Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 34
Apríl 1995
Tölvusvið Fiskistofu
Eftir Auðun Sæmundsson
Inngangur
Fiskistofa var stofnuð 1. sept-
ember 1992 og er því rúmlega
tveggja ára. Fiskistofa annast dag-
lega framkvæmd laga um stjórnun
fiskveiða og eftirlit með fiskveið-
um. Einnig hefur Fiskistofa með
höndum eftirlit með framleiðslu og
meðferð sjávarafurða. Fiskistofa
annast söfnun, skráningu og úr-
vinnslu upplýsinga á sviði sjávar-
útvegsmála er varða stjórnsýslu á
sjávarútvegssviðinu.
Tölvudeild Fiskistofu þjónar
þremur stofnunum sem eru sjávar-
útvegsráðuneytið, Hafrannsókna-
stofnunin og Fiskistofa. Starfs-
menn þessara stofnana eru um 200,
þar af starfa um 60 hjá Fiskistofu.
Tölvudeild Fiskistofu á sér þó
lengri sögu því hún var áður starf-
rækt hjá Hafrannsóknastofnuninni.
Þar hefur tölvutæknin verið nýtt í
tugi ára t.d. vann höfundur þess-
arar greinar við verkefni fyrir
stofnunina árið 1973, þá sem
starfsmaður Skýrr. Síðan fékk
stofnunin sínar eigin tölvur. Fyrst
var um að ræða PDP með RTll
og RSX stýrikerfmu en fljótlega
var Venix stýrikerfið sett á þær.
Um 1983 komu DEC Professional
vélar og var Venix einnig keyrt á
þeim. HP/9000 vélar frá HP komu
1986 og voru þær með HPUX
stýrikerfið. Fyrstu SUN vélamar
(Sun 3/50) komu 1987-1988. Enn
fremur rak sjávarútvegsráðuneytið
umfangsmikla tölvustarfsemi áður
en Fiskistofa var stofnuð og tók við
umsjón með kvótakerfmu og þar
með þeim tölvumálum sem tengjast
því verkefni.
Fiskistofa hefur samvinnu við
ýmsar stofnanir t.d. Landhelgis-
gæslu og Siglingamálastofnun og
á tölvusviðinu hefur stofnunin
samvinnu við Tölvuþjónustu
sveitarfélaga varðandi skráningu
og söfnun upplýsinga um landaðan
afla gegnum tölvukerfið Lóðs.
Ymis fýrirtæki og stofnanir eru
tengdar tölvukerfí Fiskistofu til
þess að þau geti fylgst sem nánast
með kvótastöðu fiskiskipa og afla
sem berst á land. Hér má nefna
fískvinnslufyrirtæki, fiskmarkaði,
hafnir, Fiskifélag Islands, dagblöð
og tímarit, hagsmunasamtök o.fl.
Menn geta bæði tengst með X.25
og Intemeti.
Mynd 1 lýsir hvaðan gögn
berast Fiskistofu til söfnunar og
úrvinnslu.
Á tölvusviði starfa nú 9 manns.
Sviðinu er skipt í 3 deildir þ.e. hug-
búnaðardeild, kerfísdeild ogþjón-
ustudeild.
Hugbúnaðardeild hefur umsjón
með nýsmíði og viðhaldi á hugbún-
aði, gerir t.d. innsláttarforrit fyrir
ýmsar mælingar á vegum Hafrann-
sóknastofnunarinnar, viðheldur
kvótabókhaldskerfi og gerir ýmis
forrit vegna úrvinnslu gagna og út-
býr lista og skýrslur úr kvótabók-
haldi.
Kerfisdeild sér um uppsetningu
og hefur urnsjón með netlögnum,
netbúnaði og hugbúnaði fyrir
vinnustöðvar og miðlara. Einnig
sér deildin um uppsetningu vélbún-
aðar og samskipti við tæknideildir
Frh. afbls. 32.
ingar fyrir tímaskráningu og 250
tímaskráningarstöðvar.
Öll kerfin eru þjónustuð frá
skrifstofu Marel í Reykjavík í
gegnum mótalda tengingar. Á þann
hátt má uppfæra hugbúnað, að-
stoða notendur og laga ýmis vanda-
mál á einfaldan hátt. Þar sem flest
tækin eru skjátæki, einskonar
heimskir skjáir, má jafnvel “skipta”
um hugbúnað í vogum og skrán-
ingarstöðvum í gegnum móaldið í
stað þess að senda EPROM heims-
homa á milli.
Hugbúnaður og vélbúnaður
hefur verið í sífelldri þróun frá því
að verkefnið hófst í árslok 1991.
Þessa dagana er verið að skoða
verkfæri til að mæta kröfum not-
enda um myndrænt viðmót. Einnig
er verið að vinna í endurhönnun á
gæðaskráningarhluta kerfísins en
gæðamál eru ofarlega á baugi í
fiskvinnslu um þessar mundir.
Þó svo að Marel sé líklega í
hugum flestra tengt vogum og
tækjabúnaði, er hugbúnaður síst
minni þáttur í framleiðsluvörum
fyrirtækisins, en vélbúnaðurinn. í
vogum, tækjum og kerfum Marel
er það samspil öflugs rafeinda-
búnaðar við sérhæfðan hugbúnað
og gangöruggan vélbúnað, sem
gerir þennan búnað að eftirsóknar-
verðri vöru um allan heim.
Sigurpáll Jónsson er
deildarstjóri tækni-
deildar Marel
34 - Tölvumál