Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 24

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 24
ustu og forstöðumenn bæjar- og héraðsbókasafna (miðsafna), sem ráðnir verði nýir til starfa, séu bókasafnsfræðingar. Stefna beri að því að einnig þeir, sem ráðnir eru til að veita hreppsbókasöfnuin forstöðu, séu bókasafnsfræðing- ar, en verði því ekki við komið vegna gildra ástæðna, beri þeim starfsmanni sem ráðinn verði til starfsins að afla sér lágmarks- menntunar, sem viðurkennd er af Menntamálaráðuney ti. Nefndin telur einnig mjög brýnt að finna menntunar- og starfsþjálfunarleiðir fyrir þá sem þegar eru starfandi í söfnum og hafa ekki stundað nám í bóka- safnsfræði. Hagkvæmustu leið til þessa telur nefndin svipuð þeirri leið sem opnuð hefur verið rétt- indalausum kennurum, þ.e. heimanám og stutt námskeið. Lokaorð { lokaorðum skýrslunnar benda nefndarmenn á hina miklu þörf á þjónustu almenningsbókasafna, bæði hvað varðar upplýsingagjöf og heimildaþjónustu, stuðning við menntun og fræðslu fólks á öllum aldri, en einnig útlán á afþreyingar- bókmenntum. Þetta sjáist best af hinni miklu aðsókn og nýtingu á söfnum sem leggja áherslu á alla þessa þætti. Þegar rætt er um síðastnefnda þáttinn er það oft gert á niðrandi og einhæfan hátt. Bókasöfn þar sem þýddar skáldsögur eru yfir- gnæfandi meirihluti útlána og útlán eina starfsemin, gefa tilefni til slíks umtals. Afþreyingar- og tómstundahlutverk safnanna er hins vegar víðtækt og mikils virði. Undir þennan þátt fellur t.d. útlán bóka um ýmis konar tómstundaiðju, hlustun í safni, o.m.fl. Nefndarmenn vekja sérstaka athygli á þeirri staðreynd að mikið er gert af hálfu íslenskra stjórnvalda til að sjá ákveðnum aldursflokkum fyrir tómstunda- iðju, t.d. á sviði íþrótta. Sveitar- félög veiti einnig verulegu fé til þessarra þátta og mikil íþrótta- mannvirki hafi risið á síðustu árum. Ef tekið sé mið af hinum stóra hóp sem sækir afþreyingu og fræðslu til almenningsbóka- safna, megi teljast furðulegt að þau skuli ekki njóta meiri virð- ingar senr tómstundastofnanir. Þar sem upplýsingaþjónusta í almenningsbókasöfnum hefur verið byggð upp á skipulagðan hátt og auglýst sem þjónustu- þáttur er hún geysimikið notuð. Ein af helstu forsendum fyrir því að söfnin geti rækt þetta hlutverk sitt vel, er að samvinna milli safna sé náin og bókasafnskerfið sé vel og skipulega uppbyggt. Góð almenningsbókasöfn eru ómetanleg fyrir fólk í upplýsinga- leit og sjálfsnámi og mikill stuðn- ingur við skólakerfi og fullorðins- fræðslu. Margir hafa áhyggjur af vaxandi treglæsi fólks. Almenn- ingsbókasöfnin hafa hér mikil- vægu hlutverki að gegna og geta gert mikið til að hindra slíka þróun. Kristín H. Pétursdóttir KRISTJfin SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK. KYNNIR KS BÓKA- SAFNSHÚSGÖGN KS bókasafnið hefur bæði vegg- hillur og fristandandi eyjar. Hillur hlið við hlið eru samtengdar, sem hefur um 20% sparnað í för með sér, auk þess sem við bjóð- um bókasöfnum þessi húsgögn á hagstæðu verði. f hillurnar fást bóka- og blaðskáhillur og í þær má setja ýmsa fylgihluti, sem falla að þörfum bókasafna. 24 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.