Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 8
hjá fornbókasölum og lagði mikla vinnu í að ná í eintök sem vantaði í ritraðir. Varð honum vel ágengt við það enda urðu margir, bóksalar, rithöfundar og aðrir, til að rétta honum hjálparhönd og hann sjálfur óþreytandi. Bækur leita þangað sem aðrar eru fyrir. Pjóðlegur fróðleikur, helstu bókmenntir íslenskar - m.a. leikrit-, orðabækur, biblíur, rímur, handrit, crlcnd fræðirit - allt eru þetta lýsandi orð fyrir safnið og mætti bæta fleiri við en hér verður látið staðar numið. Hvernig var safnið notað? Kristín svarar því og lýsir viðhorfi þeirra hjóna til þcss: „Sjálf hafði ég sjaldan tíma til þess að lesa bækur, til þess gafst hvorki stund né friður, en mér hefur alltaf þótt nálægð bóka góð. Eiríkur sá um söfnunina en mitt hlut- verk var að miðla og nýta og færa til á dagskránni. Vissu- lega var þetta stundum erfitt og upp gat komið upp sú spurning hvort heldur ætti að kaupa bók eða skó en það varð ekki teljandi ágreiningsefni. Að öllujöfnu vorum við sammála.“ Aðspurð segir hún að auðvitað hafi Eiríkur verið safn- ari, hann tók ástfóstri við bækurnar og átti það til að taka þær úr hillunum og strjúka kilina. „Hann vissi hvar hver einasta bók var og ég man aldrei eftir að hann semdi ræðu öðruvísi en með 20-30 bækur á borðinu, hann vissi upp á hár hvar hann átti að fletta upp. Hann frumsamdi allar sínar ræður, var afar vandvirkur og vildi alltaf hafa allt staðfest. Bækurnar voru honum nauðsyn og andl'egur stuðningur. Það gefur mikið að geta leitað eftir þckkingu og miðlað henni. Ég sá um heimilisstörfin, vildi satt að segja ekki hafa Eirík þar. Mitt hlutverk var einnig að sjá um að hann hefði frið til að sinna sínum verkum.“ Þeir sem þekktu til starfa séra Eiríks fóru ekki í graf- götur um að hann var allra manna fróðastur um allt milli himins og jarðar og hafði afar mikla ánægju af því að miðla þekkingu sinni. Hann var á undan sinni samtíð hvað það varðar að kunna að nota bókasöfn. Ekki mun hafa komið til greina af hálfu þeirra hjóna að dreifa safninu eða reyna að hafa upp úr því með sölu bóka. Börnin gerðu heldur ekki neinar kröfur, nokkuð sem margir hafa furðað sig á, og því var í raun þegjandi sam- þykki innan fjölskyldunnar að gefa bækurnar einum aðila. Aðeins safn gat tekið við svo veglegri bókagjöf, varðveitt hana og miðlað þekkingunni til almennings. Kristín rifjar upp daginn þegar gjafabréfið var afhent Steingrími Jónssyni, þáverandi forstöðumanni Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi: „Það var afmælisdagurinn minn (5. okt.) ogég varinniíeldhúsi. Ég vissi ekki að Eir- íkur hafði boðað Steingrím bókavörð heim til okkar fyrr en þeir komu báðir inn í eldhús til mín. Ég var að hugsa um að baka pönnukökur en settist samt og drakk kaffisopa þeim til samlætis. Dálítið, ósköp venjulegt blað lá við hliðina á handarhaldslausa bollannum hans Eiríks. Hann rétti mér það - ég hafði ekki séð það fyrr en þarna - og sagði: „Mamma, eigum við ekki bara að hafa þetta svona?“ Ég var óviðbúin á þessari stundu en vissulega sammála því draumurinn um framtíð safnsins hafði ræst. Afmælisdagurinn var gerður að hátíðisdegi - það var ætlun Eiríks. Styrkur af bók í störfum og stolt í erfiði skýra kannski þá gátu hvernig hægt var að halda heimili og eignast bækurnar að auki, en ég hefði ekki viljað hafa lífið neitt öðruvísi." Að lokum látum við fljóta hér með sögu sem er kannski dæmigerð fyrir lífsstarf Kristínar. Sjónvarpið ákvað að gera þátt um þau hjón og bókagjöf þeirra og birta í Kast- ljósi. Sjónvarpsmenn sóttu þau hjón heim að Hörðu- völlum 2. Kristín var að heiman að sinna erindum en þegar hún kom heim byrjaði hún á því að gefa öllum að borða. Hún var svo sótt að eldhúsvaskinum í viðtal, alveg óundirbúin. Sjónvarpsmcnn fóru síðan heim vel saddir og með ágætis þátt í fartcskinu. HEIMILDIR Auk viðtalsins við Kristínu voru upplýsingar sóttar í eftir- farandi rit: Eiríkur J. Eiríksson 1976. „Tóftin aflar trjánna". Helgakver: ricþetta er tileinkað Helga Tryggvasyni bókbindara á áttræðisafmæli hans 1. marz 1976. Reykjavík: [s.n.], s. 55-58. Guðmundur Daníelsson 1983. Kona að vestan: Kristín Jónsdóttir frá Gemlufalli. Á vina fundi: sautján samtöl. Reykjavík: Setberg, s. 106- 137. Guðmundur Daníelsson 1984. Stærsta bókagjöf í sögu þjóðarinnar. Morgunblaðið, sunnudagur 2. des., s. 1B-3B. Bækur sem eiga engan sinn líka og guUfaUegt, rúmgott húsnæði Rósa Traustadóttir veitir Bæjar- og héraðsbókasafn- inu á Selfossi forstöðu. Blaðamaður Bókasafnsins sótti hana heim og spurði hana nokkurra spurninga um safnið og hvaða þýðingu bókagjöf þeirra Eiríks og Krist- ínar, „Eiríkssafn" eins og safnið er nefnt í daglegu tali, hefði fyrir safnið og byggðarlagið í heild. „Þessi bókagjöf hefur geysimikla þýðingu fyrir byggð- arlagið og safnið hérna sem er miðsafn og þjónar Selfossi og allri Árnessýslu. íbúar á svæðinu eru tæplega 11.000 og hér eru tveir framhaldsskólar, Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Laugarvatni. Bækurnar í Eiríkssafni munu koma nemendum og kennurum þessara skóla að mjög góðum notum, sem og nemendum annarra skóla og öllum íbúum héraðsins." - Nú er Eiríkssafn ennþá geymt að Hörðuvöllum 2. Hvenær sjáið þið fram á að geta tekið við safninu? „Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi er núna í hús- næði sem er um 250 m2 en þegar við flytjum í Kaupfélags- húsið, sem verður framtíðarhúsnæði safnsins, fáum við til afnota um 1000-1100 m2 ásamt skjalasafni héraðsins sem 8 BÓKASAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.