Tölvumál - 01.05.2000, Page 9

Tölvumál - 01.05.2000, Page 9
Uppgjör 2000 vandans En Island er ekki eyland nema í land- fræðilegu tilliti ur þessa starfs og opnaði hann skrifstofu í Washington í febrúar 1999. Formaður 2000 nefndarinnar var tilnefndur í þennan stýrihóp sem fulltrúi “lítilla” ríkja en það er hópur um 80 ríkja innan Sameinuðu þjóðanna sem hafa innan við 10 milljónir íbúa. í þeirri tilnefningu var fólgin viður- kenning á starfínu hér á landi. Meginviðfangsefni stýrihópsins var skipulagning aðstoðar í þróunarlöndum, samræming á starfi alþjóðasamtaka, for- ganga um gerð viðlagaáætlana, mat á framgangi undirbúnings ríkja heims og kerfisbundin söfnun upplýsinga í kringum áramótin. Fulltrúar 2000 nefndarinnar áttu einnig skipulegt samstarf við 2000 nefnd- irnar á öðnim norðurlöndum og tóku sem áheyrnarfulltrúar þátt í starfi á þessu sviði innan ESB. 2000 vandinn var einstakur fyrir margra hluta sakir. Vandinn var eins alþjóðlegur og verið getur þar sem þjóðir heims þurftu að glíma við samskonar vandamál á sama tíma og fyrir tiltekinn dag. Stærð vandans var líka óræð því menn vissu ekki fyrir- fram hvar 2000 ágalla væri að finna og fyrir bragðið var heilmikið af hamfara- spám einkum á veraldarvefnum. Þessir heimsendaspámenn gerðu bæði gagn og tjón. Gagnið var að þeir vöktu athygli á vandanum en tjónið var að umræðan var á köflum öfgafull og öfgarnar áttu oft greið- ari leið í fjölmiðla en hófsamari og raun- særri spár. Það á þó yfirleitt ekki við um íslenska fjölmiðla. Lokaorð 2000 nefndin reyndi að halda sig á raun- hæfum nótum og sagði t.d. í skýrslum sín- um til ríkisstjórnarinnar í maí og septem- ber 1999 að enn verði að telja hugsanlegt að upp komi truflanir sem valdið geti skaða og óþægindum. I desemberskýrslu nefndarinnar kom fram að litlar líkur væru á að hefðbundin starfsemi fyrirtækja og opinberra stofnana mundi raskast alvar- lega vegna 2000-vandans þótt reikna mætti með einhverjum hnökrum á rekstri einhverra tölvukerfa í kring um áramótin og síðar. Og þetta gekk eftir. Fyrst eftir áramótin 1999/2000 töluðu sumir eins og að 2000 vandinn hafi verið einhverskonar vírus sem síðan lét alls ekk- ert á sér kræla. Þetta er mikill misskilning- ur því að á síðustu árum fannst mikið af 2000 ágöllum í kerfum fyrirtækja og stofnana. En þeir voru yfirleitt lagfærðir. Greining, flokkun og forgangsröðun ein- kenndu 2000-verkefnin og menn sinntu fyrst því mikilvægasta. Ef tekin er samlík- ing úr læknisfræðinni þá má líkja aðgerð- um vegna 2000 vandans við bólusetningu til að forða veikindum. Margir lögðu á sig mikla vinnu til að greina hvort búnaður væri haldinn 2000 ágalla og lagfæra hann ef finndist. Enn stæni hópur kom að vinnu við þetta verk- efni með einhverjum hætti. Fyrir þetta al- menna framlag og virka þátttöku er 2000 nefndin þakklát. Og vegna þessara við- bragða búum við íslendingar sennilega betur nú í tölvumálum en annars hefði verið. Haukur Ingibergsson, formaður 2000 nefndarinnar IMJKMSTOIX BANK4NNA Tolvumál 9

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.