Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.04.1995, Blaðsíða 13
Apríl 1995 Mynd 3 Yfirlitsskjámynd hjá hafnsögumönnum í Grindavík sogum í höfninnni og þar með öryggi skipa sem bundin eru við bryggju. Gögn þessi eru mjög mikilvæg fyrir ákvörðunartöku um hafnarframkvæmdir. Lokaorð Upplýsingar um veður og sjó- lag eru afar mikilvægar fyrir sjó- farendur við ísland. Upplýsinga- kerfi fyrir sjófarendur er hugsað til að mæta hluta af þeirri þörf og það hefur sýnt sig á þeim tírna sem hafnastöðvarnar hafa starfað að áhugi manna er mikill. Sjálfvirkar veðurstöðvar geta í mörgum tilfellum leyst hefð- bundnar veðurathuganir af hólmi og greiður aðgangur að gögnum úr þeim eykur gildi stöðvanna. Steingrímur Gunnars- son er verkfræðingur hjá Hugrúnu hf. Punktar... Stafrænt útvarp I Svíþjóð eru nú að fara af stað stafrænar útvarpssend- ingar. Hljómgæði útvarpsins verða svipuð hljómgæðum geislaspilara og margar nýj- ungar eru fyrirhugaðar. Eitt af því sem verður kannski mögu- legt er að tengja tölvuna við út- varpið og taka á móti t.d. veðurkortum. Eða nýjustu upplýsingar af verðbréfa- markaðnum. Einnig væri hægt að hugsa sér að fá á skjáinn söngtexta lagsins sem er verið að flytja eða nótumar. Þá er um það að ræða að tækið “hlustar” á nokkrar rásir í einu. Ein rásin er fyrir hljóðið, næsta fyrir nótur og svo framvegis. Reyndar er verið að vinna að uppsetningu svipaðra kerfa víðar. En útvarpstækin sjálf eru dýr, að minnsta kosti í fyrstu eða yfir 70.000 kr. Tölvuleikir hættulegir Það heyrðist af litlum strák sem var með stóran skurð á enni sem mikið blæddi úr. Sá hafði lent í því að sannreyna hvað tölvuleikir eru hættulegir. Þeir voru tveir saman félag- amir í tölvuleik sem fólst í því að koma kappakstursbíl fyrst í mark. Þeir gátu með aðstoð tveggja stýripinna báðir tekið þátt í leiknum samtímis. En það var sama hversu oft þeir reyndu með sér, alltaf vann sá sami. A endanum varð hinn svo reiður að hann þreif á loft stýripinnan sinn og sló himi í hausinn með honum. Var þetta tölvuspilinu að kenna eða getur þetta gerst í hvaða leik sem er? 0.15 Tíðni [Hz] Tími [klst] Mynd 4: Tíðnirit af ölduhæð Tölvumál - 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.