Tölvumál - 01.05.2000, Síða 39

Tölvumál - 01.05.2000, Síða 39
Af CeBIT 2000 Fyrirtækið Ascom var að sýna Voo:Doo sem samanstendur af DECT símtóli og tölvu- korti Núna hefur ETSI staðalastofnunin sam- þykkt grunn-hönnunar- lýsingu að þeirri tækni sem ætlað er að ná hraðanum 54 Mb/s Fyrirtækin segja að möguleikamir séu margvíslegir og nota megi tæknina meðal annars í tengslum við búðarkassa, dyr og símtæki. Ennþá er skortur á kubbum og það stendur fjöldaframleiðslu fyrir þrifum. Markmiðið hjá kubbaframleiðendum er að Bluetooth verði fáanlegt á einum kubb sem kosti aðeins um 350 krónur og einn framleiðandinn segir að því marki verði ná á næsta ári Önnur skammdræg þráðlaus tækni og öllu rótgrónari en Bluetooth er DECT. Mjög víða mátti sjá litlar þráðlausar tölvur með DECT sem ekkert voru nema skjár, vógu innan við eitt kíló og notuðu Windows CE stýrikerfið. Hraðinn var 64 Kb/s og er mögulegt að flakka um Netið og vinna með tölvupóst. Þetta gæti komið í staðinn fyrir bækur á náttborðinu. Móð- urstöð þessara tölva var tengd ISDN línu en einnig mátti sjá hefðbundin tölvukort fyrir far- og borðtölvur til að tengja þráð- laust á 64 eða 128 Kb/s við ISDN línur. Fyrirtækið Ascom var að sýna Voo:Doo sem samanstendur af DECT símtóli og tölvukorti og af fjöldanum í kringum bás- inn að dæma var þetta þess virði að skoða nánar. Canon var einnig að sýna DECT út- færslu til að tengja prentara þráðlaust við staðarnet og var hraðinn um 500 Kb/s. Fyrirtækið Elsa er óþekkt hér á landi en framleiðir mikið af ýmiskonar búnaði. Elsa er að vinna að Bluetooth eins og svo margir aðrir en einnig var fyrirtækið að kynna nýja framleiðslu í þráðlausri tækni. Um var að ræða þráðlaust staðamet sam- kvæmt staðli 802.1 lb sem lyftir hraðanum upp í 11 Mb/s en það er ellefu-falt hraðara en útfærslur byggðar á eldri útgáfu stað- alsins. I framhjáhlaupi má einnig nefna að Elsa var að kynna 18 tommu skjá sem getur sýnt þrívíddarmyndir án þess að til þess þurfi sérstök gleraugu. Skjárinn var þróað- ur í samvinnu við tækniháskólann í Dres- den. Hann kostar 25.500 evrur og því ekki Tölvumál 39

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.