Tölvumál - 01.05.2000, Page 42

Tölvumál - 01.05.2000, Page 42
Af CeBIT 2000 I ftokki hugbúnaðar fékk Microsoft verð- laun fyrir Windows 2000 það kosta um 2.500 evrur. Einnig er mögulegt að fá PVR sem viðbót við ein- menningstölvu. Möguleikamir em eilítið takmarkaðri en að sama skapi ódýrari tækni, eða um 770 evrur. Kort og lítill kassi eru notuð til að tengja saman tölvuna og sjónvarpið þar sem tölvan er í hlutverki mynbandstækisins. EPG er notað til að forrita tækið frá heimasíðu. Óskarsverðlaunin Þýska tæknitímaritið Chip afhenti verð- laun í nokkrum flokkum í upphafi CeBIT 2000. í flokki vélbúnaðar fékk AMD verð- laun fyrir 1,1 GHz örgjörvann Copper At- hlom. Þýska fyrirtækið Höft & Wessel fékk verðlaun í flokki fjarskipta fyrir flata skjátölvu sína, svipaðri þeim sem nefndar vom að ofan. í flokki hugbúnaðar fékk Microsoft verðlaun fyrir Windows 2000. Fmmkvöðlaverðlaunin fékk svo Ericsson fyrir Bluetooth. Yfirbragð sýningarsvæðisins var að breytast þessa björtu febrúardaga vegna Expo 2000 en gamli maðurinn með líru- kassann sinn var á sínum stað og skemmti þeim sem vora á heimleið með hraðlest- unum. Þó halda mætti að allt og allir týnist í mannmergðinni er það samt svo að margir sýnendanna þekkjast vel og nota tækifærið til að hitta vini og kunningja úr „bransanum". Einn orðaði þetta skáldlega: „CeBIT er eins og tré. Það laufgast árlega og fuglamir koma og setjast á greinamar, syngja saman og fljúga svo burt að viku liðinni. Að ári hittast þeir svo aftur á sama stað til að syngja saman.“ Einar H. Reynis er ritstjóri Tölvumáta og vinnur að þróunarmálum hjá Landssímanum. 42 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.