Tölvumál - 01.05.2000, Page 7
Uppgjör 2000 vandans
Fyrstu aðgerðir hér á
landi til að takast á
við vanda vegna ár-
talsins 2000 í tölvum
og tækjabúnaði áttu
sér stað um miðjan
áratuginn
Um áramótin skipu-
lagði nefndin síðan
vakt í samráði við al-
mannavarnir og Ríkis■
útvarpið
Meginatriðið er þó
að 2000 ágallinn
var ekki eins útbreidd-
ur og grunsemdir
voru um
í svari sínu greindi forsætisráðherra
m.a. frá áformum um að skipa nefnd um
vandamál sem tengist ártalinu 2000 og tók
undir með fyrirspyrjanda að hér væri á
ferðinni meira vandamál en menn hefðu
gert sér grein fyrir. 2000 nefndin var síðan
skipuð í byrjun maí 1998 og var hún skip-
uð fulltrúum tilnefndum af atvinnulífrnu
og stjómvöldum. Þetta fyrirkomuleg
reyndist heppilegt til að tryggja góða sam-
stöðu og samræmingu í aðgerðum.
Starf nefndarinnar
2000 nefndin var skipuð til að vara við,
upplýsa og benda á hvernig standa bæri að
lausn þeirra vandamála sem tengjast ártal-
inu 2000 þannig að ekki yrði skaði af
skakkri meðferð ártala á þeim tímamótum.
í starfi sínu mat nefndin það mikilvæg-
ast að tryggja að stóru landskerfm svo sem
orkukerfið, símakerfið og fjármálakerfið
yrðu ekki fyrir truflun. í þeim tilgangi var
nefndin í reglubundnu sambandi við
helstu innviðarkerfi þjóðarinnar og fékk
frá þeim framgangsskýrslur með jöfnu
millibili.
Næst á eftir þessu var mikilvægast að
gera litlum og stórum fyrirtækjum grein
fyrir að við árþúsundamót gætu komið
upp truflanir í tölvu- og upplýsingakerfum
og var sérstakt kynningarátak í sjónvarpi
og víðar vegna þessa.
Jafnframt þessu stóð 2000 nefndin í
samstarfi við Skýrslutæknifélag íslands
fyrir könnunum meðal fyrirtækja, ríkis-
stofnana og almennings til þess að kanna
hvemig liði vitneskju og endurbótum
vegna 2000 vandans og hvort ástæða væri
til að vænta órökréttra viðbragða almenn-
ings.
Síðasta kastið fyrir áramótin 1999/2000
beindist síðan athyglin að því að kanna
hvemig stæði með viðlagaáætlanir vegna
mikilvægustu kerfa og hvaða viðbúnað
menn hefðu til að bregðast við óvæntum
truflunum.
Um áramótin skipulagði nefndin síðan
vakt í samráði við Almannavamir og Rík-
isútvarpið til að fylgjast með því sem
gerðist hérlendis og erlendis og vera í
tengslum við vaktir stofnana og fyrir-
tækja, veita fjölmiðlum upplýsingar um
stöðu mála og upplýsa stjórnvöld eftir at-
vikum.
Mat ó árangri
Og hvemig tókst svo til? Markmið nefnd-
arinnar var að þjóðarbúið yrði ekki fyrir
neinum skaða vegna ártalsins 2000 í tölv-
um. Þetta markmið náðist að mestu. I
könnun Gallup fyrir 2000 nefndina í janú-
ar 2000 kom fram að 10% landsmanna
töldu sig hafa orðið vör við truflanir á
heimili eða vinnustað sem stafaði af 2000
vandanum. í hópi sérfræðinga, stjómenda
og atvinnurekenda var hlutfallið hærra eða
frá 12,5% til 20%. Þá töldu 15-17% þeirra
sem hafa fjölskyldutekjur yfir 300 þúsund
á mánuði sig hafa orðið vara við tmflanir.
Þetta eru vísbendingar um einhverjar
truflanir vegna árþúsundamótanna en
flestar voru þær einangraðar og auðveldar
viðfangs og hafa valdið meiri óþægindum
en tjóni.
En af hverju tókst svo vel til? Þar má
nefna nokkrar ástæður. í fyrsta lagi naut
verkefnið afdráttarlauss og virks stuðnings
æðstu manna bæði í stjómsýslunni og at-
vinnulífi.
I öðru lagi tókst vel til með kynningu á
viðfangsefninu þannig að fyrirtækin, ríkis-
stofnanir og sveitarfélög áttuðu sig á því
og höfðu gott ráðrúm til að taka á mál-
unum. í áðurnefndri könnun Gallup kom
t.d. fram að 84% landsmanna höfðu orðið
vör við starfsemi 2000 nefndarinnar og ef
litið er til einstakra hópa höfðu 100% sér-
fræðinga orðið varir við starf nefndarinn-
ar. Þá var einnig uppörvandi fyrir 2000
nefndina að vita að 93% þeirra sem af-
stöðu tóku töldu að hún hefði staðið sig
mjög vel eða frekar vel í störfum sínum.
í þriðja lagi kom það til góða hve efna-
hagsástand var gott þannig að aðeins er
vitað um örfá dæmi þar sem vandkvæði
vora á að fjármagna starf að 2000 vandan-
um.
Meginatriðið er þó að 2000 ágallinn var
ekki eins útbreiddur og grunsemdir voru
um. Þetta leiddi til þess að ekki þurfti að
fara í eins miklar lagfæringar og endumýj-
anir og óttast var, eftir að greiningu um
hvort búnaður væri haldinn 2000 ágallan-
um var lokið. Sérstaklega á þetta við um
ýmis ívafskerfi í alls konar vélbúnaði og
iðnaðarvélum. Tröllasögur sem gengu
lengi urn að bflar mundu stöðvast og
heimilistæki truflast voru til dæmis til-
hæfulitlar. Svo virðist sem mestur vandi
Tölvumál
7