Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 28
Apríl 1995 SH um tölvutengingar. Slík verka- skipting er aðeins möguleg með víðtæku samskiptaneti og stuðlar að því að gera fyrirtækið hæfara í íjölþjóðlegu samstarfi. Tölvupóstnotkun innan SH er mjög mikil og víðtæk og festi sig í sessi þegar fyrirtækin erlendis komust í slíkt samband við fyrir- tækið og er tölvupósturinn ómiss- andi tæki í samskiptum og eykur framleiðni hjá öllum þeim sem taka hann í notkun. Tölvupóstur er mikilvægt hjálpartæki hjá fyrir- tækjum sem eru í íjölþjóðlegu sam- starfi og tímamunur á milli sam- starfsaðila er mikill eins og hjá SH, getur verið frá 2 til 9 tímum. Nýjasta útfærslan í notkun tölvu- póstsins innan SH eru sendingar til og frá frystitogurum og skiptir ekki máli hvar þeir eru staddir því tölvupósturinn er sendur með aðstoð frá Inmarsat kerfinu. Aðalkerfi SH er Fjölnir sem hefúr verið aðlagaður umhverfi SH og ennfremur eru minni útgáfur af kerfinu hjá söluskrifstofum erl- endis, þannig að allir sem vinna að sölumálum nota sama kerfið en það styrkir samskiptin í sölukerf- inu og tryggir að allir hafa aðgang að sömu upplýsingum. Nær allir hlutar Fjölnis eru notaðir hjá SH og hafa þeir verið aðlagaðir starf- semi þess verulega. Fjölnir er keyrður á öðrum netþjóninum. SH kaupir og selur aðildarfélög n sínum umbúðir og rekstararvönir og til að halda utan um þessi við- skipti eru notaðir hlutar úr Alvís- kerfinu frá Kerfí hf. og er þetta kerfi rekið á AS/400 tölvunni. Öll samskipti á milli Fjölnis kerfísins hér heima og erlendis eru um tölvupóstkerfið á sjálfvirkan hátt en þannig er gögnum miðlað á milli kerfanna í ólíkum löndum. Tíðni sendinga er breytileg allt frá vikulega til þess að senda upp- lýsingar strax og þær verða til. Þetta er gert með aðstoð eiginleika í tölvupóstkerfínu og ekki síst stýrikerfísins sem er notað en það er OS/2. Þetta stýrikerfi hefur verið notað til að leysa mörg og flókin verkefni hjá SH svo sem eins og í samskiptum. Á sömu tölvunni er verið að keyra mörg verkefni sam- hliða sem sýnir íjölhæfni stýri- kerfisins. Tölvupóstkerfið er cc:Mail frá Lotus. Samskiptin við söluskrifstofur eru um búnað frá Eicon Technol- ogy, en framleiðendur að hugbún- aði tölvupóstkerfisins ganga út frá að hægt sé nota m. a. samskipta- búnað frá þeim. Ennfremur er notaður hugbúnaður sem nýtir sér þessi samskipti þannig að hægt er að skrá sig inn á netkeífið erlendis og taka yfir útstöðvar á netinu þar og stýra þeim frá Islandi og það skiptir ekki máli hvort viðkomandi útstöð notar DOS/Windows eða OS/2 stýrikerfi. Þetta er mjög þægilegt ef einhver vandamál koma upp sem þarfnast tafar- lausrar úrlausnar. Öll forritin sem notuð eru í þessu sambandi keyra undir OS/2. Framleiðendur sem selja afurðir sínar í gegnum SH geta sótt bæði sértækar og almennar upp- lýsingar beint í Hafsjó sem er upp- lýsingakerfi sem rekið er af Streng hf. I Hafsjó geta aðilar nálgast framleiðslu- og markaðsupp- lýsingar, viðmiðunarverð á fram- leiðsluvörum og margt fleira. Til að koma upplýsingum á milli Hafsjávar og SH er notuð sama hugmyndin og í samskiptum við söluskrifstofur erlendis en hún er frábrugðin að því leytinu að notuð er SQL-tenging við Fjölni sem flytur gögn til og frá Informix gagnagrunni Hafsjávar. SH hefur haft frumkvæði að því að innleiða samræmda strika- merkingu á ytri umbúðum sam- kvæmt stöðlum í íslenskum sjávar- útvegi og er notaður EAN-128 til þessa. Strikamerkið gerir öllum kleift sem sýsla með vöruna, að skrá hana auðveldlega og allur rekjanleiki vöru verður mun þægi- legri. Þegar vara er flutt út frá framleiðanda er hún lesin inn í flutningakerfi farmflytjanda sem síðan sendir skráninguna til SH. Þar eru útbúnir reikningar og skjöl samkvæmt strikamerkjalestri. Hagræðið af strikamerkinu er ótvírætt fyrir framleiðendur innan SH því einskráningin hefur leitt til þess að hlutirnir ganga hraðar fyrir sig og eru fyrr tilbúnir sem þýðir að þeir sem eru í svokallaðri greiðsluflýtingu, fá vöru greidda viku eftir að varan fer frá landinu. Allir hlutir gerast mun hraðar nú, ferðir farmflytjenda eru tíðari og sendingar eru smærri en fleiri til viðskiptavina sem krefst þess að fyrirtækið verður að ráða yfir öfl- ugum og sveigjanlegum tölvusam- skiptum. Strikamerkjavæðingin hefur leitt af sér aukagetu sem er útgáfa kassamiða sem er merking á ytri kassa. Framleiðendur sækja sér skrá í Hafsjó þegar þá vantar lýs- ingu á nýjum miða og prenta eftir þörfum í stað þess að liggja með margar gerðir af merkimiðum á lager. Nokkrir framleiðendur gefa upp framleiðslu sína til SH í gegn- um Hafsjó og er þá skrá sem fram- leiðslu- og birgðakerfi fram- leiðenda skilar af sér, lesin sjálf- virkt inn í Hafsjó og síðan sótt um SQL-tenginguna hjá SH. í gögn- unum er m.a. númer tilbúins brettis sem er í strikamerkinu en þetta númer er síðan hægt að nota til að fylgjast með afdrifum vörunnar, svo sem hvenær varan er flutt út, hvenær hún er greidd og hver keypti hana. Framleiðendur munu síðan fá þessar upplýsingar til baka og geta þá lesið þær inn í kerfin sín til frekari notkunar. í þessum pistli hef ég leitast við að varpa nokkru ljósi á hvernig Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna nýtir sér upplýsingatæknina og tölvusamskipti við útflutning og sölu sjávarafurða í hinum síminnk- andi heimi. Sigurður Ingi Margeirs- son er deildarstjóri tölvuþjónustu SH. 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.