Tölvumál - 01.05.2000, Page 14

Tölvumál - 01.05.2000, Page 14
Þriðja kynslóðin Algengt er að endurnýtingarstuðull í GSM sé 1:7, þ.e. að í sjöundu hverri sellu í klasa sé unnt að nota sömu burðartíðnina að nýju. I 3. kynslóðinni getur þessi stuðull verið 1:1, þ.e. að unnt sé að nýta sama tíðnisviðið að nýju í næstu sellu Ef sambandið er veikt við farsímann, sem getur stafað af öðru en fjarlægð hans frá grunnstöð, fær kerfið hann til að auka sendistyrkinn, útgeisl- unin frá handtækinu verður óæskilega mikil og rafhleðsla þess eyðist fyrr upp hvað víðfeðmi og flutningsafköst snertir. GPRS/EDGE fer nærri því. Það verður í því lærdómsrík reynsla að sjá hvað leyfis- veitendumir (þ.e. ríkin) munu gera ef til slíkra tilfella kæmi. Þegar þetta er skrifað er uppboðsverðið í Bretlandi fyrir 35 MHz band á tíðnisviði 3G komið í 2.5 þús. milljarða króna! Til er sú skoðun að ríkið hafi þar með selt sig líka til einkaaðila. Er ólíklegt að áætla að þeir sem greiða slíkar upphæðir geri seljendurna ábyrga fyrir því að leyfin haldi? Eg held að flestir hafi ver- ið á þeirri skoðun að afnám ríkiseinkaleyf- anna í fjarskiptum yrði til bóta og vonandi er svo enn, en hvert ofangreind þróun er að leiða málið órar menn ekki fyrir. Hvaða framfarir felast í 3. kynslóðinni Frá tæknisjónarmiði er 3. kynslóðin meira viðfangsefni en svo að unnt sé að gera því öllu skil í almennri tímaritsgrein. í fram- haldinu mun ég því takmarka mig við það sem mér finnst einna mest einkennandi fyrir 3. kynslóðina og sjá má að verði á döfinni á seinni stigum hennar eða jafnvel handan hennar. Eg ætla að nálgast þetta efni út frá endurskoðuðu viðhorfi til band- breiddar og krafna um síaukna band- breidd. Þráðlaus fjarskiptakerfi framtíðar- innar hafa það að markmiði að halda í fullu tré við þráðarkerfin hvað snertir flutningsgæði. Það verður því að finna aðrar og betri lausnir en tíðkast á gler- þráðnum. Þriðja kynslóðin er næsta vís- bending um hvað koma skal í þeim efnum. Um þörfina ó síaukinni bandbreidd - Hvaða óhrif hefur 3G? Mikið hefur verið gert úr þörfinni á síauk- inni bandbreidd í fjarskiptakerfum, vitna menn gjaman í ræðu og riti í lögmál Moors nokkurs sem spáir tvöföldun í bandbreiddarþörf í nútíma upplýsinga- þjóðfélagi á hverjum 18 mánuðum. Ef lit- ið er yfir þróunarsögu þráðametanna, jú þá hefur þessi aukning lotið veldisfalli á þráðarnetunum. En þetta er ekkert náttúm- lögmál. í þráðlausum netum er bandbreidd dýrmætari en svo að þetta komi til greina. Það er unnt að spara mikla bandbreidd með því að minnka umfang sendiefnisins og setja það fram á betri hátt til flutnings. Fyrri aðgerðin kallast „þjöppun“ sú síðari „kóðun“. Þessar leiðir em ekki nýjar í stafrænum fjarskiptakerfum, en í 3G er öllum síðustu niðurstöðunum beitt. Og það er önnur ástæða fyrir band- breiddarhungrinu á tölvunetum. Öll mið- læg raðvinnsla, sem tíðkast hefur frá upp- hafi í tölvukerfum og tölvunetum, kallar á meiri og meiri bandbreidd til að unnt sé að flytja öll gögnin að og frá vinnslunni. Það þarf því engan að furða að til sé annað lögmál, sem segir að aukning á reikniafli (og orku) í svona kerfum lúti hliðstæðu veldisfalli og bandbreiddaraukning; og það er tilfellið ef litið er yfir hraðvirkni- aukningu tölva í gegnum tíðina. Þetta em tvær hliðar á sama máli. Leiðin framhjá þessu, bæði hvað vinnsluhraða og flutningshraða snertir, er að dreifa vinnslunni. En sú leið er vand- rötuð vegna þess að hún hefur í för með sér miklu flóknara og erfiðara stjómkerfi. Það er árangurinn á þessum sviðum, þjöppum, kóðun og dreifðri vinnslu, með hliðsjón af beitingu þess í 3G, sem ég kýs að gera að umræðu- efni í því sem á eftir fer. Hvað leiðir til auk- inna afkasta í 3G? Mynd 2 sýnir band- breidd 3. kynslóðar- Mynd 2 Samanburður á flutningsafköstum og víðfemi nokkurra þráðl. kerfa Smá-sellur Stór-sellu 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.