Tölvumál - 01.05.2000, Side 33
Nethnöttu
Nethnöttur Tæknivals:
byltingin til sjófarenda
Bergsteinn Hjörleifsson
I raun má segja að
Nethnöttur Tæknivals
opni sjófarendum
heim nútíma samkipfa
sem áður var óþekkt-
ur til sjós
ASíðustu mánuðum hafa staðið yfir
lokaprófanir af hálfu Tæknivals
með Intemettengingu um borð í
Mánafossi, skipi Eimskipafélags Islands.
Á skipinu er tölvubúnaður í brú og gervi-
hnattadiskur með sérstökum veltibúnaði
til að halda stöðugri stefnu á hnöttinn sem
við tengjumst. Með Nethnetti Tæknivals
hefur verið þróaður búnaður sem sítengir
með mikilli bandbreidd, íslenska sjófar-
endur við Netið. Það má því segja að
Nethnötturinn rjúfí þá einangrun sem sjó-
menn búa við því að sjófarendur hafa að
mestu leyti verið sniðgengnir í þeirri upp-
lýsingabyltingu sem orðið hefur á síðustu
árum „á fasta landinu“. Upplýsingabylt-
ingin nær því loksins út á haf til sjófar-
enda.
Margir kostir
Prófanir gengu eins og best var á kosið,
tækjabúnaðurinn reyndist vel við verstu
aðstæður, mikla ölduhæð og mikinn velt-
ing án þess að sambandið við hnöttinn
rofnaði. Það sýndi sig að diskurinn og sá
búnaður sem honum fylgir stóðst fullkom-
lega þær erfiðu aðstæður sem em hér við
land í verstu vetrarveðrum.
Möguleikarnir sem Nethnötturinn skap-
ar eru óþrjótandi og kostimir ótvíræðir:
• Sítenging
• Eingöngu greitt fyrir gagnaflutning
• Hraðvirkt samband (mikil band-
breidd)
• Staðlaður hugbúnaður engin sérsmíði
• Stöðluð forrit fyrir ritvinnslu, tölvu-
póst og gagnagrunn
• Fullkomið netkerfi um borð í skipinu
• Fjarlækningar, fjamám og önnur fjar-
þjónusta er raunhæfur kostur
Þess má geta að það er einnig hægt að
setja upp samskonar búnað hjá fyrirtækj-
um í landi, náttúmlega án veltibúnaðarins.
Tæknival setti upp þessa lausn hjá flugfé-
1
upplýsinga-
laginu Atlanta í Saudi Arabíu og reynslan
hefur verið mjög góð.
Sparar tíma sem kostar stórfé
Nethnöttur Tæknivals var fyrst kynntur
á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi síð-
astliðið haust og vakti mikla athygli, enda
þessi tæknilausn ekki þekkt í heiminum. f
raun má segja að Nethnöttur Tæknivals
opni sjófarendum heim nútíma samkipta
sem áður var óþekktur til sjós. Skipin era
sítengd Netinu með hraðvirkari tengingu
en þekkist hjá flestum fyrirtækjum í landi.
Útgerð og áhöfn nýtir sér Netið sem upp-
lýsingaveitu og samskiptatæki, fær ódýrt
símasamband um Netið (VoIP), nýtir sér
tölvupóst og alla fjarskiptatækni um Netið
til öryggis, afþreyingar og spamaðar. Þá er
unnt að greina bilanir og þjónusta skipin
um Netið sem getur sparað útgerðinni
stórfé og tíma, auk þess sem búnaður um
borð getur verið sítengdur útgerðinni og
skipin tengd upplýsingakerfi útgerðar. Við
sjáum fram á að um borð í íslenskum skip-
um verði staðlaður net-, hug- og vélbún-
aður eins og hjá fyrirtækjum í landi, þ.e.
að skipið verði einskonar útibú frá útgerð-
inni.
Prófanir við erfiöar aðstæöur
Tilgangurinn með uppsetningu Nethnattar
Tæknivals um borð í Mánafossi, var að
sýna að það sé raunhæfur möguleiki að út-
vega sjófarendum þá miklu bandbreidd
við Netið sem gervihnattatenging felur í
sér. Markmiðið var að fá reynslu við erfið-
ar aðstæður. Mánafoss er strandferðaskip
og hentaði vel vegna þess hve oft komið er
að landi og einnig er skipið í stærðarflokk
sem þótti ákjósanlegur. Ekki spillti að
skipið er með mjög háa brú og því reyndi
mikið á stöðugleika sendis vegna hreyf-
inga skipsins á siglingu í ólgusjó.
Tengingin
Tengingin sem Tæknival býður upp á í
Tölvumól
33