Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit 5 Upplýsingatækni í sjávarútvegi á íslandi Páll Jensson 8 Hvar eigum við heima? HaukurOddsson 10 Tölvuvinnsla í frystitogara Víðir Ólafsson 11 Upplýsingakerfi fyrir sjófarendur Steingrímur Gunnarsson 14 Að róa á mið upplýsinga Þorvaldur Baldurs 21 Fiskvinnslu- og sjávarútvegskerfið Útvegsbankinn og Hafsjór Jón Örn Guðbjartsson 24 Macsea skipstjórnarbúnaðurinn Kristján Gíslason 27 Tölvusamskipti og útflutningur Sigurður Ingi Margeirsson 29 Framleiðslueftirlitskerfi fyrir fiskvinnslu Sigurpáll Jónsson 34 Tölvusvið Fiskistofu Auðun Sæmundsson 40 Hafdís Bjarni Hákonarson 42 Tölvukerfi Haraldar Böðvarssonar hf., Akranesi Sturlaugur Sturlaugsson og Óskar Einarsson Ritstjórnarpistill Þótt það hafi stundum heyrst að allir íslendingar gætu vel lifað af því að selja hver öðrum varning þá er það nú samt staðreynd að sjávarútvegur er undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Vegna hans er landið byggilegt og vegna hans er hægt að halda uppi þeim lífskjörum sem við erum vön. Oft á tíðum virðist einnig það sama gilda um upplýsingatækni hér á landi. Mikið hefur til dæmis borið á hugbúnaði fyrir verslun, bókhald og því um líku. Þó ekki sé ástæða til að gera lítið úr því þá hefur minna borið á þeirri starfsemi sem er í kringum upplýsingatækni fyrir sjávarútveginn. En þegar betur er að gáð má sjá að reyndar er margt þar um að velja. Þetta tölublað Tölvumála er helgað upplýsinga- tækni í sjávarútvegi. Kennir þar margra grasa. Leitast er við að fjalla um þetta efni frá sem flestum hliðum. Því er hér að finna greinar frá framleiðendum og seljendum búnaðar. Einnig eru greinar frá fisk- verkunarstöðvum í landi, frá útgerðinni og frá helstu seljendum afurðanna. Þar að auki frá þeim sem stunda rannsóknir á þessu sviði svo og frá tengdum greinum. Lesendur geta með lestri þessa blaðs sannfærst um það sem marga gat grunað að ýmislegt er að gerast í upplýsingatækni fyrir sjávarútveginn. Magnús Hauksson v________________________________________________________y TÖLVUMÁL Tímarit Skýrslutæknifélag íslands Tölvumál er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um upplýsinga- tækni sem og fyrir málefni og starfsemi Skýrslutæknifélagsins. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni blaðsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritstjórnar. Blaðið er gefið út 6 sinnum á ári í 1.100 eintökum. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Auglýsingar: Átak hf., S. 568 2768 Umbrot: Svanildur Jóhannesdóttir Aðsetur: Barónsstígur 5 101 Reykjavík Sími: 551 8820 Bréfsími: 562 7767 Ritstjóri og ábm.: Magnús Hauksson Aðrir ritnefndarmenn: Bergþór Skúlason Gísli R. Ragnarsson Ingibjörg Jónasdóttir Áskrift er innifalin í félagsaðild að Skýrslutæknifélagi íslands. Tölvumál - 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.