Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 10
Apríl 1995 Tölvuvinnsla í frystitogara Eftir Víði Ólafsson Haustið 1994 kom ný Guðbjörg til ísafjarðar. Þar um borð má fmna flest það sem þekkist í dag í sam- bandi við tölvunotkun til sjós. Við erum með þrjár megingerðir af tölvum þ.e. PC vélar, Macintosh og PLC stýritölvur. Notkunin á þessum vélum er mjög mismunandi allt frá ritvinnslu til keyrslu á aðvörunarkerfum eða siglingafræði. Ef við byrjum á vélarrúminu þá erum við með eina Power Mac vél sem við notum aðallegatil keyrslu á viðhalds- og lagerforritinu MSS VerkVaki frá Fjarhönnun hf. Þar höfúm við yfirsýn yfír allt reglulegt viðhald og eftirlit ásamt því að gera pantanir og halda utan um vara- hlutalager skipsins. Sambærilegt kerfí var í gömlu Guðbjörginni frá 1989 og gaf mjög góða raun. Einnig höfum við eina PC vél en hún er notuð til þriggja hluta. Aðalverkefni fyrir hana er að vera einskonar eftirlitsstöð á aðvörunar- kerfið fyrir skipið. Aðvörunar- kerfíð er af gerðinni Lyngsö Ma- rine og er danskt. Það er tölvustýrt og er keyrt á sérstakri tölvu sem er innbyggð í kerfíð. Við höfum síðan samband við kerfíð um 5 panela í brú, vél, borðsal og vélstjóra- klefum. PC tölvan er í vaktklefan- um og með henni er hægt að kvitta fyrir aðvörunum, skoða aðvaranir aftur í tímann, skoða súlurit yfír afgashita aðalvélar og ýmislegt fleira. Með henni má einnig ná í upp- lýsingar um hitastig í frystilest. Þeim upplýsingum er safnað inn á svokallaðann "data logger" og geymir hann aflestur af 6 hita- mælum á klukkutíma fresti í 30 daga. Með því að tengja loggerinn inn á tölvuna getum við náð í þennan aflestur og látið hana birta hann t.d. í grafí eða sem Excel skrá. Að lokum erum við með forrit inni á henni sem kallast Dicare. Með því er fylgst með ástandi aðal- vélarinnar. Aðvörunarkerfið er notað til að keyra nánast öll gildi sem hægt er að mæla á vélinni inn í dicare forritið og síðan þarf að færa nokkur inn handvirkt. Að því loknu fer forritið yfír ástandið og ber það saman við ástand á nýrri vél. Ef einhver gildi eru komin út fyrir viðmiðunarmörk þá er látið vita af því og einnig bent á hvað getur valdið skekkjunni. Að lokum er bent á leiðir til úrbóta. Með þessu má segja að maður fái mikið af þeirri reynslu sem safnast hefur hjá vélaframleiðandanum með vél- inni og getur það stuðlað að því að vélin fái nákvæmara og betra viðhald en ella. Á millidekkinu er ein PC vél sem sér um að merkja fiskkassana áður en þeir eru látnir niður í lest. I tölvunni eru geymdar merkingar fyrir allar tegundir pakkninga. Sá sem er í því að setja öskjumar í kassa þarf að velja hvaða merkingu á að nota hverju sinni. Þegar kass- inn er látinn á færibandið að bindi- vélinni, kemur hann að skynjara sem lætur tölvuna vita af kass- anum, hún setur þá bleksprautu- prentara sem eru í hliðum færi- bandsins í gang og þeir merkja kassann með tegund, framleiðslu- degi og síðasta söludegi. Jafnframt heldur tölvan utan um íjölda kassa af hverri tegund sem hafa farið niður í lest. I brúnni eru 5 tölvur. Tvær af þeim eru notaðar sem plotterar fyrir feril skipsins. Það er bæði McSea og Seaplot sem eru lang al- gengustu forritin til þess. Ásamt því að skrifa og vista feril skipsins þá hafa skipsstjórnarmennirnir vistað í þeim heilan hafsjó af fróð- leik um botninn á allri fískislóðinni í kring um landið. Bæði dýpi, festur og annað sem að gagni má koma. Einnig eru komin siglingakort á geisladisk inn á McSea tölvuna og er þá hægt að hafa kortið uppi á skjánum og, ef svo mætti segja, sigla í kortinu. Togspilum skipsins er stjómað með PC vél með snertiskjá og hægt er að framkvæma flestar aðgerðir með því að benda á skjáinn. Þetta kerfí er íslenskt frá Raf- boða Rafur hf. en þeir eru gamal- reyndir í hönnun kerfa til sjálf- virkrar stýringar togspila. Fjórða tölvan í brúnni er notuð við telex tæki sem sendir og tekur við skeytum um gervihnött. Al- gerlega ómissandi tæki þegar verið er að veiðum á djúpslóð þar sem ekkert símasamband er. Að lokum er í brúnni tölva sem er notuð í ýmislegt svo sem að halda utan um aflamagn og sam- Frh. á nœstu síðu. 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.