Tölvumál - 01.05.2000, Side 16
Þriðja kynslócSin
Slaða MPEG4 í dag
er sú að þjöppunar-
staðallinn skilar sömu
myndgæðum og
MPEGl með 1/3
umfangi þess síðara
eða að sama skapi
skemmri tíma í
sendingu
innar eða UMTS í afstöðu til ýmissa ann-
arra þráðlausra kerfa. A dagskrá er að
veita henni allt að 2 Mb/sek flutningsgetu
í kyrrstöðu í nærumhverfí. í fyrstu útgáfu
virðist þó enginn framleiðandi miða að
meiru en 384 kb/s. A hreyfingu í stórsell-
unni má reikna með u.þ.b. þriðjungi af
því.
Bandbreiddin verður því töluvert meiri
en í almenna þráðarsímkerfinu í dag
(ISDN) og mikil miðað við GSM, en enn
lítil miðað við glerið.
í stórum dráttum næst afkastaaukningin
á 3G á tvo vegu: Annars vegar með betri
nýtingu tíðnibandsins og auknum þjón-
ustuafköstum. Þetta er gert með nýju
radíókerfi, betra aðgangskerfi og auknum
möguleikum til betri sjálfstjórnunar og
hins vegar með knappari framsetningu eða
sparnað í umfangi (þjöppun) þess efnis
sem kerfið á að flytja og betri framsetn-
ingu (kóðun).
Nýtt radíó- og aðgangskerfi
Ein höfuð ástæðan fyrir nýju radíókerfi í
3. kynslóðinni er betri bandbreiddarnýtni
og möguleikar á stórauknum fjöldaað-
gangi miðað við GSM. Ég mun ekki fara
djúpt í þetta efni hér en smá innsýn er þó
nauðsynleg til að skilja merg málsins.
Mynd 3 sýnir helstu hefðbundnar leiðir
til fjölrásunar. í FDMA (frequency
division multiple access) er tíðnirúminu
skipt niður í rásir með mismunandi burð-
artíðnum, í TDMA (time division multiple
access) er hverri tíðnirás skipt upp í runu
tímahólfa sem endurtekur sig og hvert tal-
samband fær sitt hólf. Það er yfirleitt vísað
til aðgangskerfis í GSM sem TDMA en
það skiptir tíðnisviði sínu niður í 200 kHz
rásir og notar sér þó tíðnirásun til að setja
upp tvíáttasamband eins og ég vík að
neðar.
Þegar homsteinninn var lagður að GSM
fyrir u.þ.b. 15 árum réðst mótunartæknin
sem valin var af þörfum talsímaþjónust-
unnar einnar og viðleitni til að spara í gerð
farsímatækisins. Sú mótunartækni, og
þessi uppskipting tíðnisviðsins í band-
þröngar eintíðnirásir með nauðsynlegum
eyðum í milli, gerir GSM ekki að band-
nýtnasta kerfi í heimi nema síður sé.
í UMTS kallast aðgangskerfið W-
CDMA (wideband code division multiple
access) og er farið allt öðruvísi að (mynd
3). Tekin er hlutfallslega bandbreið
sendirás (5 MHz) og rófi talrásarinnar,
sem upprunalega er bandþröng, dreift með
hjálp kerfisbundins kóða yfir allt tíðnisvið
sendirásarinnar. Þaðan kemur nafngiftin
„spread spectrum" eða DS-SS. (sbr. mynd
3) Það er ýmist gert samfellt með
slembitalnaröð (DS: direct sequence) eins
og í W-CDMA eða með mjög tíðum
slembistökkum sem er dreift jafnt yfir
tíðnibandið, eins og t.d. í Bluetooth. Það
sem meira er, í W-CDMA er öllum hinum
talsamböndunum sem kunna að vera í
2. kynslóðin (GSM, DECT,..)
TIÐNl
TIÐNI
3. kynslóðin
TÍÐNI
/ J
f3- - RÁS 3
f2- - RÁS 2 fl_ R1 R2 R3 R1
n- - RÁS 1
TÍMI tl t2 t3 t4
TÍMI
FDMA
TDMA
KÓÐI
TÍMI
✓
WCDMA
TIÐNI
UMTS
- Samfellt dreift tíðniróf (DS-SS)
<- Tfðni-hopp (FH-SS)
iími Bluetooth
Mynd 3 : Um aðgangshátt 2. og 3 kynslóðarinnar
16
Tölvumál