Bókasafnið - 01.07.1984, Side 15

Bókasafnið - 01.07.1984, Side 15
Þingfulltrúar að störfum á 2. ársþingi B VFÍ. varaformaður, Hrafn A. Harðar- son ritari, Hildur G. Eyþórsdóttir gjaldkeri, og meðstjórnendur Gunnar Gunnarsson, Sigríður Gísladóttir og Þórdís T. Þórarins- dóttir. Hér verður greint frá skipan nefnda á vegum BVFÍ. Ályktana- nefnd: Anna Torfadóttir, Helgi Magnússon, Jónína Guðmunds- dóttir. Fræðslunefnd: Birna Helga- dóttir, Guðrún Hannesdóttir, Halldóra Kristbergsdóttir. Kynn- ingarnefnd: María Gunnarsdóttir, Hildur G. Eyþórsdóttir, Jón Sævar Baldvinsson. Lagabreyt- inganefnd: Erla Jónsdóttir, Ingi- björg Árnadóttir, Margrét Lofts- dóttir. Ritnefnd: Hilmar Jónsson, Viggó Gíslason, Grímhildur Bragadóttir. Þá var ákveðið að leita eftir tilnefningum félaganna í 2 nefndir, afmælisnefnd til að skipuleggja afmæli BVFÍ á næsta ári og uppstillingarnefnd til for- mannskjörs, sem á að fara fram á næsta ársþingi. Önnur mál Síðast á ársþinginu var rætt um önnur mál og urðu umræður um innanfélagsmál fyrirferðarmestar. Þar á meðal var rætt um hvort ekki væri ástæða til að breyta nafni félagsins til samræmis við hlut- verk þess og til að forðast mis- skilning. Þá var rætt um hvort ekki ætti að lesa upp á hverju árs- þingi fundargerð síðasta þings og bera hana upp til samþykktar. Einnig var til umræðu hvort skýrslur frá Þjónustumiðstöð bókasafna, ritnefnd Bókasafnsins og aðildarfélögum BVFÍ ættu ekki heima á ársþinginu. Var stjórn BVFÍ falið að skera úr um þessi mál. Ársþingið hófst kl. 10 f.h. og lauk fundarstörfum kl. 4 e.h. með því að Amtsbókasafnið bauð öllum viðstöddum upp á kaffi og meðlæti. Einnig sá safnið um kaffi í hléi fyrir hádegi og útvegaði ágætan hádegismat á Hótel Varðborg. Ég vil þakka Lárusi Zophaníassyni og hans fólki fyrir frábærar móttökur á þessum fyrsta fundi BVFÍ sem haldinn er utan höfuðborgarsvæðisins. EiríkurÞ. Einarsson formaður B VFÍ Ályktun 2. ársþings Bóka- varðafélags íslands Vegna síharðnandi samkeppm um frítíma fóks, ekki síst ungs fólks, er nauðsynlegt að bæta samkeppnisaðstöðu hollrar og menningarlegrar tómstundaiðiu. Bókavöróum er ljóst að ný tækni og nýir miðlar svo sem myndbönd og tölvur bjóða upp á mikla möguleika, sem enn eru að mestu ónýttir af bókasöfnum. Þetta stafar m.a. af fjársvelti menningarstofnana, sem ekki hafa ráð á að virkja þessa nýju miðla í þágu fræðslu og menning- ar. Bókasöfn eru hlutlaus vett- vangur fyrir fólk á öllum aldri og þar er ekki kýnslóðabil. Á alþjóðaári æskunnar 1985 væri verðugt að efla mjög bókasöfn, til að gera þeim kleift að sinna betur hlutverki sínu sem mennta-, upp- lýsinga- og tómstundastofnanir fyrir almenning. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru ætíð farsælastar og bókaverðir eru þeirrar skoðunar, að nú- tímabókasöfn séu mikilvæg tæki til að draga úr firringu sem ein- kennir nútímaþjóðfélag. 2. ársþing Bókavarðafélags íslands, haldið á Akureyri 5. maí BÓKASAFNIÐ 15

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.