Tölvumál - 01.07.1999, Side 12

Tölvumál - 01.07.1999, Side 12
Linux Það sem í daglegu tali er kallað Linux stýrikerfið vilja margir kalla GNU/Linux slýrikerfið, því að GNU hugbúnaðurinn er það, sem gerir Lin- ux svo nothæfan hóp úrvals forritara um allan heim, sem saman hafa gert Linux að því, sem það er í dag. Ef A. Tannenbaum hefði gert sér gein fyrir mikilvægi frjáls hugbúnaðar og dreift Minix á sama hátt, liti hugbúnaðarheimur- inn sennilega öðru vísi út í dag. GNU/Linux stýrikerfið Það sem í daglegu tali er kallað Linux stýrikerfið vilja margir kalla GNU/Linux stýrikerfið, því að GNU hugbúnaðurinn er það, sem gerir Linux svo nothæfan. Reyndar segir Linus sjálfur að það sé bara GNU C-þýðandinn, gcc , af öllum GNU forritunun, sem skipti hann einhverju máli. Að Linux kjarninn sé fluttur á nýjan örgjörva/tölvutegund er háð því hvort til er C-þýðandi fyrir viðkomandi tölvu. Gcc getur þýtt C yfir á kóða fyrir fjöldann all- an af vélartegundum og á margar þeirra hefur Linux verið flutt. Vinsældir GNU/Linux stýrikerfisins má rekja til þess að það er opið og frjálst, hver sem er sem hefur þekkingu og tíma getur komið með viðbætur og endurbætur. Þetta höfðar sérstaklega til tölvuáhugamanna og forritara, sem þar með fá sköpunarþörf sinni fullnægt. Það er ekki síður kostur að hægt er að nálgast allt Linux kerfið á Usenet og það kostar ekkert, en fyrir surna er það atriði mikilvægt. Síðast en ekki síst er Linux kerfið skilvirkt og öruggt og í samanburði við önnur UNIX stýrikerfi og reyndar flest stýrikerfi, hefur það komið mjög vel út hvað snertir stöðugleika og rekstraröryggi. Ég hef dæmi um Linux tölvu á Raunvísindastofnun Háskólans, sem hafði verið í gangi og fullri notkun í meira en 400 daga samfellt (=uppitími) þegar þurfti að endurræsa hana vegna þess að rafmagnið fór af vesturbænum og þar með slökknaði á tölvunni. Eftir að útgáfa 0.12 kom út var fljótlega hægt að nota Linux með X-gluggakerfinu vegna þess að XFree86 framtakið studdist við Linux stýrikerfið og þar með var komið grafískt notendaviðmót (e. GUI) fyrir Linux. Fleiri forritarar tóku einnig þátt í þróun Linux kjarnans og má þar nefna Alan Cox, sem nú er einn aðal- hönnuðurinn með Linus, en eins og áður er það Linus sjálfur, sem hefur síðasta orðið þegar kemur að breytingum. Fjöldi forritara, sem hefur lagt til Linux kjarnans skiptir nú hundruðum, einkum er framlag þeirra til hinna ýmsu rekla, sem þarf til að nota fjölbreyttan vélbúnað. Nú er hægt að nálgast Linux stýrikerfið á CDROM diskum og á Usenet. Fjölmarg- ir hafa tekið upp dreifingu og pökkun á Linux, dreifingamar er yfirleitt hægt að fá ódýrt eða jafnvel ókeypis ef menn hafa aðgang að netinu og sæmilega band- breidd, það þarf að ná í nokkur hundruð megabæti til að fá bærilegt kerfi. Pökkun á Linux er fyrst og fremst til að auðvelda notendum að setja upp og viðhalda stýri- kerfinu, það er ekkert smá mál að þýða og setja upp fleiri hundruð forrit og sjá til þess að þau vinni saman. Með góðri pakkastýringu geta notendur þannig sett inn forrit og tekið þau burt, allt eftir þörf- um og verið vissir um að tölvukerfið held- ur áfram að vinna rétt. GNU/Linux helstu eiginleikar Linux keyrir nú á tölvum, sem nota i386 fjölskylduna af örgjörvum, tölvum með Alpha örgjörva, sumum tölvum sem nota 680x0 örgjörva, tölvum með Sun Sparc örgjörvum, sumum tölvum með PowerPc örgjörvum og ýmsum öðrum tölvugerð- um. Nánari upplýsingar um tölvutegundir, sem Linux keyrir á er að finna í Linux Hardware HOWTO skjalinu, sem hægt er að nálgast á Vefnum. Helstu eiginleikar Linux eru þessir • það er fjölverka stýrikerfi: keyrir mörg verk (forrit) í einu • það er fjölnotenda stýrikerfi: margir notendur nota sömu tölvu í einu og eru notendasvæði aðgreind, bæði í vinnslu- minni og á diskum • það er til á fjölda tölvutegunda • það er fjölörgjörva stýrikerfi (SMP): það getur notað allt að 16 örgjörva tölvu (v2.2) • það keyrir í vernduðum ham: kerfis- væði og notendasvæði eru aðskilin í minni tölvunnar þannig að almennur notandi getur ekki rústað stýrikerfinu • verk í vinnsluminni eru aðgreind og vernduð svo að eitt forrit getur ekki rú- stað stýrikerfinu • hleður einungis inn þeim hluta forrits af disk, sem þarf til keyrslu þess • notar sama minnissvæði fyrir mörg for- rit, ef þess er kostur, t.d. þegar forrit eru 12 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.