Tölvumál - 01.05.2000, Qupperneq 6

Tölvumál - 01.05.2000, Qupperneq 6
Uppgjör 2000 vandcms Uppgjör 2000 vandans Haukur Ingibergsson Menn hafa spurt af hverju tölvukerfi hefðu ekki frá upphafi verið forrituð þannig að þau réðu við ártalið 2000 Tölvumál hafa farið þess á leit við mig að gera grein fyrir starfi er varðar 2000 vandann og lausn hans nú þegar þetta stærsta hnattræna verkefni sem tölvugeirinn hefur fengist við er að baki. Um hvað snérist 2000 vandinn? Hann snérist um ágalla sem grunsemdir voru um að gæti verið að finna í flestum hugbúnaði hvað varðaði það hvort búnaðurinn réði við ártalið 2000. Viðbrögð við þessum grunsemdum voru þau að greina hvar þennan ágalla væri að finna og lagfæra hann eða skipta fyrir gallalausan. Menn hafa spurt af hverju tölvukerfi hefðu ekki frá upphafi verið forrituð þannig að þau réðu við ártalið 2000. Þar kemur einkum tvennt til; í fyrsta lagi töldu menn á 8. og 9. áratugnum að forrit sem þá voru gerð myndu almennt löngu verða aflögð þegar að árinu 2000 kæmi. Líftími forrita hefur þannig reynst lengri en höf- undar ætluðu. I öðru lagi var tölvuminni dýrt þannig að af fjárhagsástæðum var ártalið ritað með tveimur tölustöfum. Sérfræðingum í tölvumálum varþví alltaf ljóst að ýmis kerfi mundu ekki ráða við ártalið 2000. Það er hins vegar ekki fyrr en um eða eftir miðjan áratuginn að vandamálið kemst al- mennt inn á sjónarsvið stjómenda og eig- enda fyrirtækja. Gömlu Sovétríkin voru hins vegar und- antekningin frá þessu að nokkru marki. Þar var ríkisrekstur og kröfur markaðarins því minni þannig að ekki var gerð sama krafa um hagkvæmni og arðsemi til forrit- ara og á vesturlöndum. Þeir gátu því leyft sér að forrita fyrr en vesturlandamenn með fjögurra stafa ártali. Viðskiptabann vesturlanda með sölu á ýmiskonar hug- búnaði til Sovétríkjanna gerði það einnig að verkum að þeir urðu að bjarga sér sjálf- ir og gátu ekki nýtt sér aðkeypt forrit. Aðgerðir á íslandi Fyrstu aðgerðir hér á landi til að takast á við vanda vegna ártalsins 2000 í tölvum og tækjabúnaði áttu sér stað um miðjan áratuginn. Meðal þeirra aðila sem brugð- ust fyrst við voru fyrirtæki á fjármagns- markaði og í samgöngum. Á ámnum 1996 og 1997 fór þeim fjölg- andi sem hófu aðgerðir. Þar á meðal var ríkið sem gerði samning við Skýrr um endurbætur á stærstu kerfum sínum. Ríkisendurskoðun gaf út skýrsluna Ár- talið 2000 - Endurskoðun upplýsinga- kerfa árið 1997 og sama ár gaf RUT nefndin út fréttabréf til ríkisstofnana um þetta efni. Veturinn 1997-1998 hófust umræður um hvernig ætti að skipuleggja þetta starf á landsvísu og meðal annars lagði Hjör- leifur Guttormsson fram fyrirspum á Al- þingi til forsætisráðherra um þetta efni. í umræðum taldi þingmaðurinn mjög þýð- ingarmikið að ríkisstjórnin beitti sér fast og ákveðið í þessu máli til að reyna að koma í veg fyrir tjón. Frá vinstri: Kári Jónasson, fréttastjóri ríkisúlvarpsins, Jóhann Gunnarsson, ritari 2000 nefndarinnar og Haukur Ingibergsson, for- maður 2000 nefndarinn- ar, að horfa á útvarps- klukkuna þegar sekúndu- vísirinn er að fara á mið- nætti um áramótin síðustu. 6 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.