Tölvumál - 01.05.2000, Side 25
GPRS
Þess vegna vilja
menn nú sameina
göngurnar og færa
kosti tölvu- og vef-
tækninnar inn í far-
simakerfin
sem slær tvær flugur í einu höggi, aðlagar
2G að vefheimum og varðar auk þess leið-
ina í 3G. Þess vegna eru GPRS hæf 2G
kerfi oft einnig kölluð 2.5G, með GPRS
erum við komin hálfa leið í þriðju kyn-
slóðina.
Tæknin
Lítum fyrst á helstu einingar hefðbund-
ins 2G farsímakerfis, svo sem GSM. Úti í
höndum notendanna eru farsímamir og
þau tól sem notendur geta nýtt sér til sam-
skipta, þessi tól hafa þráðlaust samband
við sendistöð BTS (Base Tranciever
Station), sendistöðvamar sem era fjöl-
margar tengjast um línu eða örbylgjukerfi
við stýrieiningu BSC (Base Station
Controller) sem aftur tengist símstöð
MSC (Mobile Switching Center). Að lok-
um tengist símstöðin við önnur net, svo
sem almenna talsímanetið (PSTN) og út-
landanet (mynd 1). Öll þau samskipti sem
fara um kerfið eru rásatengd (circuit
switched) þar sem hver rás er 64kb/s sem
er hin hefðbundna rásabreidd stafrænna
fjarskiptakerfa í Evrópu. Þetta er einmitt
sú kunnuglega rásabreidd sem er til aflögu
fyrir ISDN í almenna símakerfinu en þar
sem GSM tæknin nýtir hverja 64kb/s rás
fyrir 4 talrásir verður möguleg bandvídd
hverrar talrásar mun minni í GSM og
gagnahraði takmarkast við 9.6kb/s. Þetta
er sá gagnahraði sem farsímanotendur
hafa orðið að sætta sig við þar til nú að
nýjar aðferðir bæta úr vandanum. Það
fyrsta sem gerist er að með nýrri mótunar-
tækni verður mögulegt að keyra allt að
14.4kb/s um hverja talrás. Þetta er veruleg
aukning en vegur þó ansi lítið í saman-
burði við t.d. ISDN en það sem fyrst og
fremst ræður úrslitum er möguleikinn að
flétta saman margar rásir samtímis og
margfalda þannig hraðann. Á þennan hátt
má flétta allt að átta rásum og ná þá hraða
upp á 8 x 14.4kb/s = 115.2kb/s.
Þegar samfléttun margra rása varð
möguleg settu menn fram tvær mismun-
andi hugmyndir/aðferðir við að innleiða
þennan nýja hraða í farsímakerfin. Önnur
aðferðin, og kannski sú sem í fyrstu var
talið að yrði fyrr á ferðinni, er kölluð Há-
hraða rásatenging, skammstafað HSCSD
(High Speed Circuit Switched Data). Þessi
aðferð gengur einfaldlega út á það að not-
andinn velur sér bandbreidd í upphafi
samtals, kerfið fléttar þá saman þær rásir
sem þörf er á og notandanum er þar með
tryggður réttur rásafjöldi og umbeðin
bandbreidd. Þessi aðferð lýtur í raun hinni
hreinu rásabundnu hugsun, er einföld og
auðskilin. Aðferðinni fylgir hins vegar eitt
alvarlegt vandamál sem er kostnaður not-
andans af margfaldri rásanotkun, því með
þessari aðferð hefur notandinn tekið frá
fastan fjölda talrása og þarf eðlilega að
greiða fyrir notkun þeirra, hvort sem hann
notar bandvíddina hagkvæmt eða ekki.
Við getum auðveldlega séð fyrir okkur að
Tölvumál
25