Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 25
Inga Lára Birgisdóttir bókasafnsfræðingur, Borgarbókasafni Börn og bækur 1989 Fyrsta barnabókavikan hér á landi var vikuna 22.-28. október, fyrstu viku vetrar, í skólum, bókasöfnum, bókabúðum og fjölmiðlum. Átakið hlaut nafnið Böin og bækurog átti Félag íslenskra bókaútgefenda hugmyndina í tilefni af 100 ára afmæli þess árið 1989. Fjölmargir aðilar sameinuðust um undirbúning vik- unnar og var markmið hennar að vekja athygli á bókum, hvetja börn og unglinga til bóklestrar og foreldra til að gefa betri gaum að lestri barna sinna. Hafist var handa við undirbúning í júní 1989. I undirbúningsnefnd áttu sæti fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu, Málrækt ’89, Ríkis- útvarpinu, Félagi íslenskra bókaútgefenda, almennings- bókasöfnum og skólasöfnum, Rithöfundasambandi Is- lands og íslandsdeild alþjóða barnabókaráðsins (IBBY). Barnabókavikan var jafnframt málræktarvika í skólum því ákveðið var að átakið færi fram á sama tíma og sérstök móðurmálsvika stæði yfir í skólum. Strax kom fram mikill og góður vilji hjá fulltrúum í undirbúningsnefnd til að gera barnabókavikuna sem best úr garði. Félag íslenskra bókaútgefenda lét hanna mjög skemmtilegt veggspjald með „tröllamynd“ eftir Brian Pilkington og var því dreift í skóla, bókasöfn, verslanir og víðar. Einnig var gefin út dagskrá vikunnar og hún send öllum grunnskólanemum með fleygum orðum um lestur, ætluð börnum og foreldrum. Barnabókavikan hófst með opnunarhátíð í Utvarps- húsinu við Efstaleiti sunnudaginn 22. október og var henni útvarpað beint á rás 1. Sýning á bókum fyrir börn og unglinga var opnuð og m.a. ávarpaði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, gesti. Brúðubíllinn var með leiksýningu fyrir utan Utvarpshúsið og var það framlag vel þegið af yngri börnunum. Mikill tjöldi barna sótti opnunarhátíðina og vegna mannfjölda er hætt við að bókasýningin hafi farið fram hjá mörgum og þess vegna hefði e.t.v. verið betra að hafa sér dagskrá fyrir yngri börnin. Hátíðin hafði samt tilætluð áhrif, þ.e. að vekja athygli almennings á átakinu tíörn og bækur ’89. Vegna mikillar aðsóknar var ákveðið að hafa bókasýninguna opna fyrir almenning helgina á eftir og komu margir til að skoða hana þá. Grunnskólanemum var boðið að skoða bókasýninguna virka daga vikunnar og var hún reyndar framlengd sökum mikillar eftirsóknar. Á bókasýningunni var sýnt úrval bóka fyrir börn og unglinga, einnig var leikið á hljóðfæri, leikarar lásu úr bókum og lætur nærri að rúmlega 4.500 skólakrakkar hafi komið að skoða sýninguna. Ríkisútvarpið bauð fram aðstoð sína við að koma aug- lýsingum um dagskrá barnabókavikunnar á framfæri endurgjaldslaust og munar um minna, sérstaklega fyrir félítil bókasöfn. Einnig var efni tengt vikunni flutt bæði í útvarpi og sjónvarpi. Aðrir fjölmiðlar birtu margir hverjir fréttatilkynningu um barnabókavikuna og annað efni sem tengdist þessu átaki. í grunnskólum var efnt til samkeppni meðal nemenda um ritgerð, smásögu eða ljóð um efnið Börn og bækur eða Heimur án bóka. Félag íslenskra bókaútgefenda og menntamálaráðuneytið stóðu að þessari samkeppni og barst fjöldinn allur af hugverkum í keppnina. Um 20 nóv- ember sl. höfðu borist verk frá u.þ.b. 50 skólum og eftir að bestu verkin hafa verið valin mun Félag íslenskra bóka- útgefenda veita vegleg bókaverðlaun í þremur aldurs- flokkum. Rithöfundar gerðu víðreist þessa viku til kynningar og upplesturs úr bókum sínum og fóru m.a. í skóla, bóka- söfn, barnaheimili og bókaverslanir. Ekki er vitað hversu mörg börn hlustuðu á rithöfunda í barnabókavikunni en dæmi eru um að rithöfundur hafi talað við 1000 börn þessa viku. Á fundi undirbúningsnefndar kom fram ósk um að rithöfundar tækju ekki fullt gjald þessa viku fyrir upp- lestur en samkvæmt bókun, sem gerð var á fundi í stjórn Veggspjald barnabókavikunnar. Brian Pilkington teiknaði myndina. BÓKASAFNIÐ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.