Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 12
Apríl 1995 . Mællgöan eru send tll Veöurstofu íslands og,Vlta-og hafrtqmála- skrifstofunnar um símakerflö | HORNAFJORÐUR •ao vio Miwr. .■....•••■ [' I i Safnstoö hjá hafnarvog. Q Talgervlll Fastlfnusamband 5 ,;?][ , t” .. .,. • - ‘ . .;:i' . fc Mælistöö 'y .Sjávárskynjarar- ISr - ÍpSHpBn° ’ ; ' L ,w*> Öldudufl N» • Mynd 1 Mœlikerfi á Höfn í Hornafirði ákveðin mörk. Nú geta sjófarendur fengið nákvæmar upplýsingar um veður og sjólag við ósinn með því að hringja í talgervilinn. Sjómenn hafa nýtt sér þessar upplýsingar og íýrstu 6 mánuðina voru símtölin um 250 á viku. Annað dæmi um notkun talgervilsins er á Grundar- tangahöfn. Þar er ekki samfelld hafnsöguvakt, en hins vegar er þar hafnastöð og tveggja línu talgervill (á íslensku og ensku) með veður- upplýsingum sem uppfærðar eru á 10 mín. fresti. Tenging stöðva Við hönnun kerfisins var lagt út frá því að hafnastöðvar gætu hringt í aðrar hafnastöðvar og sótt þaðan gögn. Kerfið er því ómið- lægt í þeim skilningi að hægt er að skilgreina hvaða stöð sem er sem upphringistöð hjá öðrum stöðvum. Sem dæmi um slíka uppsetn- ingu má nefna hafnarkerfið í Grindavík. Þar geta hafnsögu- menn fylgst með veðri frá kerfinu í Þor- lákshöfn, auk þess sem upp- lýsingar um ölduhæð frá öldudufli út af Garðskaga fást í gegnum mót- takara í Sand- gerði. I Þor- lákshöfn eru svo aftur sótt gögn frá Grindavík auk ölduhæðar frá dufli við Vest- mannaeyjar. Ýmsir aðil- ar eru tengdir við upplýsinga- kerfíð og sækja reglulega gögn þaðan; - Stöðvadeild Veðurstofunnar hringir sjálfkrafa á klukkutíma fresti í stöðvarnar á annesjum og í hluta af hafnastöðvunum. - Vita- og hafnamálstofnun safnar upplýsingum um öldu- hæð og sjólag í kringum landið. - Sjómælingaríslandshafabein- tengingu við mælistöð í Reykjavíkurhöfn. Flóðhæðar- mælingar í Reykjavíkurhöfn eru grunnur að sjávarfallatöflu, sem Sjómælingar gefa út árlega. Annað sam- bærilegtveður- athugunarkerfi, sem Hugrún hf. er aðili að, er rekið af vega- eftirliti Vega- gerðarinnar. Vegagerðin hefur fram að þessu látið setja upp eigin mæli- stöðvar við þjóðvegi víðs vegar um land, en það kerfi hefur einnig aðgang að nokkrum stöðvum í hafnakerfmu. Margir möguleikar eru á samnýtingu veðurstöðva sem reknar eru af hinum ýmsu aðilum. Margvísleg verkefni Margir rannsókaraðilar nota gögn frá mælistöðvunum. Jarð- eðlisfræðideild RHÍ og Vita- og hafnamálstofnun hafa samvinnu um langtímamælingar á sjávar- borði og landrisi. í tengslum við það verkefni hafa verið settar upp mælistöðvar með sérstökum kvörðunarbúnaði umhverfis landið, sumar hverjar við afar erfiðar aðstæður. Sumar hafna- stöðvanna hafa einnig slíkan kvörðunarbúnað. Tilgangurinn með því verkefni er að fá nákvæmt mat á meðalsjávarhæð, en vegna breytinga á afstöðu tungls og jarðar er venjulega miðað við a.m.k. 19 ára samfelldar mælingar. Annað verkefni í tengslum við mælikerfið er athugun á öldugangi í höfnum. Þá er mælt samfellt á hverri sekúndu með þrýstinemum og upplýsingar sendar jafnóðum frá mælistöð til tölvu, til úrvinnslu. Hægt er að tengja nokkra þrýsti- nema við hverja mælistöð. Nem- arnir eru ýmist festir við bryggju eða sökkt niður á sjávarbotn, innan eða utan hafnar. í úrvinnslunni eru merkin tíðnigreind, leiðrétt og síuð og þannig fæst mat á öldugangi og Mynd 2 Blokkmynd af mælikerfi 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.