Tölvumál - 01.05.2000, Page 36
Fjarskiptaþróun
Hin ný/a kynslóð fjar-
skiptafyrirtækja nýtir
sér frelsi í fjarskiptum
og jafnframt mögu-
leika nýjustu tækni til
að byggja samnýtt
net (e. converged net-
work) sem byggja
gjarnan á ATM og IP
tækni
Með almennri notkun
MPLS opnast sá
möguleiki að nota IP
sem eina samskipta-
háttinn yfir almenn
fjarskiptanet
Ný þjónusta fyrir hið
bandbreiða og
sítengda þjóðfélag
mun eflaust skjóta
upp kollinum og ekki
er t.d. ólíklegt að
veruleg aukning verði
í streymi á hljóð og
myndefni
flutningar (e. data communications) hafa
gjaman verið tveir aðskildir heimar í
hugsun, tækni og þar af leiðandi mann-
skap. Símaheimurinn er þekktur fyrir að
hreyfa sig hægt og örugglega og þar er ör-
yggið í fyrirrúmi. Þróun í gagnaflutning-
um er afar hröð hins vegar. Hin almenna
notkun IP samskiptaháttarins og nýting
hans á nánast öllum sviðum fjarskipta hef-
ur ýtt undir þær hugmyndir að hefðbundin
fjarskiptafyrirtæki séu úrelt og leysa megi
öll fjarskipti með pakkanetum er byggja á
IP. Talað er um hina nýju kynslóð (e. NG)
fjarskiptafyrirtækja í því sambandi. Hin
nýja kynslóð fjarskiptafyrirtækja nýtir sér
frelsi í fjarskiptum og jafnframt mögu-
leika nýjustu tækni til að byggja samnýtt
net (e. converged network) sem byggja
gjaman á ATM og IP tækni. Tal og gögn
era þá flutt eftir sama netinu til hagræð-
ingar en flutningur tals er að verða minni í
heildarmagni en flutningur tölvugagna á
þegar þessu ári skv. erlendum spám. Segja
má að tal fái að fljóta með í framtíðinni og
gefur auga leið að hlutfall þess í kostnaði
mun lækka. Fjarskiptafyrirtæki sem að-
laga sig ekki að þessari nýju tækni munu
eiga erfitt í samkeppninni vegna mikils
kostnaðar við mannahald í rekstri hinna
ólíku kerfa.
Verður IP alhliða flutningshóttur?
Unnt er að minnka vandamál við tal- og
myndflutning með IP með því að hafa
næga bandvídd til staðar og beita aðferð-
um eins og mismunandi biðröðum (e. pri-
ority queueing eða weighted fair queu-
eing). Dæmi úr daglegu lífi er sér innritun-
arborð fyrir Saga Class farþega þar sem að
jafnaði em fáir farþegar. Þar höfum við í
raun enga trygginu að við fáum afgreiðslu
á innan við 10 mínútum. Þannig er ekki
þolandi til lengdar að t.d. fimmta hvert
símtal verði slitrótt eða myndin frjósi á
skjánum af og til vegna stíflu í neti. Það
sem vantar uppá IP samskiptaháttinn er að
geta pantað samband enda í enda með
merkjasendingu (e. signalling) áður en
gögn eru send. Reynt hefur verið að gera
þetta með RVSP samskiptahættinum en
ekki þykir hafa tekist nægilega vel til þar
og útbreiðsla er hans lítil. Flutningur IP
yfir ATM sýndarrásir er hins vegar leið til
að tryggja fyrirframákveðinni IP umferð
þá bandvídd sem þarf. Þannig er ATM
ákaflega mikilvægt sem undirliggjandi
burðartækni fyrir kröfuharða IP flutninga.
Mörg fjarskiptafyrirtæki em að próa sig
áfram með endurbót á IP hættinum sem
kallast MPLS (e. Multi Protocol Label
Switching). Á jaðri fjarskiptanets er bætt
við IP pakkann nýjum upplýsingum. Allir
hnútpunktar fjarskiptanets verða að kunna
skil á MPLS og geta tryggt þá bandvídd
sem beðið er. Hér er komin fyrsta breyting
á IP útgáfu 4 sem skilgreind var 1984 og
virðist ætla að ná útbreiðslu. Með al-
mennri notkun MPLS opnast sá möguleiki
að nota IP sem eina samskiptaháttinn yfir
almenn fjarskiptanet. Undirliggjandi kerfi
geta t.d verið ATM net eða gigabitabeinar.
Eitt er víst að IP verður að breyta til þess
að það sé hægt. Við þetta má svo bæta við
að það er skoðun margra að IP muni renna
saman við ATM, en allt það sem IP vantar
varðandi QoS (e. Quality of service) er að
finna í ATM. Skoðun manna á því hvemig
víðnet munu þróast er misjöfn og lætur
nærri að um trúarlegt atriði sé um að ræða.
Þannig er ákveðinn skóli sem vill keyra IP
beint á SDH/Sonet (POS) en það getur
verið hagkvæmt ef tengja þarf um langar
og dýrar leiðir. Annað dæmi er tækni sem
Cisco hefur verið að þróa þar sem
SDH/Sonet er leyst af með samskiptahætti
sem nefnist DPT (e. Dynamic Packet
Transfer). Allt er þetta ung tækni og ekki
stöðluð. Allmargir tala um nauðsyn þess
að byggja hrein IP net (e. Pure IP) en und-
irritaður verður að viðurkenna að hann
hefur aldrei skilið þetta hugtak, IP er jú í
netlagi (e. Network layer) og verður því
ávallt mengað af neðri flutningslögum.
Hvað er framundan
Fyrirtæki smá sem stór em óðum að skipta
út upphringisamböndum (ISDN) og lág-
hraða kbs tengingum á Netið í sambönd
sem mælast í Mbs (megabitar á sekúndu).
Þessi þróun er ör þessa dagana enda em
krafa dagsins góð tenging við Netið. Hér
hafa fyrirtæki úr mörgum möguleikum að
velja. Netglaðir einstaklingar munu einnig
fá sér sítengingu með DSL eða þráðlausri
tækni. Ný þjónusta fyrir hið bandbreiða og
sítengda þjóðfélag mun eflaust skjóta upp
kollinum og ekki er t.d. ólíklegt að veruleg
aukning verði í streymi á hljóð og
36
Tölvumál