Tölvumál - 01.05.2000, Page 23

Tölvumál - 01.05.2000, Page 23
Þriðja kynslóðin 3. kynslóðin að þróast sem áframhald af 2. kynslóðinni (sem er rásaskipt sfmatækni) og verður auk þess að brúast yfir í „fasta“ símkerfið sem er njörvað niður í baknetið sitt sem kallað er SS7 og við munum búa við um hríð. í öðru lagi er netsíminn í dag á algjöru frumstigi, það er ekki nóg að unnt sé að flytja tal, málið snýst um mikla símaumferð sem þarf að stjóma. H.323 sem netsíminn byggir á og skilgreinir endabúnað eins og netsímtæki og netsíma- gáttir, skilgreinir ekkert stjómkerfi hlið- stætt við SS7, sem er baknetið í hefð- bundna símakerfinu. Slíkt er nauðsynlegt ef á að byggja um heilt símakerfi. Þetta er í smíðum á vegum ITU-T og undir vinnu- nafninu MECAGO og verður auðkennt H.248. En vinnunefndir ITU eru ekki ein- ar um hituna. IETF, stöðlunarstarfsemi al- netsins, hefur látið málið til sín taka. Þeir hafa þegar afgreitt sinn stjómstaðal fyrir netsímakerfi undir auðkenninu MGCP auk SIP sem er hliðstætt H.323. Það mun taka sinn tíma að jafna út skoðanamun þessara aðila, en á dagskrá í R00 er að gera upp á milli SIP og H.323. Og í þriðja lagi, eins og víða má sjá fyrr í greininni, er viðbót- artæknin sem þarf til að fá þetta til að ganga á tímbreytilegum fjölvegsrásum þráðlausra kerfa enn ekki tilbúin. Iðnaður- inn hefur svona rétt mátulega náð tökum á IP-farandskerfum (IP-mobility) og ég hef minnst á „handsöl" og reikiþjónustu á milli sella, en það er lítið vandamál miðað við það sem upp kemur með þeim aragrúa af örsellum í þéttbýli sem stefnir í með 3./4. kynslóðinni og nefnt er „IP micro- mobility". Hugsum okkur 100 Bluetooth (BT) pikó-net í einni skrifstofubyggingu (eyjar sem þjóna á sjálfaðlagandi hátt allt að 8 biðlurum), eitt fyrir hvert herbergi, og 1000 manns með BT-væddar 3G vasa- tölvu eiga að fá snuðrulausan þráðlausan aðgang að „netinu“ í gegnum BT-sam- skipti hvert sem þeir reika í húsinu. Það er ekkert í GPRS forskriftastaflanum sem tekst á við þetta. Hreint x-oIP er ekki tímabært fyrir 3. kynslóðinni. En það gæti þýtt að 4. kynslóðin sé ekki langt undan. Sigfús Björnsson er prófessor við Háskóla Islands Mynd7: 3GPP UMTS R00/2004; mun þróast yfir í hreint x-oIP (nánar í texta) Tölvumál 23

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.