Tölvumál - 01.05.2000, Síða 19

Tölvumál - 01.05.2000, Síða 19
Þriðja kynslócSin Þrátt fyrir alla fram- förina í 3G finnst sumum ekki nógu langt gengið þegar lagt er upp. A miðju s.l. ári tóku ein 8 málsmetandi iðnaðarfyrirtæki á sviðinu sig til og stofnuðu 3G.IP vinnuhóp, í líkingu við 3GPP, sem setti sér það markmið að skilgreina „hreint" IP farkerfi á 3G staðlinum og vöxtur 3G verður áframhald af því sem hann hefur verið í 2G verður málið ekki auðvelt. Eitt það vandamál á sviði stjórnunar sem varð að leysa áður 3G er hleypt af stokkunum er stjórnun kerfisins á sendistyrk viðtækja. Þetta var eitt af erfið- ustu vandamálunum í þróun bandaríska 2. kynslóðar kerfisins sem byggir á CDMA og tafði fyrir því í samkeppni við GSM. Og það er einnig vandamál í öðrum teg- undum 2. kynslóðar farsímakerfa, TDMA- kerfunum, þó að það sé ekki eins erfitt. Aflstýring fer oft úr böndum í GSM, ekki síst þar sem færst hefur í vöxt að nota þessa tegund farsíma sem þráðlausan síma í margmenni og innanhúss, en fyrir það voru þau ekki hönnuð. Ef sambandið er veikt við farsímann, sem getur stafað af öðru en fjarlægð hans frá grunnstöð, fær kerfið hann til að auka sendistyrkinn, út- geislunin frá handtækinu verður óæskilega mikil og rafhleðsla þess eyðist fyrr upp. Þarna eru því tvær góðar ástæður til að spara í hvívetna í orku innan þráðlauss sendikerfis. 3G lofar mikilli endurbót í þessum efnum því að það kemst af með minni sendistyrk. En í W-CDMA í 3G kemur viðbótará- stæða sem gerir stjómunannálið erfiðara. Ef grunnstöð í miðri sellu er að skipta við tæki í jaðri hennar er merkið frá tækinu sökum fjarlægðar sem veikast. Ef annar notandi er nálægt grunnstöðinni er merkið frá honum hlutfallslega sterkt. Nú skipta samböndin hundruðum í svona sellu háð álagi. í W-CDMA er hver ofan í öðrum á sömu senditíðni og grunnstöðin þarf að ná að greina þau í styrk. Ef ekkert er að gert, kæfa merkin frá notendum sem em nærri grunnstöðinni þau veikari sem koma fjarri að. Grunnstöðin verður því að stjórna út- sendingarstyrk allra notenda í sinni sellu, draga úr afli þeirra í hlutfalli við hversu nærri þeir em gmnnstöðinni svo að „besta“ aðstaða rfld til samskipta við alla. Vandamálið er erfitt af því að truflun hvers sambands á svona kerfi kemur frá hinum notendunum og versnar með álagi og er síbreytilegt. Aðgangsmátinn í þráðlausum kerfum sem þessum er einnig erfiðari en nokkuð það sem menn hafa fengist við í þráðar- kerfunum. I þráðarkerfunum, þegar band- breiddin er mikil, tíðkast háttbundinn eða reglubundinn aðgangsmáti (t.d. SDH, tók- hringurinn o.fl.) sem stjórnað er miðlægt. í netum með frjálsan aðgang, þar sem keppt er um miðilinn milliliðalaust án af- skipta miðlægrar stýringai- (t.d. Ethernet) fylgir stjórnhættinum óhjákvæmilega „hvikulleiki" enda nefnast þau „random access“ kerfi. Umferðin lýtur umferðar- reglum, en virkni þeirra dreifist um kerfið sem er mjög hagkæmur umferðarstýri- háttur a.m.k. á meðan umferðin er í bönd- um. í 3. kynslóðinni og handan hennar er margmiðlun á dagskrá (tal, tónar og víd- eó). Miðað við hefðbundin tölvugögn kærir þetta efni sig kollótt um einstakar bitavillur eða jafnvel þó einn og einn rammi glatist, en það er mjög viðkvæmt fyrir seinkunum og sveiflubundnum flutn- ingi, sem einkenna þráðlausu fjölvegskerf- in (mynd 5) umfram nokkuð annað. Þegar ástandið á þráðlausa miðlinum er slæmt er því í bakkafullan lækinn að bera að bjóða margmiðlunarefni „random access“ að- gangsmáta að auki. Á rannsóknasviðinu er því unnið hörðum höndum að blönduðum aðgangsmáta (Hybrid MA) sem betri lausn fyrir pakkatengd þráðlaus net. Að gefnu aðgangskerfi sem er lýðræðis- legt og frjálst er vandinn þvínæst að nýta getu kerfisins til hins ítrasta án þess að missa það úr jafnvægi, sem getur reynst erfitt því að ástandið er sífellt að breytast og ástæðurnar margþættar og því erfitt að rekja þær. Þetta krefst rannsókna á betri leiðurn í stjórnun svona tæknikerfa þar sem eftir- farandi ástand ríkir: Hver nýr þátttakandi hugsar urn sinn hag í samkeppni við aðra um hítuna, og veldur með gerðum sínum breytingu á umhverfi sínu og heildará- standi. (Ekki ókunnugleg lýsing úr dag- lega lífinu?) Mikilvæga spumingin (og sú lýðræðislega) er: Hver er besta leiðin að hagkvæmastri útkomu fyrir heildina og hvemig er unnt að halda henni við? Lausnin á þessu er óhjákvæmilega tengd svarinu við: Hver er besta leikaðferðin fyrir hvern og einn í síbreytilegri stöðu? Af ofangreindri lýsingu á vandanum skyldi engan furða að upp skýtur nú koll- inum á þessu sviði gömul og merkileg fræðigrein sem nefnist „leikjafræði“ Tölvumál 19

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.