Tölvumál - 01.05.2000, Side 38
Af CeBIT 2000
Af CeBIT 2000
Einar H. Reynis
Linux er farið að
skjóta rótum nokkuð
víða
Tilgangurinn með
Bluetooth er meðal
annars sá að losna
við margskonar
kapaltengingar
Klukkan var ekki nema sjö að
morgni og hraðlestin samt sem
áður troðfull. Enn eitt metárið í
aðsókn, var það sem kom upp í hugann.
Engin sæti laus og framundan fyrsta níu
klukkustunda lotan á þessari miklu sýn-
ingu, CeBIT 2000.
Þær raddir heyrðust að í þetta sinn hafi
ekki verið kynnt neitt byltingarkennt en
þær hljóma ekki hátt. Af nógu var að taka
og af mannmergðinni að dæma í kringum
bás Microsoft var ekki annað að sjá en að
Windows 2000 vekti forvitni. Ekki þótti
undirrituðum árennilegt að ryðja sér leið í
gegnum þá þvögu og ekki þarf að efa að
fyrirlestrar Microsoft um stýrikerfið hafi
verið vel sóttir.
Linux var víða að finna á CeBIT eins
og búast mátti við og á sýningarsvæði
Corel tóku gestir að jafnaði um 1.000
geisladiska á klukkustund með Linux
stýrikerfinu. Sérstakt Linux sýningarsvæði
var á staðnum þar sem 16 þekkt nöfn voru
samankomin og sumir spámenn segja að
Linux muni innan fárra ára fara að skáka
Windows NT/2000. Lotus býður Domino
á Linux og talsmaður fyrirtækisins segir
að það sé vegna krafna frá viðskiptavinum
þar sem stýrikerfið er talið stöðugt, öruggt
og umfram allt ódýrt, enda ókeypis. Linux
er farið að skjóta rótum nokkuð víða en
eins og einn aðili sagði þá vegur það mjög
þungt á metunum við fjöldaframleiðslu
tækja ef greiða þarf fyrir leyfi vegna við-
komandi stýrikerfis, auk þess sem orðstír
um nýtni og stöðugleika skiptir máli.
Ericsson sýndi sem dæmi ísskáp frá El-
ectrolux sem er með innbyggðri tölvu og á
skjánum mátti sjá góðkunnuga mynd sem
sagt var að brátt muni víkja fyrir Linux,
auk þess sem tilkynnt var að notaður yrði
norski vafrinn Opera. Þetta var mjög for-
vitnilegt að sjá og Ericsson-liðar voru
óþreytandi að sýna hvernig þetta gamal-
gróna heimilistæki gæti tekið að sér nýtt
hlutverk sem samskiptamiðstöð heimilis-
ins.
Þráðlaust sækir á
Ef eitthvað eitt stendur annars uppúr frá
sýningunni er það gróskan sem er í þráð-
lausri tækni. Segja má að núna séu komn-
ar fram fyrstu raunverulegu lausnirnar fyr-
ir gagnaflutning þráðlaust beint á tæki
notenda án þess að á bakvið sé beinlínis
net. Varla þarf að kynna sumt af því, heitin
eru kunnugleg og annað verður að bíða
síns tíma.
Bluetooth er heiti á skammdrægri radíó-
tækni sem hefur mikinn byr í seglunum. A
CeBIT 2000 mátti sjá ýmsar frumgerðir
slrkra tækja en miklar vonir eru bundnar
við tæknina. Núna hafa um 1.200 fyrir-
tæki lagt tækninni lið og Microsoft er
komið í hóp þeirra. Fáein tæki voru til
sýnis, svo sem heymartól fyrir farsíma frá
Ericsson. Fyrir utan að vera tengt farsím-
anum þráðlaust má gefa símanum munn-
leg fyrirmæli um að hringja þannig að far-
síminn getur dúsað í skjalatöskunni allan
daginn. Ennfremur var Ericsson að sýna
tölvu sem ekkert var nema skjár með inn-
byggðum síma og hefur hún samband við
kapalmótaldið Pipe Rider með Bluetooth.
Hún fer þó ekki, var tjáð, í framleiðslu
fyrr en á næsta ári. NEC sýndi litla tölvu
með innbyggðum Bluetooth búnaði en nú
eru ýmsir kortaframleiðendur á fullri ferð
að þróa kort fyrir eldri gerðir fartölva svo
unnt verði að nota Bluetooth tæknina með
þeim.
Tilgangurinn með Bluetooth er meðal
annars sá að losna við margskonar kapal-
tengingar en ýmis fyrirtæki eru að brydda
upp á nýjungum með Bluetooth. Eitt slíkt
var að kynna öryggisbúnað sem felst í því
að þegar tölvunotandinn fer frá vél sinni
læsist hún sjálfkrafa og opnar ekki aftur
fyrr en notandinn nálgast hana að nýju.
38
Tölvumál