Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 44

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 44
Apríl 1995 UAH260 Hráefni vikunnar Haraldur Böðvarsson hf. Alvis Hús : 012 + Haraldur Bövarsson hf. Samtals i móttöku: 51.083,00 12=Hráefni dagsins 13=Afli dagsins 14=Aðkeypt dagsins 15=Framleiðsla dagsins Dagsetning 31.10.1994 mán <— Áætlað í vinnslu 44 > <— Raun > Annað í vinnslu 36.360 Fletta frá Annað Alls út 36.360 1.11.1994 þri 44 22.000 13.791 35.791 2.11.1994 mið 44 34.000 1.000 35.000 3.11.1994 fim 44 33.500 33.500 4.11.1994 fös 44 30.000 30.000 5.11.1994 lau 44 6.11.1994 sun 44 Samtals: 119.500 1.000 50.151 0 170.651 FLEIRA F3=Ljúka F4=Kvaðning F5=Endurstilla Fll=Prenta F12=Rjúfa F17=Val F18=Útlit F19=<— F20=-> F21=Skipanalina í vinnslunni, en þó er það mikil- vægast að mjög fljótt kemur í Ijós hvort ekki er um nægjanlegt hráeíhi að ræða. Einn mikilvægur þáttur í skráningu hráefnisins er það að um leið og samið hefur verið um að kaupa hráefni af einhverjum aðila, er hægt að skrá það í kerfið og er það þar með skilaboð til þeirra starfsmanna sem sjá um skráningu afla, hvers er að vænta og hver seljandi er. Skráning og móttaka á hráefni I dag er skráður afli hjá skipun- um, sem er í raun þær upplýsingar sem koma fram á lestarkorti þess, velt yfir á lager með einni skipun við löndun. Aflaeiningar eru síðan taldar inn, og skráning afla leiðrétt, ef þörf krefur. Hins vegar er stefnt að því í náinni framtíð, að taka upp ná- kvæmari skráningu á móttöku afla. Þá yrði hver aflaeining, hvort sem um er að ræða bretti með kössum, eða kar með fiski, merkt með strikamiða við móttöku þess. Mjög áhugavert er að nota við þessa skráningu búnað sem notar þráð- laus samskipti og gæti þessi merk- ing því alveg eins átt sér stað niður á bryggju. A strikamiðanum kæmi fram frá hvaða skipi (eða seljanda) hráefnið er, ásamt fisktegund og veiðidegi. Þegarhráefninu er síðan ráðstafað inn til vinnslu, eða selt úr húsi, er strikamiðinn lesinn og þannig er þessari tilteknu einingu ráðstafað. Með þessu fæst glöggt og raunhæft yfirlit um það hvað er til á hráefnislagernum; yfirlit yfir fisktegundir, veiðidaga og selj- endur. Ráðstöfun aflans verður mjög einföld, og upphefur sá vinnusparnaður þá auknu vinnu sem felst í skráningu aflans í upp- hafi. Að auki vinnst með þessu Mynd 3 aukinn rekjanleiki í vinnslunni, þar sem mun nákvæmari upplýsingar liggja fyrir um það hráefni sem ráðstafað er til vinnslu á hverjum tíma. Sýnataka hráefnis Þegar tekið er á móti afla, þarf að taka af honum sýni, bæði til ákvörðunar á t.d. meðalþunga í kassa og eins til flokkunar á afla í stærðarflokka. Flokkunin er notuð bæði til verðlagningar og eins til framleiðslustýringar. I móttöku, þar sem afii er skoðaður, er tölvu- skjár þar sem allar niðurstöður eru skráðar jöfnum höndum. Við það að skrá þessar upplýsingar þarna eru þær orðnar aðgengilegar fyrir alla starfsmenn og nýtast strax við ákvörðunartöku. Þegar hráefni á lager er skoðað, er hægt að fá fram jöfnum höndum niðurstöður sýnatöku og sjá þannig t.d. hvemigafli skiptist milli veiði- daga í stærðarflokka. Þetta gefur glögga yfirsýn fyrir vinnsluna. En til þess að upplýsingar séu marktækar og hægt sé að treysta þeim verður að færa þær jöfnum höndum og hafa þá verkferla að upplýsingunum sé treyst fullkom- lega. Með fræðslu og umræðu verður starfsmönnum Ijóst hverjar afleiðingar á skráningu upplýsinga er og fá skilning á því hvers er að vænta með vinnu þeirra. Vinnsluupplýsingar Þegar fiskur fer inn til vinnslu fer hann inn á Marel flæðilínu og þar er safnað saman upplýsingum tengdum vinnslu hans. Skráð er magn frá hverjum starfsmanni og einnig afskurður og er þannig hægt að sjá nýtingu hvers og eins, ásamt afköstum og skiptingu í mismun- andi afurðir. í Marel kerfíð er einnig skráð gæðaeftirlit vinnslu. Fljótlega verður farið í það að tengja saman upplýsingarnar sem safnast upp í Marel kerfinu, við framleiðsluhluta Alvís Útvegs, og þannig verður fengin heildarsýn um framleiðsluflæðið. Skráning framleiðslu og birgðahald Eftir að vöru hefur verið pakk- að og komið í pönnur, er hún skráð í tækjabók beint í tölvu. Markmiðið með tækjabókinni er m.a. að gera kleift að prenta kassamiða jöfnum höndum, í stað þess að nota sleiki- miða. Veruleg vinnuhagræðing er 44 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.