Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Page 26

Bókasafnið - 01.03.1990, Page 26
Rithöfundasambandsins, var ekki orðið við þessari ósk. Olli það nokkurri óánægju því að ljóst er að margar stofn- anir, sem hér eiga í hlut, t.d. skólar, bókasöfn og barna- heimili, hafa ekki næg fjárráð til að greiða fyrir slíka kynn- ingu. f mörgum bókabúðum var stillt út barna- og unglinga- bókum, veggspjöldum og ýmsu efni dreift og rithöfundar komu í heimsókn til að lesa upp úr verkum sínum í sumum þeirra. Morgun einn í miðri viku var ofanrituð á leið í vinnu og tók þá eftir því að hver strætisvagninn á fætur öðrum sem fram hjá ók var fullur af börnum á leið í bæinn. Við nánari athugun kom í ljós að áfangastaður barnanna var bókaverslun ein hér í borg sem einmitt bauð upp á upplestur rithöfunda þennan sama morgun. Börnin og starfsmenn dagvistarstofnana hafa augljóslega talið ferðalagið þess virði. Bókasöfnin í landinu létu ekki sitt eftir liggja. Skóla- söfnin fengu send hvatningarbréfog veggspjald vikunnar og mikið starf fór fram á þeim flestum, bæði í tengslum við barnabókavikuna og móðurmálsátakið sem var á sama tíma, eins og áður segir. Nokkur skólasöfn leituðu samstarfs almenningsbókasafna varðandi efnisöflun og má sem dæmi nefna að í einum skóla í Reykjavík var lögð áhersla á þjóðsögur og fór bróðurparturinn af „barnaút- gáfu“ þjóðsagna Jóns Árnasonar í eigu Borgarbókasafns í útlán á skólasafnið. Almenningsbókasöfnin og skólasöfnin fengu upplýs- ingar varðandi Börn og bækur hjá bókafulltrúa ríkisins sem einnig sendi söfnunum „hugmyndabanka" þar sem komið var inn á kynningar, útstillingar, hugmyndir um viðburði á bókasöfnum o.fl. Efni af þessu tagi er mjög gagnlegt bókasöfnunum því að oft er eins og það gleymist að gera söfnin meira aðlaðandi og aðgengilegri fyrir gesti. Þetta hlýtur ekki síst að vera mikilvægt á almennings- bókasöfnum og vil ég því minna á fyrrnefndan blöðung sem nýtist ágætlega þótt ekki sé verið að vinna að ein- hverju sérstöku kynningarátaki. Mikil ánægja var með þessa uppákomu í almennings- bókasöfnum og var mikið starf unnið við að gera vikuna sem best úr garði. Bókafulltrúa ríkisins bárust upplýs- ingar frá 25 söfnum og kemur þar fram að margt var gert til að örva lestur barna og unglinga þessa viku. Sögu- stundum og safnkynningum Qölgaði og gott samstarf var við dagvistarstofnanir. Aðstaða barna í bókasöfnunum var víða bætt og aukið var við barnabókakost á mörgum söfnurh. Lánþegum fjölgaði og útlán jukust. Boðið var upp á upplestur rithöfunda, sögumenn komu í heimsókn, fyrirlestrar voru fluttir og efnt til ýmiss konar samkeppni. í mörgum almenningsbókasöfnum var vikan sekta- og afnotagjaldslaus og á sumum stöðum var unnið í sam- vinnu við t.d. tónlistarfélög, skáta og leikhópa. Nokkur dæmi verða tekin hér um starfsemi safnanna í barnabóka- vikunni: í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi fengu starfs- menn til liðs við sig grunnskólanema, tónlistarskóla- nema, skáta og félaga úr Leikfélagi Selfoss og komu alls um 160 einstaklingar fram. Uppákomur voru daglega á safninu og þegar dagskrá hvers dags var lokið var boðið upp á heitt kakó og meðlæti. Sett var upp sýning á mynd- verkum eftir grunnskólanema, einnig voru sýndar gamlar lestrarbækur og skriffæri. Efnt var til getraunar með spurningum úr barnabókum og voru verðlaunin auðvitað bækur. í Bókasafn Vestmannaeyja komu tveir sagnamenn og sögðu börnunum sögur. Þar var líka haldin myndasam- keppni sem fór þannig fram að nemendur völdu sér bók og að lestri loknum teiknuðu þeir nýja bókarkápu. Verð- laun voru veitt fyrir bestu kápuna, ein fyrir hvern árgang. í Bókasafni Kópavogs voru settar upp nokkrar sýn- ingar og hvern dag var höfundur dagsins kynntur með mynd, æviágripi og uppstillingu bóka. Áhersla varlögð á að lesa upp úr bókum án mynda og segja sögur, aðallega eftir eldri höfunda eða þá þjóðsögur. í Borgarbókasafni Reykjavíkur var sögustundum fjölgað í öllum fjórum barnadeildum safnsins og að auki voru hafðar sögustundir í bókabíl. Alls mættu um 1000 börn í skipulagða dagskrá en að auki komu mun fleiri börn á safnið þessa viku en endranær. Haldnar voru myndbandasýningar og tekin var sú stefna að sýna ein- göngu myndir sem gerðar eru eftir bókum. Reynt var að sinna upplýsingaþjónustu bctur í barnadeildunum og ýmislegt var útbúið til dreifingar, s.s. bókalistar, bóka- merki og barmmerki. Opið hús var í almenningsbókasöfnum víða um land laugardaginn 28. október, síðasta dag barnabókavikunn- ar. Söfnin buðu upp á sérstaka dagskrá og bornar voru fram veitingar. Misjafnlega tókst til. Á landsbyggðinni var víða mjög góð þátttaka en ekki er sömu sögu að segja af höfuðborgarsvæðinu. Flest almenningsbókasöfnin í Reykjavík og nágrenni fengu rithöfunda í heimsókn en fleira var í boði fyrir börn þennan dag á öðrum stöðum í borginni og þess vegna var þátttaka minni en búist hafði verið við. Starfsmenn almenningsbókasafna víðs vegar um landið voru mjög ánægðir með barnabókavikuna. Vinnan var mikil en bæði skemmtilcg og gefandi. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að barnabókavikan Börn og bækur hafi tekist mjög vel og með samsdlltu átaki ætti að vera hægt að halda áfram á sömu braut, eins og reyndar margir hafa stungið upp á. Mætti kannski hugsa -sér að í næstu barnabókaviku yrði umfjöllunin afmörkuð meira, t.d. lestur unglinga, fræði- bækur fyrir börn o.fl. Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri. Uti er ævintýri. SUMMARY Children and books 1989 The Association of Icelandic Publishers which celebrated its centenary last year sponsored, in joint effort with other governmental and public organizations, a children‘s books week between 22-28 October 1989. The event which received the title Children and books 1989 started with an opening ceremony attended and addressed by the president of Ice- land. The book week included exhibitions, media announcements and advertisements and presentations by authors. Book shops also partic- ipated by staging similar special features. Public libraries all over the country made special arrangements and programs for children. The agenda ofa few selected libraries, mostly in the greater Reykjavík area, is sampled and described. 26 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.