Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Side 5

Bókasafnið - 01.03.1990, Side 5
Frú Krístín Jónsdóttir. (Ljósm. Sigurður Jónsson) ann í Reykjavík þar sem hann þreytti stúdentspróf árið 1932. í Háskólanum varð guðfræðin fyrir valinu og cand. theol. varð Eiríkur 1935. Hann tók einnig kennarapróffrá Kennaraskólanum árið 1934. Haustið 1935 lá svo leiðin vestur að Núpi í Dýrafirði þar sem Eiríkur hafði ráðið sig sem kennara. Þangað flutti hann mcð sér bókasafn sitt sem var orðið nokkuð að vöxtum, m.a. voru þar ágætar leikbókmenntir. Þótti sjálfsagt að Eiríkur stjórnaði leikriti sem nemendur færðu upp seinni hluta vetrar. Hann lék sjálfur aðalhlutverkið og þótti takast vel. Ekki fcr sögum af leikhæfileikum Krist- ínar Jónsdóttur í hlutverki frúarinnar en hún getur ekki hafa kunnað illa við sig sem kona Eiríks því það hlutverk hefur hún haft lengstan hluta ævinnar og skilað því þannig að eftir var tekið ekki síður en störfum bónda hennar. Árín á Núpi „Leiðir okkar Eiríks skildi þá um vorið. Eiríkur dvaldi erlendis 1936-7, kynnti sér skólamál á Norðurlöndum og stundaði framhaldsnám í guðfræði í Basel í Sviss. í þeirri borg var elsta bók í safni okkar hjóna gefin út, latnesk- grísk orðabók frá árinu 1558. í Basel lifði Eiríkur sparlega, enda styrkur til fararinnar við neglur skorinn hjá ráða- mönnum. En svissneskt súkkulaði var bæði ljúffengt og ódýrt og kom sér vel,“ segir Kristín. „Ég fór til Reykja- víkur haustið 1937 og sótti námskeið í hússtjórnarfræðum við Kvennaskólann. Ég réðst síðan sem ráðskona að Núps- skóla hausdð 1938.“ Eiríkur hafði verið skipaður aðstoðarprestur í Dýra- fjarðarþingi haustið 1937 og var svo veitt prestakallið 1938. Jafnframt var hann kennari við Núpsskóla og skóla- stjóri frá 1942. Þau Kristín giftust í nóvember 1938 og þar með hófst rekstur heimilis þar sem börnum, bókum, nemendum, gestum og gangandi var sinnt af óþrjótandi Séra Eiríkur J. Eiríksson. (Ljósm. Emilía Björg Björnsdóttir) elju, áhuga og alúð sem enn lifir þótt heimilisfaðirinn sé fallinn frá. Líklega eru ekki margir sem gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera skólastjóri í heimavistar- skóla úti á landi þar sem samgöngur geta oft verið stopular og erfitt að ná til læknis eins og var á Núpi. Skólastjórinn ber ábyrgð á nemendum eins og heimilisfaðir á börnum sínum. Auðvitað voru kennarar og annað starfsfólk til hjálpar eftir því sem tími og aðstæður hvers leyfðu. Fljótt kom til kasta Kristínar að hjálpa til ef nemandi veiktist og voru þó ráðskonustörfin ærin eins og aðstæður voru á þessum tímum. Matfanga var, að stórum hluta, aflað á haustin, sláturgerð og kjötvinnsla eins og þá tíðk- aðist til sveita og öll brauð bökuð á staðnum. Heimaraf- stöð var fyrir skólann en þegar hún bilaði þurfti að elda á kolaeldavél og hita upp með kolakyntum miðstöðvum. Nóttina fyrir brúðkaup sitt vakti Kristín yfir fárveikum nemanda og einnig brúðkaupsnóttina sjálfa - þá var ekki farið á Hótel Sögu. Árið 1946 barst mænuveikin vestur að Núpi og þá fylgdi Kristín fárveikum nemanda á opnum vélbáti til læknis á Þingeyri. Þriggja ára sonur þeirra Eiríks og Kristínar lést um vorið af slysförum. Árið 1937 stóð séra Eiríkur fyrir því að hafin var bygg- ing prestsbústaðar á Núpi. Krístín getur þess að á skrif- stofunni hafi verið innbyggður bókaskápur enda jókst bókasafn þeirra hjónajafnt og þétt. Bókasafn við skólann mun hafa verið æði fátæklegt eins og víðast hvar við hér- aðsskólana á þessum árum. Séra Eiríki kom því vel hið góða einkabókasafn hans sem hann notaði þegar hann undirbjó kennslu og samdi ræður. Hann var ákaflega snjall kennari og nemendafjöldi Núpsskóla margfaldaðist undir hans leiðsögn - úr 30-40 í u.þ.b. 150 nemendur þegar þau hjón fluttu búferlum árið 1960 til Þingvalla. Sama ár fékk Núpsskóli rafmagn frá Mjólkárvirkjun og BÓKASAFNIÐ 5

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.