Tölvumál - 01.07.1999, Page 23

Tölvumál - 01.07.1999, Page 23
2000 vandinn Fyrir bandaríska þing- inu liggja nú ein fimm frumvörp til laga sem varða takmörkun ábyrgðar í sambandi við 2000 vandann Hvatinn til að fara með mál fyrir dóm- stóla áður en reynt er að ná fram sáttum er því mun minni hér- lendis Rík ábyrgð hvílir einnig almennt á sér- fræðingum Þar í landi hafi menn hvað mestar áhyggjur af 2000 vanhæfni hjá litlum fyrirtækjum tækja, átti með bandarískum lögmönnum kom fram að fyrir bandaríska þinginu liggja nú ein fimm frumvörp til laga sem varða takmörkun ábyrgðar í sambandi við 2000 vandann. Þar hefur borið einna hæst frumvarp sem gerir ráð fyrir að seljendum hugbúnaðar verði gefinn 90 daga umþótt- unartími til að bæta úr 2000 ágalla frá þeim tíma er kaupandi sendir skriflega til- kynningu um gallann, tjónið sem hann tel- ur sig hafa orðið fyrir og væntanlegar bótakröfur. Kaupandi getur því ekki farið í mál fyrr en að loknum þessurn fresti, ef seljanda hefur þá ekki tekist að bæta úr ágallanum. Ekki er enn ljóst hvort þetta frumvarp nær fram að ganga. Það á sér þó marga fylgismenn, sem telja hættu á að ófremdarástand skapist eftir næstu alda- mót ef ekkert verður gert sem knýr deilu- aðila til að sætta deilur sín á milli áður en dómstólaleiðin er valin. Velta má fyrir sér hvort ástæða væri fyr- ir íslensk stjórnvöld að hlutast til um sam- bærilega lagasetningu. í því sambandi er þó nauðsynlegt að líta til þess eðlismunar sem er á íslensku og bandarísku réttarfari. I Bandaríkjunum fá lögmenn sem vinna mál ákveðið hlutfall, oft þriðjung, af dæmdum bótum beint til sín. Um mjög háar bætur getur verið að ræða, þar sem bandarísk löggjöf gerir ráð fyrir svoköll- uðum refsibótum (punitive damages), sem oft nema margfaldri fjárhæð hins raun- verulega tjóns. Þetta má t.d. sjá í nýlegum dómum í tóbaksmálaferlunum svokölluðu þar vestra. Sambærileg ákvæði eru ekki í íslenskri löggjöf. Hvatinn til að fara með mál fyrir dómstóla áður en reynt er að ná fram sáttum er því mun minni hérlendis. Varðandi ábyrgð stjórnenda fyrirtækja gagnvart hluthöfum er athyglisvert að lög- menn í Bandaríkjunum hafa talið að hugs- anlega geti komið til ábyrgðar bæði í þeim tilvikum þegar um athafnaleysi á að fram- kvæma nauðsynlega aðlögun er að ræða, en einnig ef farið er í of viðamiklar og kostnaðarsamar aðgerðir miðað við eðli starfsemi fyrirtækisins og mat á umfangi vandans. Rík ábyrgð hvílir einnig almennt á sérfræðingum, s.s. læknum, lögfræðing- um og verkfræðingum, samkvæmt banda- rískum lögum. Bandarískir dómstólar hafa samt verið tregir til að fella tölvuforritara undir þess konar ábyrgð. Á fundinum með hinum bandarísku lögmönnum kom fram að þar í landi hafi menn hvað mestar áhyggjur af 2000 van- hæfni hjá litlum fyrirtækjum. Þau eru einnig í mun verri stöðu til að fá viðsemj- endur sína að samningaborðinu en stærri fyrirtækin, þar sem hagsmunir tölvufyrir- tækjanna varðandi framtíðarviðskipti eru mun meiri gagnvart þeim síðarnefndu. Þá kom fram að einnig væru áhyggjur vestan hafs yfir að stofnanir í lækningageiranum hefðu ekki gert nóg til að tryggja 2000 hæfni búnaðar síns. Athyglisvert var að heyra að 2000 hæfni hefði spilað veiga- mikinn þátt í mati á virði fyrirtækja í stór- um samruna- og yfirtökumálum í Banda- ríkjunum nýverið. Tryggingarþátturinn Tryggingarfélög jafnt hérlendis sem í ná- grannalöndum hafa almennt lýst því yfir að rekstrartryggingar fyrirtækja nái ekki til tjóna sam kunna að hljótast af 2000 vanhæfni, enda sé almennur grundvöllur fyrir tryggingarábyrgð að um ófyrirsjáan- legan tjónsatburð sé að ræða. Þótt almennt megi ætla að ekki verði hægt að krefja tryggingarfélög um bætur vegna kostnaðar við 2000 aðlögun eða vegna tjóna sem af 2000 vanhæfni hljótast, geta hugsanlega komið upp tilvik þar sem rétt er að láta reyna á þetta atriði. I Bandaríkjunum er t.d. gert ráð fyrir að tryggingarfélögum muni verða stefnt í einhverjum þeirra til- vika sem eftir eiga að koma upp í byrjun næsta árs. Lokaorð Eins og sést er að mörgu að huga þegar rætt er um 2000 vandann. Rétt er fyrir fyrirtæki að yfirfara alla samninga við seljendur og þjónustuaðila, með tilliti til þess hvaða ábyrgð þeir aðilar hafa tekið á sig. Þannig er tryggilegast til að réttur tap- ist ekki vegna tómlætis eða fyrningar að hafa samband við þessa aðila til að kanna hvort kerfið sé 2000 helt og til hvaða ráð- stafana geti verið nauðsynlegt að grípa. Ef samningur við þessa aðila ber með sér að þeir beri áhættuna af því að kerfið sé í lagi, er jafnvel rétt að fara formlega fram á að þeir yfirfari kerfið, til að réttur verði ekki talinn hafa tapast fyrir tómlæti eða fyrningu. Ef seljendum eða þjónustuaðil- Tölvumál 23

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.