Tölvumál - 01.05.2000, Qupperneq 26
GPRS
GPRS samanstendur
bæði af nýjum bún-
aði úr heimi IP og
hugbúnaði innan
hefðbundnu eininga
farsímakerfanna
sá sem t.d. vafrar um netið án þess að
sækja umtalsverð gögn yrði varla ginn-
keyptur fyrir að greiða fyrir þá notkun
með margföldu verði. Þegar hér var komið
sögu áttuðu menn sig á því að gagnanotk-
un í farsímakerfunum þyrfti alls ekki að
lúta öðrum lögmálum en því sem þekkist
við hefðbundna vefnotkun, fólk vill geta
flakkað um upplýsingaheiminn á góðum
hraða og auðveldlega sótt gögn og upplýs-
ingar þegar svo ber undir. Og umfram allt,
enginn er viljugur að greiða margfalt verð.
GPRS er afurð þessarar hugsunar. GPRS
samanstendur bæði af nýjum búnaði úr
heimi IP og hugbúnaði innan hefðbund-
inna eininga farsímakerfanna. Þessi nýi
búnaður tengist við farsímakerfm og
stjómar rásanotkun þeirra á sem hag-
kvæmastan hátt með tilliti til gagnahraða
og hagkvæmni. Hagkvæmnin skiptir gríð-
arlega miklu máli því eitt af vandamálun-
um sem glímt er við í farsímakerfum er
takmarkaður rásafjöldi. Vegna mikils
kostnaðar á bak við hverja talrás í farsíma-
kerfum er talrásum stöðugt fjölgað í takt
við þá notkun sem í kerfunum er. Ef rás-
imar eru illa nýttar við gagnaflutninga
kemur það sér illa fyrir kerfið og enn ver
fyrir notandann sem þá finnst hann borga
mikið fyrir lítið. Hér er það einmitt sem
GPRS leysir vandann og hefur sveigjan-
leika fram yfir HSCSD og aðlögun að
sveiflukenndri (e: bursty) hegðun vefnotk-
unar. Með GPRS em rásimar aðeins nýttar
þegar þörf er á þeim og við samanburð við
HSCSD kemur í ljós að GPRS er a.m.k.
þrefalt hagkvæmari kostur þegar tekið er
tillit til rásanýtingar. Vegna þessa kemur
ekki á óvart að langflestir framleiðendur
sem og farsímafyrirtæki setja nú stefnuna
á GPRS og láta HSCSD bíða.
Skoðum aðeins í hverju þessi munur
liggur þar sem það lýsir vel hagkvæmni
GPRS. Ef við hugsum okkur að á ákveðnu
augnabliki séu 8 talrásir lausar til gagna-
flutnings þá gefur augaleið að tveir
HSCSD notendur gætu skipt þeim á milli
sín og báðirkeyrt 4X14.4=57.6kb/s. Þar
sem þessir notendur nota 4 rásir hver
verða þeir að borga fjórfalt verð fyrir
notkunina. Séu þeir t.d. bara að rápa um
vefinn og ekki að sækja nein gögn er hætt
við að þeir verði ósáttir við símreikning-
inn. GPRS vinnur aftur á móti útfrá
sveiflueðli vefnotkunar og það sýnir sig að
a.m.k. 6 GPRS notendur geta nýtt sömu
átta rásirnar á 57kb/s hraða (mynd 2).
Þetta er mögulegt vegna þess að með
GPRS eru rásimar aðeins fléttaðar þegar
þörf er á og þeim er skilað samstundis inn
í kerfið, til notkunar fyrir aðra, þegar við-
komandi notandi nýtir þær ekki. Með
þessu móti verður unnt að bjóða farsíma-
notendum hraðvirka og hagkvæma lausn
fyrir gagnasamskipti, mun ódýrara en
HSCSD gæti boðið, og það sem meira er,
notandinn er alltaf tengdur hraðvirku
gagnsambandi.
Þessari skynsömu aðferð fylgir einn
forvitnilegur fylgifiskur sem er spumingin
um það hvaða lausnum verður beitt til að
verðleggja þessi gagnasamskipti framtíð-
arinnar. í dag þekkja farsíma- og símnot-
endur yfirleitt vel hugtakið mínútuverð,
hugtak sem ekki er hægt að nota í GPRS. í
GPRS er það frekar gagnamagnið eða þau
samskipti sem fara fram sem eru notand-
anum skiljanleg og það verður spennandi
að sjá hvemig notendum og þjónustuveit-
endum þeirra gengur að átta sig á nýjum
gjaldtökuaðferðum. Verður mkkað fyrir
bitana eða pakkana sem flæða til og frá
notandanum, verður mkkað með föstu
gjaldi fyrir pakkaeiningar, föstu gjaldi fyr-
Fjöldi notenda / burðarbylgju
26
Tölvumál