Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 14
Apríl 1995 Að róa á mið upplýsinga Eftir Þorvald Baldurs Þegar Qalla á um tölvuvæðingu í sjávarútvegi, má nálgast málefnið á tvennan hátt. Annars vegar með því að skoða þá tölvuvæðingu, sem þegar er til staðar eða láta hugann frjálsan og velta upp, hvemig þess- um málum yrði best fyrir komið í þó fyrirsjáanlegri framtíð. Að sjálfsögðu vel ég síðari kostinn enda mun skemmtilegra að draga upp mynd af framtíðinni en mála hinn gráa hversdagsleika, sem umlykur mann alla daga. Það kerfi, sem hér er lýst er sú framtíðarsýn, sem ég hef um tölvumál Islenskra sjávarafurða hf. og stefnt er að markvisst að gera að veruleika. Hafa ber í huga, að hér er horft á ferlið frá sjónarhóli sölusamtaka. Öll sú tækni, sem þarf til að raungera upplýsingakerfíð, er til staðar. Margt á rætur sínar í tölvu- kerfum, sem þegar eru notuð í sjávarútvegi. Það þarf einungis að fella saman í eina heild þessa þætti. Til em stöðluð kerfi, sem falla að töluverðum hluta að þessari mynd, þannig að hin endanlega niður- staða getur orðið frábrugðin þess- ari sýn í einstökum þáttum. Það sem hér fer á eftir er lausleg lýsing á því, hvaða eiginleika slíkt kerfi gæti haft og hvaða tækni yrði notuð í því. Lykill að heildarkerfi fyrir sjávarútveginn felst í að hægt sé að fylgja sjávarfangi frá veiði- stað til endanlegs kaupanda. Þær upplýsingar, sem falla til í þessu ferli um sjávarfangið, fjalla fyrst og fremst um gæði og staðsetningu vörunnar. Gæðaupplýsingar eru lykill að allri umQöllun um vömna. Hér á eftir verður fjallað um ferlið frá veiði tii endanlegs kaup- anda og vísast til myndar 1 um skiptingu ferlisins í einstaka þætti. Mynd 1. Framleiðendur Veiðar Þegar veitt er, eru skráðar upp- lýsingar um hvert tog og með- höndlun aflans, fylgst er með hita- stigi með síritahitamælum, sem em í hverju kari eða kassa. Þær upp- lýsingar, sem fást með þessu gera kleift að meta ástand hráefnis og auðvelda þannig skipulagningu vinnslu í landi. Þessar upplýsingar eru síðan sendar sjálfkrafa til fisk- vinnslu eða fiskmarkaðar. Þær upplýsingar, sem verða til hér eru: - veiðisvæði - hitastig sjávar - togtími - aflamagn - fisktegund - stærðarflokkun gróf Þegar afli er seldur fylgja þess- ar upplýsingar. Vinnsla Vinnslukerfið heldur utan um innkomið hráefni, fylgir því eftir í gegnum allt vinnsluferlið og skráir allar gæðaupplýsingar um hverja framleiðslueiningu og tengir þær við framleiðslueiningarnúmerið (strikamerki). Settir eru upp síritar á alla þá áhættustaði, sem hægt er að koma slíku við, sem mæla alla áhættuþætti á viðkomandi stað. Þessar upplýsingar safnast í gæða- grunn og eru tiltækar, þegar þörf er á. Jafnfraint væri hægt að hugsa sér að gefið yrði til kynna á einhvem hátt (t.d. með ljósmerki, gult = aðvörun, rautt = hættu- merki), ef mæligildi á einhverjum stað fara út yfir skilgreind mörk. Auk þessa er safnað upplýs- ingum um vinnu við framleiðsluna, efnisnotkun og annað sem máli skiptir. Allar afurðir eru merktar með strikamerki óg tengdar þeim gæðaupplýsingum, sem við eiga. Kerfið getur metið út frá gæða- upplýsingum, hvort einhver vinnsluþátta hefur farið út fyrir þau mörk, sem vinnslustaðlar segja til um. Vinnslustaðlar eru tiltækir á margmiðlunarformi. Þannig er hægt að skoða skriflega lýsingu á vinnsluferlinu og einnig mynd- bandsupptöku, sem sýnir hand- brögð. Komi upp gæðakvörtun, er hægt að skoða á myndrænu formi allt ferlið, frá veiði til afhendingar, þar sem gefið er til kynna, hvar líklegast er að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Jafnframt er hægt að skoða þau gögn, sem liggja að baki hverjum áhættustað. 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.