Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 28

Bókasafnið - 01.03.1990, Blaðsíða 28
Bás Bókasambands íslands á bókastefnunni í Gautaborg ífyrra. Talið frá vinstri: Óþekktur gestur frá Noregi, Sigurður Svavarsson íslenskukennari, Anna Einarsdóttir, verslunarstjóri hjá Máli og menningu, Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, Einar Kárason rithöfundur, Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður, Kristín Bjarnadóttir, blaðamaður íGautaborg, Guðrún Magn- úsdóttir, bókavörðuríNorræna húsinu, MargrétGuðmundsdóttir, gjaldkeriíNorrænahúsinu, FriðrikRafnsson, fréttaritariútvarps, og Lars-Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins. (Myndin er í eigu Önnu Einarsdóttur.) stæði í brennidepli stefnunnar árið 1990 en árið 1989 var þegar helgað Danmörku. Varð úr að Bókasamband íslands stæði að lítilli forkynningu á stefnunni 1989 og hófst undirbúningur snemma á því ári. Mjög fljótlega gekk Norræna húsið til liðs við Bókasambandið og tóku þau á leigu á sérstökum tilboðskjörum tvo samliggjandi sýningarbása, samtals 27 m2, þar sem annars vegar var sýning sem að stóðu nokkrir aðilar frá Bókasambandinu og hins vegar landkynning og upplýsingastarfsemi ýmiss konar sem Norræna húsið stóð að. Undirbúningsnefnd Bókasambandsins skipuðu: Anna Einarsdóttir, f.h. bóka- útgefenda, Steinunn Sigurðardóttir, f.h. rithöfunda, og Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður. Frá Norræna húsinu voru Guðrún Magnúsdóttir bókavörður og Lars- Áke Engblom, forstöðumaður hússins. Ég held að ýkju- laust megi segja að þessi kynning á stefnunni í Gautaborg dagana 7.-10. september hafi tekist með ágætum og lofi góðu um framhaldið 1990 þegar ísland verður í sviðsljós- inu. Eins og fram hefur komið áttu Danir leikinn 1989, stóðu sig með mestu prýði, ekki síður en Finnar árið áður, og slógu þeim jafnvel við að því er varðar bókabíla. Danir sýndu sem sé stolt og prýði danska bókabílaflotans, hinn geysistóra bókabíl borgarbókasafns Kaupmannahafnar en hann er þeirrar náttúru að sé stutt á hnapp má þenja hann út á þverveginn með aðstoð þrýstiloftsbúnaðar. Verður hann þá á stærð við sum íslensk bókasöfn. Væri sem hæg- ast hægt að efna til dansleiks inni á gólfinu fyrir framan bókahillurnar enda er oft efnt til dagskrár í bíl þessum sem raunar er tengivagn og hægt að losa frá dráttarbílnum og skilja eftir þar sem þörf er á bókasafni hverju sinni. Ekki voru það þó bara Danir og íslendingar sem voru sýnilegir á þessari stefnu. Eins og fram hefur komið var þetta í fimmta sinn sem bóka- og bókasafnastefnan var haldin í Gautaborg og var fimm ára afmælisins minnst með miklum glæsibrag. Gafst þeim sem hana sóttu kostur á að sækja meira en 80 skipulögð dagskráratriði og skoða sýningar 800 aðila: bókasýningar, sýningar frá þjónustu- miðstöðvum bókasafna, sýningar á tölvukerfum, sýn- ingar tengdar starfsemi ýmissa menningarstofnana, upp- lýsingabása bókavarðafélaga, bókavarðaskóla o.s.frv. á sýningarsvæði sem var um 8.000 m2 og 80 af hundraði sýningaraðila voru beint og óbeint tengdir bókum. Þar voru bókaútgefendur skiljanlega fyrirferðarmestir. Lá við á stundum að erfitt væri að ná áttum í öllu þessu og raunar var eina umkvörtunarefnið á þessari stefnu að þar væri eilítið of mikið af öllu - ekki síst gestum! Það væri að æra óstöðugan að fara hér að tíunda allt það sem stefnan 1989 hafði upp á að bjóða eða telja upp alla þá 300 sem áttu þátt í dagskrárliðunum 80. Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Einar Kárason rithöfundur voru fulltrúar okkar íslendinga við eina dagskrá. í snjallri kynningarræðu fór ráðherrann nokkrum orðum um fimm norræna rithöfunda sem þar komu fram: Dag Solstad frá Noregi, en honum voru veitt bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1989, Einar Kárason, Kristinu Lugn frá Svíþjóð, Deu Trier Morch frá Danmörku og Rosu Liksom frá Finnlandi. Komst Svavar Gestsson m.a. svo 28 BÓKASAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.