Tölvumál - 01.05.2000, Page 41

Tölvumál - 01.05.2000, Page 41
Af CeBIT 2000 Hjarta kerfisins er EPG eða Electronic Programming Guide sem notar hluta af út- sendingarmerki sjón- varps til að senda tækinu upplýsingar býður slíka þjónustu og væntanlega er hér verið að vísa til annarrar skammstöfunar, ISP eða Internet Service Provider. Á CeBIT voru nokkrir aðilar að kynna kerfísveita og þá var það gjaman svo að nokkur fyrirtæki spyrtu sig saman þar sem hvert og eitt lagði til sitt sérsvið. Dæmi um það var að Cable & Wireless var í samfloti með Compaq og Oracle. Sameinuð skeytasýsla Sameinuð skeytasýsla, sem er þýðing á Unified Messaging, var eitt lykilorðanna á CeBIT þetta árið. Markmið sameinaðrar skeytasýslu er að allt renni saman; tölvu- póstur, bréfasími og talhólf svo að auð- veldar verði að halda utan um þá ógrynni skeyta og skilaboða sem notendur vinna með dag hvern. Sjónarhóll þeirra sem framleiða búnað er mismunandi en í aðal- atriðum á að vera hægt að nálgast skeyti eftir ýmsum leiðum; um vafra og tölvu- póstforrit, með símum og með aðstoð SMS skeyta. Gjarnan er þar einnig að finna talgervla sem geta lesið texta svo þeir sem eru með síma geti hlustað á skila- boð sem eru í pósthólfi. I öllu falli er spáð að á árinu 2002 munu evrópubúar senda 3 milljarða skeyta dag hvern og því degin- um ljósara að fyrir mörg fyrirtæki verður það lykilatriði að halda utan um þær mis- munandi gerðir skeytakerfa sem núna eru í notkun. Sameinuð skeytasýsla er lykillinn að því. Hvað er nú PVR? Núna verður kynnt til sögunnar enn ein ný skammstöfun, PVR sem er Personal Video Recorder. Tækni þessi er sprottin upp úr þeim möguleikum sem mjög stórir tölvu- diskar og hraðar tölvur hafa skapað þar sem myndvinnsla getur farið fram á ein- menningstölvu. Þessi tækni var líka sýnd sem frístandandi búnaður og tækin eru að yfirbragði nákvæmlega eins og hefðbund- in myndbandstæki. Munurinn er sá að inn- an í hljóðeinangruðum kassa er hraður diskur sem getur geymt 30 klst. af myndefni á MPEG-2 sniði. Og stýrikerfið er Linux. Hjarta kerfisins er EPG eða El- ectronic Programming Guide sem notar hluta af útsendingarmerki sjónvarps til að senda tækinu upplýsingar og þannig er mögulegt að forrita tækið úr fjarska um heimasíðu á Vefnum. Það sem er þó einna merkilegast er að það er hægt að hliðra áhorfi til í tíma. Hægt er að horfa á útsendingu samtímis því sem verið er að taka upp en lítilega á eftir sjálfri útsendingunni og þannig má stöðva myndina og fara aftur og fram að þeim punkti þar sem horft er á myndina á rauntíma. Dæmi um þetta tæki er Fast TV Server frá samnefndu fyrirtæki og mun Tölvumál 41

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.