Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 43

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 43
Apríl 1995 Alvís - Utvegur Mynd 2 haldi, aflabók, gæðakerfi, til verk- bókhalds og lagerkerfís fyrir verk- stæði. Samskipti út á við Nokkuð er um bein tölvusam- skipti hjá HB. Fyrst er að nefna að tengt við eina PC tölvu er mótald og í gegnum það er verið í sam- bandi við Hafsjó. Þetta tengisam- band nýtist til samskipta við Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna og eru send sjálfvirkt framleiðsluskeyti frá birgðakerfi þar í gegn. Einnig er lesið verð úr verðskrá, ásamt yfirliti um bretti sem hafa verið afreiknuð. Með þessari tölvu er einnig haft samband við Inmarsat vegna samskipta við skipin. Upplýsingakerfi fiskvinnslunnar Upplýsingakerfi vinnslunnar nær allt frá því að skip fara á sjó, til þess að vara er afhent til útflutn- ings. í vinnslunni er reynt að skrá allar upplýsingar jöfnum höndum og eins lögð áhersla á það að upp- lýsingar séu skráðar þar sem þær verða til og þá af þeim starfsmönn- um sem vinna verkin. Mjög vel hefur gengið að fá starfsmenn til þess að tileinka sér þá tækni sem til þarf og hafa þeir sýnt mjög mikla samviskusemi við allar skráningar. Þetta hefur síðan leitt til þess að hægt er að treysta upp- lýsingum sem skráðar eru niður. Það er veruleg vinnuhagræðing í því að láta “sérfræðingana” sem hafa mesta þekkingu skrá niður upplýsingamar jöfnum höndum og ná þannig að útrýma skráningar- eyðublöðum. Þess má geta að eftir að starfsmenn í tækjum hófu að skrá framleiðslu beint í tölvu og halda utan um allar birgðahreyf- ingar, er birgðastaða alltaf rétt og er þar mikil breyting frá fyrri tíð. Flæði upplýsinga Þegar skip leggur úr höfn er veiðiferð skipsins stofnuð í afla- kerfi. Togararnir senda í land upp- lýsingar á hverjum degi um þann afla sem þeir hafa fengið. Þessar upplýsingar eru skráðar jöfnum höndum í upplýsingakerfið og er af því veruleg hagræðing fyrir vinnslustjómun. Einnig er í kerfinu einföld reiknivél til þess að fram- reikna og áætla afla til þess tíma sem skipið kemur að landi og landar afla sínum. 1 hráefniskerfmu birtist dagatal þar sem fram kemur yfirlit um þann afla sem er vænt- anlegur, bæði það sem hefur verið skráð frá skipinu, ásamt stöðu á hráefnislager að morgni og er þannig glögg yfirsýn yfír það hráefni sem er til ráðstöfunar á hverjum degi. Þegar horft er fram í tímann er verið að vinna með áætlunartölur, en þegar litið er aftur í tímann, er um staðreyndir að ræða. Hráefni er ráðstafað jöfnum höndum inn til vinnslu og það skráð á sama tíma og sést þannig hvemig vinnslan gengur fyrir sig á hverjum degi. Þessi yfirsýn er mjög mikilvæg fyrir stjómendur og geta þeir því fylgst með því á skrifstofu sinni hvernig framleiðslan gengur. í framhaldi af því að hafa fullkomn- ar upplýsingar um afla er hægt að gera áætlanir um vinnslu fram í tímann. Enn sem komið er, er ein- göngu um að ræða einfalda skrán- ingu á magni hráefnis, af hverri fisktegund, sem áætlað er að vinna. Með því að væntanlegur afli birtist á áætluðum löndunardögum, sést mjög fljótt hvort ekki hefst undan UAH260 Hráefni vikunnar Haraldur Böðvarsson hf. Alvis Hús : 012 + Haraldur Böðvarsson hf. Samtals i móttöku: 51.083,00 12=Hráefni dagsins 13=Afli dagsins 14=Aðkeypt dagsins 15=Framleiðsla dagsins Fletta frá Dagsetning Frá f. degi Væntanlegt Móttekið Alls inn 31.10.1994 mán 44 48.889 52.345 101.234 1.11.1994 þri 44 64.874 20.000 2.535 51.618 2.11.1994 mið 44 51.618 16.618 3.11.1994 fim 44 16.618 17.875 993 4.11.1994 fös 44 993 126.786 97.779 5.11.1994 lau 44 97.779 97.779 6.11.1994 sun 44 97.779 97.779 Samtals: 164.661 54.880 268.430 FLEIRA F3=Ljúka F4=Kvaðning F5=Endurstilla Fll=Prenta F12=Rjúfa F17=Val F18=Útlit F19=<— F20=—> F21=Skipanalina Tölvumál - 43

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.