Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.03.1982, Blaðsíða 10
Ungur í meira en áltatíu ár. unum þá vildi ég fá hærri húsbygginga- styrki. Þá vildi ég, að skylt væri að hafa skólabókasöfn, en þau voru ekki með í lög- unum nema þannig, að þau gátu fengið styrki, ef þau væru stofnuð, en skólarnir voru ekki skyldugir til að hafa bókasöfn. Ekki fékk ég þó frumvarp samþykkt fyrr en 1964, og var þá lítil bót að, því þá hafði dýrtíðin aukist svo mikið. Að lokum Bækur eru bara of lítið kynntar. Það var til dæmis algert nýmæli í þessum frumvörpum, sem ég samdi, að efnt skyldi til verðlauna- 10 samkeppni um barnabækur árlega. Núna er þetta komið í gegn. Og vestur á ísafirði fékk ég þá hugmynd, að bókasafnið yki bókakaup sín. Ég keypti fimm eintök, þrátt fyrir það að safnið fengi eitt eintak ókeypis. Svo var verið að biðja um bókina og hún var ekki inni. Menn þreyttust á þessu og bara keyptu bókina. Og um það bil, er ég fór úr bænum, þrifust tvær bókaverslanir jafn vel á ísafirði og ein áður. Mér finnst, að höfuðatriðið, bæði gagn- vart bóksölu og bóklánum, sé það, að auka áhuga fyrir lestri. —V

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.