Tölvumál - 01.05.2000, Page 22
Þriðja kynslcxSin
á sýni eða að sama skapi betri gæða fyrir
sama bitaflæði. Hann vinnur á bilinu 32
kb/s -128 kb/s.
Myndkóðarar:
Um þjöppun á vídeómyndefni með
MPEG4 hef ég fjallað lítilsháttar að ofan
og þá vísað til myndar 6. Auk MPEG4
sést bandbreiddarþörf MPEG1, hannað
fyrir geisladiska, og MPEG2, sem er m.a.
þjöppunarformið fyrir stafræna sjónvarpið
DVB. Báðir þessir eldri þjöppunarstaðlar
gera ráð fyrir taktbundnum stöðugum
flutningsmiðli eru því óhentugir. Það er
hins vegar ekkert til fyrirstöðu að senda
sjónvarpsefni með MPEG4 á DVB sem
hefur um 30 Mb/s flutningsgetur, og hvað
myndflutning með sömu gæðum snertir
má gróflega sjá á mynd 6 að ávinningur-
inn nemur um einni stærðargráðu í fjölda
myndefnis sem unnt er að senda í senn.
Þegar kemur að flutningi á margmiðl-
unarefni á pakkanetum snýst málið að
auki um það sem felst í nýjum staðlabálki
frá ITU-T sem auðkenndur er H. 323. Á
honum byggist myndflutningur á alnetinu
í dag. Umfram það þarf í 3G að leiðrétta
neikvæð áhrif þráðlausa fjölvegsmiðilsins
(time variable fading channel). Fyrir
myndupplausn sem nemur 176x144
myndpunktum, sem er nægjanleg fyrir þá
skjástærð sem 3G-tækin munu hafa, er
staðan í dag sú að ná má settu marki með
9,6 - 30 kb/s lágmarki háð efni. Þetta næst
með samtvinnaðri lindar-, rásar- og við-
takskóðun.
Er 3. kynslóðin úrelt þegar
hún fæðist?
Þrátt fyrir alla framförina í 3G finnst sum-
um ekki nógu langt gengið þegar lagt er
upp. Á miðju s.l. ári tóku ein 8 málsmet-
andi iðnaðarfyrirtæki á sviðinu sig til og
stofnuðu 3G.IP vinnuhóp, í líkingu við
3GPP, sem setti sér það markmið að skil-
greina „hreint“ IP farkerfi á 3G staðlinum.
Þeir hafa lagt fyrstu tillögur sínar fyrir
ITU sem leiddi af sér að grunnurinn að
slíku kerfi verður lagður í 3GPP R00 (þ.e.
staðlaplaggi 3G sem kemur í lok þessa
árs) og miðað er við að verði á 2004.
(mynd 7). Við samruna síma- og netþjón-
ustunnar er vaxandi hneigð hjá iðnaðinum
til að keyra „allt yfír IP“ eða „x-IP“ eins
og það er nefnt. Af slíku er farið að heyr-
ast mest um netsímann eða VoN (voice
over network), en þar er talsíminn sendur
á pakkaformi yfir „netið“. Þetta er þegar
ágæt lausn á staðarneti eins og Ethernet.
Gagnrýnisraddirnar segja um R99, að
úr því að verið sé að hanna UMTS eða 3G
sem margmiðlunarnet frá grunni, fyrir tal,
tóna og mynd á pakkaformi, því er þá ver-
ið að flækja málið með talsamböndum eft-
ir öðrum leiðum en með netsíma? Rása-
skipting símatækninnar sem 3G erfir verði
hennar fortíðarvandi strax í fæðingu.
Því er til að svara að í fyrsta Iagi verður
Hlutfallsl.myndgæði
/
6 -
1 -
1/4 _
1/6-
64 k 1.5 M
Með MPEG4 og samtvinnaðri lindar-,
rásar- og viðtakskóðun er unt að ná við-
unandi gæðum á 3G-skjá (176x144 pkt.)
með allt niður í 10-30 kb/s
Nauðsynl.meðal-
bandbreidd
—i----------b/s
3 M
Mynd 6: Um þjöppun stafrænna sjónvarpsmynda
22
Tölvumál