Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 6
Apríl 1995 anna framlegð og flöskuháls í framleiðslu. Mikilvægi svonefndra “skuggaverða” varð einnig ljósara. Nú þegar bestun er orðin innbyggð í töflureikna, t.d. Solver í Excel, má gera sér vonir um að stutt sé í almenna notkun bestunarlíkana við framleiðslustjómun í fiskvinnslu. Tölvuvogirog tölvusjón Hráefni fiskvinnslu er og hlýtur ávallt að vera afar breytilegt eins og í mörgum öðrum tegundum matvælaiðnaðar. Magn, gæði og aðrir eiginleikar eru hendingum háðir en ekki þekktir með tilteknum vikmörkum eins og í öðrum iðn- greinum. Það hefur því alltaf verið mikil þörf fyrir nákvæmar vigtanir í fískvinnslu. Fyrir rúmlega 10 árum byrjuðu bæði Marel hf., sem varð til úr þróunarsamvinnu Raunvísinda- stofnunar Háskólans (Páll Theó- dórsson, Rögnvaldur Ólafsson o.fl.) og Framleiðni sf. og Póls hf. (nú Póls rafeindavörur hf.) á ísa- firði að þróa og selja tölvuvogir, þ.e. vogir byggðar á notkun raf- eindatækni, sjá[5]. Tölvuvogimar buðu upp á meiri hraða og ná- kvæmni og ýmsa nýja möguleika, sem varð til þess að fram komu flokkarar, samvalsvogir, sjóvogir, safntölvur fyrir skráningar o.fl. tæki fyrir fiskvinnslu. Samvalsvogir em gott dæmi um hagnýtingu reikni- og upplýsinga- tækni í fiskvinnslu. Fiskflök berast eftir færibandi að tölvuvog, sem vigtar þau og tekur á örskammri stundu ákvörðun um hvert beina skuli hverju flaki, þ.e. ofan í hvert af X hólfum samvalsvogarinnar. Markmiðið er að velja saman flök í pakka þannig að uppgefmn þungi pakka náist með að jafnaði sem minnstri yfirvigt. Samstarf hefur verið milli Marel hf. og Háskólans (undirritaðs o.fl.) um að endurbæta reiknirit samvalsvoga, en það byggir m.a. á líkindafræðilegum aðferðum. í dag er þessi fram- leiðsla oft nefnd sem dæmi til hvatningar um að vissulega er hægt að þróa hátæknilegan búnað fyrir sjávarútveg hér á landi og flytja út. Marel hf. er um þessar mundir að reyna að komast inn á nýja mark- aði í kjúklingavinnslu og fram- leiðslu svínakjöts m.a. í Banda- ríkjunum. Nýjustu söluvörurnar byggja á tölvusjón sem notuð er m.a. til formflokkunar. Hjá Upplýsinga- og merkja- fræðistofu Háskólans (Sigfús Bjömsson o.fl.) er verið að rann- saka ýmsa aðra möguleika tölvu- tækninnar. Nefna má leysisskann- tækni til mælinga m.a. á eðlisein- kennum í fiskholdi [6] og Sniðil, sem er leysitækni til tölvustýrðs niðurskurðar á fiskflökum [7]. Á Raunvísindastofnun Háskólans og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins er verið að reyna að gefa tölvunum lyktarskyn [8]. Það hyllir sem sagt undir vélmenni, sem geta séð, þefað, hlustað, talað og skorið, snyrt, vigtað og pakkað fiski. Mannlausar vinnulínur í frysti- húsum eru í sjónmáli. Samhæfing tölvukerfa Um 1985 varð mörgum ljóst að tölvukerfi fyrstihúsa voru ósam- stæð og virkuðu ekki saman. Sem dæmi má taka fyrirtæki með bók- hald og bónuskerfi á miðlægri tölvu frá einum hugbúnaðarsala, framlegðarkerfi á einkatölvu frá öðrum, tölvuvogir og safntölvu frá Marel og e.t.v. önnurtæki frá Póls. Háskólinn (undirritaður, Pétur K. Maack, Snorri Agnarsson o.fl.) hafði þá frumkvæði að tveimur samvinnuverkefnum íjölmargra aðila, þar sem upplýsingakerfm og samskipti milli þeirra voru fyrst greind og síðan samdar samræmd- ar lýsingar á gagnaflæði og skilum milli kerfishluta og tillögur að stöðlum um skilin, sjá [9] og [10]. Hugtök í framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og framlegðarút- reikningum voru skilgreind og samræmd. Að verkefnunum stóðu auk Háskólans ýmis hugbúnaðar- og tölvufýrirtæki, þ.á.m. Þróun hf., en einnig Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Islenskar sjávarafurðir hf. Hugmyndin var og er enn sú framtíðarsýn að bjóða megi á erl- endum mörkuðum íslensk tölvu- kerfi frá ýmsum aðilum, sem öll virki vel saman. I framhaldi af þessum verkefnum eru Háskólinn (undirritaður, Rögnvaldur Ólafs- son og Snoiri Agnarsson) og Marel nú aðilar að norrænu verkefni BENEFISK, þarsemm.a. erunnið að samhæfingu gagnaflæðis milli einstakra kerfíshluta, sjá [11]. Gæðastjórnun hefur á síðustu árum verið ofarlega á baugi í at- vinnulífinu og einnig í rannsóknum og kennslu hjá Háskólanum, sam- anber t.d. Quality Fish verkefni (Pétur Maack o.fl., sjá heimild [12]. Aukináherslaágæðastjómun hefur leitt til þess að fram hafa komið nýjar kröfur til upplýsinga- kerfa um rekjanleika framleiðsl- unnar, og hefur það einnig verið rannsakað í BENEFISK verk- efninu. Tölvur um borð í fiskiskipum Hver hefði trúað því fyrir tíma örtölvubyltingarinnar, sem varð fyrir tæpum 20 árum, að tölvur yrðu ómissandi fyrir skakara? Um árabil hefur fyrirtækið DNG á Akureyri framleitt handfæravindur sem eru tölvustýrðar. Það er at- hyglisvert að minnstu skipin nýttu sér tölvutæknina jafnvel fyrr en mörg hinna stærri. En stærri skipin hafa svo sannarlega tekið við sér og tölvuvæðst þótt tregðu hafi gætt í fyrstu. Fyrir tæpum áratug lauk Há- skólinn (undirritaður, Kristján Jón- asson, Oddur Benediktsson o.fl.) þróun tölvukerfís sem nefnt var Útgerðarráðgjafmn, en það var að 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.