Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 14

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 14
Almenn umfjöllun Ljóð Það er umhugsunarefni hversu lítið „bókaþjóðin" stundar ljóðagerð fyrir börn. Árið 1987 komu út sjö ljóða- bækur fyrir ungu kynslóðina. Allar þessar bækur voru endurútgefnar utan ein, Saga af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum, sem kom hér út sem sjálfstætt verk með myndum eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Ljóðið hafði þó birst áður með öðrum ljóðum Jóhannesar. Árið 1988 komu út hjá einu forlagi tvær harðspjalda- bækur með rímuðum texta fyrir yngstu kynslóðina og 1989 einnig. Eina nýja framtakið á þessum þrem árum eru tvö ljóða- söfn frá Námsgagnastofnun, Ljóðspor og Ljóðspeghr (1989), ætluð til kennslu í eldri bekkjum grunnskóla. Þetta eru fallegar bækur og vel unnar og nýtast örugglega ýmsum unglingum til skemmtilesturs. Hins vegar held ég að grunninn að ljóðanautn fólks þurfi að leggja fyrr. Flestir vita hve gaman lítil börn hafa af vísum, söngvum og rímþulum. (Sbr. stöðugar vinsældir Vísnabókarinmr sem núna er til í 7. útg.) Væri ekki upplagt fyrir eitthvert núlifandi skálda að reyna að bæta úr þessu og senda frá sér ljóð fyrir börn? Við megum ekki gleyma því að það að hafa gaman af ljóðum er einn af gleðigjöfunum í tilver- unni - og þykja mönnum þeir vera of margir? Endurútgáfur Endurútgáfur barnabóka á þessum þrem árum virðast aðallega vera með tvennu móti: Annars vegar eru endur- útgáfur og stöðugar endurprentanir sívinsælla (sölu-) bóka og bóka sem fyrir fáeinum árum seldust vel og hins vegar endurútgáfur á sígildum og heittelskuðum barna- bókum sem oftar en ekki hafa verið ófáanlegar lengi. Hverju forlagi er það sæmd og prýði að gefa út á nýjan leik sígildar barnabækur og halda góðum bókum á mark- aði með endurprentunum. Hins vegar ber nokkuð á því að um einbera sölustefnu sé að ræða og er það miður. Þó kastar fyrst tólfunum þegar farið er að gefa út lítið eitt endurskoðaðar bækur undir nýjum nöfnum og þess hvergi getið að um gamla bók sé að ræða. Slík útgáfa er bein svik við lesendur. Eitt forlag í Reykjavík (Mál og menning) hefur á undanförnum árum gefið út áður útkomnar bækur þess ástsæla höfundar Astrid Lindgren í nýjum þýðingum Sig- rúnar Árnadóttur. Sigrún er snilldarþýðandi og er þetta því hið besta framtak. En galli er þó á gjöf Njarðar. Börnin í Ólátagötu, uppáhaldsbók margra þeirra barna sem nú eru að komast á foreldraaldur, heitir núna Börnin íSkarkalagötu. Hvers vegna? Og eitt annað, enn verra.Jól í Ólátagarði, langþráð og ófáanleg lengi, kom aftur út 1989. En þar sem börnin sungu áður „Bráðum koma blessuðjólin", ernú „Kátt erumjólin" (úr Gilsbakkaþulu og meira að segja vitlaust). Hvað á þetta að þýða? Myndabækur fyrir litlu börnin Minni stöðugleiki er í útgáfu myndabóka en annarri barnabókaútgáfu. Þó virðist myndabókaútgáfa beldur aukast ár frá ári og einnig batna. Áberandi er hversu margar vandaðar myndabækur komu út árið 1989, bæði endurútgefnar og nýjar. Þó ber að geta þess að árið 1988 komu mun færri út en árið 1987. Núna komu einnig á markaðinn óvenjumargar mynda- bækur eftir íslenska höfunda og teiknara óg er það jákvæð þróun. íslensku myndabækurnar eru reyndar misjafnar að gæðum eins og aðrar. Mig langar sérstaklega að hnýta í tvennt: Það fyrra er bókin Feiti strákurinn sem ég tel óhæfa barnabók og til vansa fyrir Forlagið að gefa hana út, það hefði átt að hafa vit fyrir barninu sem gerði hana. (Þessa skoðun mína er ég tilbúin að rökstyðja betur ef með þarf.) Hitt sem ég ætla að nefna finnst kannski flestum lítil- vægt, en hvers vegna hefur sá ágæti teiknari Brian Pilking- ton aldrei lært að teikna íslendinga? Bóndinn í Gilitrutter spænskur eða grískur fjárhirðir og ekki tekur nú betra við þegar Bakkabræður eru nákvæmlega eins í útliti og aðal- persónan í Örkinni hans Nonna og ekki svipaðir nokkr- um íslendingi. íslenskt landslag, blóm og tröll hefur Brian teiknað með einstökum ágætum en fullorðnir karlmenn - nei, þeir eru fengnir annars staðar en hér. Ba rnabókamarkaðurinn Nýjum barnabókum á markaði ár hvert hefur ekki fjölgað neitt verulega síðustu árin. Allt frá árinu 1982 hefur fjöldi þeirra verið nokkuð stöðugur og virðist mér að vissu jafnvægi hafi verið náð í framboði og eftirspurn. Að vísu eru bækur ársins 1989 ívið fleiri en næstu ára á undan og fjölgar einkum smábarnabókum. Eftir á að koma í ljós hvort farið hefur verið fram úr eftirspurninni eða ekki. Talsverðar breytingar hafa þó orðið. Er fyrst að 14 BÓKASAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.