Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Side 24

Bókasafnið - 01.03.1990, Side 24
Skólar og almenningsbókasöfn verða að beita sér sam- eiginlega að því verkefni að fá börnin til þess að lesa mikið. Helst þarf samstarfið að vera með fastákveðnu sniði til þess að koma að sem mestum notum, jafnvel verði stofnuð samstarfsnefnd. En til þess að slíkt starfskili árangri þarf mikinn og góðan bókakost og menntaða skólasafnverði og almenningsbókaverði. Hér er þó við ramman reip að draga. í grunnskólalögunum frá 1974 stendur: „Við hvern grunnskóla skal vera safn bóka og námsgagna ásamt vinnustofu fyrir nemendur og kennara." og „...þannig að því búið, að því er varðar húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfslið, að það geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meginhjálpar- tækjum í skólastarfinu.“. Þessu markmiði hefur ekki verið náð og mörg skólasöfn eru afar illa búin. Þar við bætist að almenningsbókasöfnin eru allt of mörg og þess vegna smá svo að fjármunir dreifast og nýtast ekki sem skyldi. Til þess að bæta úr þessu verður að efla skólasöfnin, breyta lögunum um almenningsbókasöfn og fá sér- menntað fólk til starfa í söfnunum. Einnig verður að efla útgáfu léttlestrarbóka fyrir fólk á öllum aldri. Athygli fólks beinist í auknum mæli að þessum vanda. í þjóðfélag- inu hefur undanfarið mikið verið rætt um málrækt og bók- lestur, einkum barna og unglinga, og fullyrða má að áhrifa barnabókavikunnar í október sl. mun gæta í langan tíma. í barnabókavikunni kom fram að mjög hefur dregið úr aðsókn barna í almenningsbókasöfnin á síðustu árum. T.d. hafði miðsafn í tæplega 1000 manna bæ 63 börn á aldr- inum 7-13 ára á lánþegaskrá árið 1985 cn árið 1988 voru þau aðeins 36. Ekkert skólasafn er í grunnskólanum í þessum bæ. Foreldrar og heimili eru þó sá hornsteinn sem líta verður til í sambandi við lestur barna og unglinga og mikilvægast er því að þeir geri sér grein fyrir því að lestur bóka er ekki síður hollt og nauðsynlegt tómstundagaman fyrir börn og unglinga en þátttaka í félagslífi og íþróttum. SUMMARY Public libraríes and the International Literacy Year 1990 An introduction with statistical figures describes the state of literacy in the western world in view of the International Literacy Year. Functional il- literacy which is emerging as a new problem and concerns Iceland, too, is dcfincd. The 1989IFLA Congress recognized the role of public libraries in the struggle against illiteracy and encouraged further action. The author suggests a definite agenda for public libraries in this battle. A Norwegian experiment is describcd as an exapmle. One ofthc main problems has been a shortage of special reading material for disadvantaged groups. This situa- tion receives a detailed analysis in Icelandic and Nordic context. Thc article concludes with recommendations regarding the most urgent tasks. They are based again on Norwegian initiatives and emphasize the necessity for cooperation between schools and public libraries, the importance of spe- cially trained staff and availability of special reading material. HEIMILDIR 1990 Intcrnational Literacy YearlLY. A Practical Guide 1988. Paris: Ngo Standing Committee. Funksjonell Analfabctisme. Tiltak for lesc- og skrivehemmede i folkcbib- liotek. Etidehefte 1989. IFLA's Standing Committec for Public Librar- ies. International Literacy Year (ILY) 1988. UNESCO Adult Education. Information notes. Special number 4. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, Þóra Kristinsdóttir [og] Guðmundur B. Kristmundsson 1988. Rannsókn á lestrarhæfni og tengslum hennar við námshæfileika og árangurí 9. bekk grunnskóla. Rv.: Rannsókna- stofnun uppeldismála. (Rit; 7) Yfirlýsing Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN- ESCO) um almenningsbókasöfn 1972. UNESCO Public Library Manifesto, endurskoðuð útgáfa. Baldur Ingólfsson þýddi. FÉLAGSPREN' rSMIÐJAN HF PRF.NTUN UMBÚÐAPAPPÍR Setning Vandaður gjafapappír Tölvuumbrot Aprentun á umbúðapappír 011 almenn prentun að þinni ósk Filmugerð Nafnspjöld • Pappírssala af Sláðu á þráðinn lager Nýjar vélar til okkar • og sölumaður kemur í heimsókn STIMPLAGERÐ eftir umtali Stimplar • af öllum stærðum og gerðum Hagstætt verð Innan við sólarhrings afgreiðslufrestur Sími 11640 24 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.