misserum. Stjóm- endur og starfsmenn horfa æ meir til gæðastjórnunar í þeim tilgangi að auka verðmæti afurða. Á sama tíma hefur ytra umhverfi þrýst æ fastar á upptöku staðlaðra gæða- skráninga. Greinin er því smám saman að taka upp aðferðir sam- kvæmt stöðluðum gæðakerfum. Strengur er nú að ljúka hönnun á gæðahluta Útvegsbankans en til þess verks hlaut fyrirtækið styrk frá Rannsóknarráði ríkisins. Strengur hf. varð þannig fyrst hug- búnaðarhúsa innan Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja til að hljóta styrk úr sjóði Rann- sóknarráðsins. Frá því í fyrrasumar hafa 5 menn unnið að gerð kerfisins hjá Streng hf. en það er hannað í sam- vinnu við Krossvík hf. á Akranesi. Fyrstu kerfishlutarnir eru nú þegar 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.