Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 45

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 45
Apríl 1995 UAH210 Óráðstafað hráefni Haraldur Böðvarsson hf. Alvis Hús : 012 Haraldur Böðvarson hf. Fisk: KAR + Karfi 14=Ráðstafa 15=Leiðrétta 24=Ráðstafa saman Uppruni Veiðidag S G Mf Ein Móttekið Meðalþ. Kiló Ráðstafað HARAL 95006 22.02.95 OS KAS 27.02.95 0, 656 59.484,00 24.191,00 stór 58,84 % 0, 994 34.998,00 14.233,00 milli 14,90 % 0,579 8.861,00 3.603,00 u 500 gr. 26,27 % 0,400 15.625,00 6.354,00 Samtals: 0, 656 59.484,00 24.191,00 LOK F3=Ljúka F4=Kvaðning F5=Endurstilla F10=Þrepun Fll=Prenta F12=Rjúfa F13=Endurtaka F17=Val F18=Útlit F24=F-lyklar í því að framleiða kassamiða jöfn- um höndum, frekar en að þurfa að hafa á lager nægjanlegt magn af þeim fjölda afurða sem mögulegt er að framleiða, en þær skipta hundruðum. Kassamiðaprentun er ekki komin í fullan gang hjá HB, en hún notar í dag sameiginlegan prentara með gerð brettamiða. Þegar vara er skráð í tæki, er reiknað út hve mikill fjöldi kassa af hverri afurð er þar til staðar og er síðan prentaður sá íjöldi kassa- miða sem þarf á ytri umbúðir fyrir innihald tækisins. Hægt er að hafa sjálfvirka tímastillingu á því hve- nær miðarnir prentast út eða panta þá þegar starfsmönnum hentar. Eftir að varan hefur verið sett á bretti, skrá starfsmenn í tækjun- um það magn sem um ræðir. Tengt skjánum er miðaprentari frá Inter- mec, sem prentar brettamiða með strikamerki, sem fara á allar hliðar brettisins. Þau númer sem brettin fá eru lykilatriði í öllu birgðahaldi. Þessi númer eru notuð alfarið í gegnum allt vörukerfi Sölumið- stöðvarinnar, og í gegnum þau næstrekjanleiki afurðanna til allra þátta í framleiðslunni. Hver eining fær þannig fast ákveðið númer og er því mjög auðvelt að halda utan um allar hreyfingar brettisins. Þegar bretti er afskipað, er númer þess skráð eða að notuð er handtölva til þess að lesa strika- merki þeirra bretta sem send eru frá fyrirtækinu. Síðan er lesið úr handtölvunni inn í birgðakerfíð og þannig færist sjálfkrafa upplýs- ingar um það hvaða bretti eru að fara í tiltekna afgreiðslu. Eftir að varan kemur í hendur Eimskip, eða Jökla, skrá þeir þessi númer einnig og þamiig er hægt í gegnum þeirra upplýsingakerfi að fá vitneskju um það hvar brettin eru stödd í flutn- ingsferlinum. Þegar afreikningur berst frá Sölumiðstöðinni kemur fram hvaða bretti er verið að afreikna, ásamt því að þessar upplýsingar er hægt að lesa frá Hafsjó, og þannig gera sjálfvirkt upp afreikningana. Eftir að framleiðsla hefur verið skráð á hverjum vinnsludegi, býr birgða- kerfíð til framleiðsluskeyti sem sent er til Sölumiðstöðvarinnar í gegnum Hafsjó. Þaðan er einnig lesin verðskrá SH og hún uppfærð sjálfvirkt í tölvukerfinu.Eftir að skráning á brettum, og merking þeirra, var tekin upp er Ijóst að birgðahald er allt öruggara og það hefúr sýnt sig aftur og aftur, að það sem tölvan sýnir að til sé á lager, stemmir í öllum tilvikum. Gæðaeftirlit Þegar afurðir eru skoðaðar eru niðurstöður skráðar jöfnum hönd- um í gæðakerfið. Þýska fyrirtækið Nordsee hefur viðurkennt gæða- eftirlit Haraldar Böðvarssonar og notar niðurstöður þess sem hluta af sínu. Þegar afurðum er afskipað til þeirra, eru skrifaðar út gæða- skýrslur þeirra framleiðslulota sem afurðirnar koma frá. Þetta á sér stað þannig að eftir að bretti hafa verið skráð í afskipun, eru fundnar sjálfvirkt þær framleiðslulotur sem þau tilheyra og viðeigandi upp- lýsingar skráðar út með þýskum texta. Þetta er dæmi um virkan rekjanleika afurða. Gæðaeftirlitskerfið mun verða notað til þess að skrá niður allar niðurstöður gæðaskoðanna, hvort sem um er að ræða hráefniseftirlit, afurðaeftirlit, vinnslueftirlit og/eða hollustu- og búnaðarskoðun. Einn- ig er gæðaeftirlitið notað til skrán- ingar á niðurstöðum efnagreininga sem unnar eru á rannsóknarstofu fiskimjölsverksmiðjunnar. Til skamms tíma hefur ein- göngu verið um að ræða skráningu afurðaeftirlits, en á næstu mán- uðum verður tölvuvæðingu annars eftirlits komið á. Fiskimjölsverksmiðja Tölvukerfið er ekki bara ein- göngu notað fyrir frystihús Har- aldar Böðvarssonar, heldur tekur það til allra þátta þess. í fiskimjöls- verksmiðjunni á sér stað skráning á framleiðslu með mjög áhuga- verðri miðlara-biðlara lausn. Mest af því fiskimjöli sem þeir framleiða er sett í stórsekki og felur skráningarlausnin það í sér að merkja hvern og einn þeirra með strikamerktu spjaldi. í mjölhúsi verksmiðjunnar er Pólsvog sem notuð er til að vigta sekkina. Við þessa vog hefur verið tengd skrán- ingarstöð frá Intermec, sem einnig tengist strikamiðaprentara. Við skráningu á framleiðslu, sem felur m.a. í sér staðfestingu á afurð og vakt, er þunginn á sekknum lesinn sjálfvirkt frá voginni og strika- spjaldið búið til. Spjaldinu er síðan rennt í gegnum lesara á skráningar- Tölvumál - 45

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.